Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 5
Blekkingar kvikmyndanna Sagt er, að þeir sem hafa kom- ið í kvikmyndaver og verið við- staddir þegar verið er að taka ógnþrungnar og meistaralegar stórmyndir í sérflokki og séð all- ar þær brellur og brögð, sem höfð eru í frammi við tökuna — geti ekki upp frá því farið í bíó án þess að muna eftir því, að þetta sé allt saman meira og minna blekking, sem verið er að Fimm börn fundu föSur sínum eiginkonu Tvítug stúlka í Sittingbourne í Englandi, Yvonne Olson að nafni og tannsmiður að mennt, varð á dögunum fyrir því slysi að togna um ökklann og fór til sérfræðings staðarins í fótlækn- ingum. Sá heitir George Matt- hews, þrjátíu og átta ára gamall og áður læknir í flotanum. Ekki var hún fyrr komin út úr lækningastofunni en börn læknisins fimm umkringdu hana. Læknirinn var ekkjumaður. Það ástand líkaði börnunum ekki, og þegar hér var komið höfðu þau þegar mánuðum saman verið að svipast um eftir nýrri eiginkonu handa föður sínum og nýrri móð- ur handa sjálfum sér. Læknirinn hafði ekki hugmynd um þetta framtak þeirra. Og þegar börnin sáu Yvonne, sögðu þau einum munni: Þessa eða enga aðra. En þau létu það ekki strax uppi við hana. Nicholas, fjórtán ára og elztur systkinanna, ávarpaði hana kurteislega og sagði að móðir þeirra hefði dáið fyrir sýna á hvíta tjaldinu. Sem betur fer eru þeir fleiri, sem aldrei hafa komið í kvikmyndaver og geta því með hægu móti setið í myrkri kvikmyndahússins og lif- að sig inn í atburði myndarinnar. Á þessari skemmtilegu mynd sjá- um við, hvernig farið er að því að taka eina skelfingarsenu, þar sem naut eltir fegurðardís. ☆ þremur árum. Síðan hefði faðir þeirra enga húshjálp haft. „Okk- ur þætti ákaflega vænt um ef þér gætuð orðið fóstra okkar,“ sagði Nicholas. „Við skulum vera ákaflega þæg.“ Innileiki barnanna hafði mikil áhrif á Yvonne. Hún sagði upp starfi sínu og tók við búsforráð- um hjá lækninum. Börnin slepptu engu tækifæri til að láta þau eftir tvö ein og hældu þeim auk þess á hvert reipi hvort við annað. Föður sinum sögðu börn- in að Yvonne ætti engan sinn líka í matreiðslusnilld, og Yvonne gáfu þau óspart til kynna að sem mannkostamaður væri faðir þeirra einsdæmi. Þetta bar fljótlega árangur, þótt faðir þeirra hefði áður ver- ið ákveðinn í að kvænast ekki aftur. Og þar kom að hann spurði börnin varlega hvort þau vildu ekki fá Yvonne sem móður. Þau svöruðu með gleðidansi. Matthews lœknir og Yvonne við hjónavígsluna ásamt börnunum fimm. • vísur vikunnar Sólin vöngum hlúir hlý, hrindir löngum dvala, hlíðum löngum einatt í ymur söngur smala. ' Sigurður Breiðfjörð F Y RIRLESTUR Versnar og versnar meira viljið þið bara heyra. Vantrúar-villu lestur, vitlaus er þessi prestur. HART í ÁRI Vínið mörgum veitir gleði, værð og yndi; ég má lifa á hundahlandi hér í þessu fjárans landi. BEÐINN AÐ YRKJA Þegar fátt ég fénæmt hef í fórum mínum, úr sálarfylgsnum gull ég gref og gef það svínum. Káinn. Allt í stíl Ef maður er popsöngvari með sítt hár, gítar um öxl og sterk- ustu raddbönd í heimi, — þá get- ur maður ekki verið þekktur fyr- ir að sigla á venjulegum báti eins og smáborgararnir. Nei, þá verð- ur maður að láta smíða handa sér alveg sérstakan bát og hann verður auðvitað að vera í laginu eins og gítar, svo að allt sé í stíl. 31. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.