Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 19
- Ég skildi giftast þér strax á morgun, sagði ég, — ef ég væri viss um að ég elskaði þig, að þær tilfinningar, sem ég ber til þín, séu ást, en það er ég ekki, Stuart. Ég held líka að það sé hollast fyrir okkur að skilja um stund. Hann andvarpaði og kyssti mig og ég þrýsti mér fast að honum, svo hann varð hálfhissa. Ég hafði einhverja ónotatilfinn- ingu í þá átt að ég færi illa með hann, og heimtaði of mikið af honum. Það var Liam Mede, sem tók á móti mér, þegar ég steig út úr almenningsvagninum, með tvær töskur. (Ég vildi ekki koma ak- andi í eigin bíl). Hann var dökk- ur yfirlitum, eins og Sígauni, með hlýlegt bros á vörum. Hann var líka yngri og ekki hroka- fullur, eins og Nicholas. Hann þúaði mig strax og bauð mér að koma og sjá leirmunaverkstæðið hans, hvenær sem mér hentaði bezt. - Ég bý þar líka, sagði hann, ég hef stórt herbergi á ann- arri hæð, og ef þú þarft á hjálp að halda í grænum hvelli, þá tekur það ekki nema tvær mín- útur fyrir mig að koma. Það var undarlegt að hann skyldi segja þetta. Hvers vegna skyldi ég þurfa á hjálp að halda í grænum hvelli? Frú Mede tók á móti mér við dyrnar. Hún rétti bóðar hendur fram, eins og ég væri kærkom- inn gestur, en ekki venjuleg hús- hjálp. — Velkomin, ungfrú Buckley! Ég skal sýna yður herbergið yð- ar, svo fáum við okkur te úti á veröndinni. Ég fékk herbergi á bakhlið hússins, með útsýni yfir frið- sælan garðinn. Herbergið var hvítmálað og búið einföldum húsgögnum, blátt teppi á gólf- inu og rósótt forhengi á gamal- dags snyrtiborði. Ég opnaði gluggann og hallaði mér út. Það var enginn í garðinum, en allt í einu kom ég auga á ein- hverja manneskju, konu. sem kom frá garðhúsinu í hinum enda garðsins og horfði undr- andi á mig, um leið og hún gekk áfram og hvarf inn um dyr á fyrstu hæð. Ég gat ekki ímyndað mér að þessi kona væri Savalle, — hún leit út fyrir að vera um þrítugt, með dökkt hár og var í steingráum kjól með pokasniði. Á leiðinni niður til frú Mede nam ég staðar við stigann og horfði í kringum mig. Gesta- herbergin, herbergi frú Mede og herbergi Nicholasar, voru öll hinum megin við stigann. Mín megin var eitt lítið herbergi, fyrir utan mitt og svo líklega baðherbergi, en svo voru hvít- málaðar dyr við endann á stig- anum upp á þriðju hæð, og þær voru hálfopnar. Ég mundi nú eftir herberginu, sem lá eftir endilöngu húsinu. En svo kom ég auga á annan, mjóan stiga, sem lá upp að herberginu mínu og sá þá að það var hægt að komast upp bakdyramegin.... Þegar ég gekk niður stigann, heyrði ég að hurð var skellt. Það hlaut að vera hurðin við endann á stiganum, og ég hafði þá ónota- tilfinningu, að einhver væri að virði mig fyrir sér. Frú Mede hafði sett te á bakka handa okkur, og mér sýndist hún vera róleg. Það var ekki fyrr en ég settist andspænis henni að ég sá að svo var ekki, hendur henn- ar komu upp um hana. — Frú Danby fer klukkan þrjú, sagði hún. — Getið þér tekið að yður að sjá um kvöld- matinn? Það verður mjög ein- falt, það eru aldrei gestir, að- eins ég og Nicholas. — Já, það ætti að vera allt í lagi, ég get búið til mat, svaraði ég, dálítið undrandi. Hvar var Savalle? Gat það verið að hún væri ekki „komin heim“? Og orð frúarinnar: „aldrei gestir“. Hvers vegna lokuðu þau sig inni? Það var ekki undarlegt að Liam vildi búa annars staðar. — Tengdadóttir mín býr hérna. Þér hafið líklega heyrt skilaboðin, sem frú Danby kom með. En þér komið ekki til með að sjá hana oft, hún býr ein á þriðju hæðinni og borðar yfir- leitt þar. Fyrir þrem árum misstu þau einkadóttur sína, af slysförum. — Cheryl var aðeins fimm ára og féll úr rólu. Það var sorglegt, tautaði ég. Frú Mede hellti í bollana, eins og hún vildi þar með gefa til kynna að málið væri útrætt, því að hún skipti um samræðu- efni og fór að tala um starf mitt. — Þér þurfið ekki að gera neitt í dag, sagði hún, — en á morgun langar mig til að biðja yður um að aka mér til Meyer- bridge. Frú Danby hefur tekið til kaldan mat handa okkur. Þér borðið auðvitað með mér og syni mínum. Hún var ákaflega elskuleg, en einhvern veginn lagðist það illa í mig að sitja til borðs með Nic- holas. Ég var svolitið vonsvikin yfir að fá enga skýringu á því hvers vegna Savalle kaus það að vera í einrúmi, og þegar ég fór upp til að taka upp úr töskun- um, þá sló það mig að frú Mede hafði ekkert minnzt á þessa konu, sem var í garðinum. Þgear ég var búin að koma dótinu mínu fyrir, vissi ég ekki hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur, svo ég gekk niður í þorpið. Þar hitti ég frú Danby, sem kinkaði til mín kolli. Ég gat nú virt hana fyrir mér. Hryss- ingsleg kona, hugsaði ég, — frekar klunnaleg, með skollitt hár, sem var farið að grána, þunnar varir og hvasst augna- ráð. Að öllum líkindum vann hún verk sitt vel, það kom mér ekkert við ,en mér leizt ekki á hana. Ég kom við á vinnustofu Li- ams, — sem raunar leit út eins og kornmylla. Hann stóð við rennivélina og var að móta skál, og vinnusloppur hans var hul- inn ryki. Ég var hrifin af því hve léttilega hann formaði skál- ina. Hann hafði fallegar hendur, það höfðu reyndar báðir bræð- urnir, hugsaði ég. Þegar hann hafði lokið við að móta skálina, fór hann úr sloppnum og sýndi mér verk- stæðið. Hann kynnti mig fyrir ungum, feimnum manni, sem hét Alan Drake, og sagði að hann væri aðstoðarmaður sinn. Framhald á bls. 37. 31 tbl VTKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.