Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 31
FóiU getur dnt?snd cftir mústktnm oUUwc Jóhann G. Jóhannsson — Myndir þú trúa því et ég segði þér að ég hefði samið 200 lög? spurði Jóhann Jóhannsson mig ný- lega er við sátum að snæðingi á matsölustað í austurbænum, með það fyrir augum að ég festi á blað eitt og annað sem hann segði mér. Því átti ég bágt með að trúa, en hann kvað það engu að síður satt. — En, bætti hann við, — að vísu eru þau ekki nema nokkur sem ég gæti hugsað mér að nota, og þá jafnvel á hljómplötu. Þessar umræður spruttu út frá spjalli um Bítlana og þá einna helzt hina nýju plötu þeirra, sem þykir það lélegasta sem Bítlarnir hafa nokkru sinni látið frá sér. Ég hafði látið svo um mælt að það væri í rauninni ótrúlegt hve þessir dreng- ir, og þá sérlega Paul McCartney, gætu rutt úr sér af melódíum. Jóhann Georg Jóhannssön er bassaleikari og aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar Oðmenn, eins og allir vita, og hann er ( rauninni eini ís- lenzki hljóðfæraleikarinn sem hef- ur sett fram sína sannfæringu af miklum krafti og alvöruþrunga, eins og hann gerði í laginu „Spilltur heimur", en því hefur áður verið gerð skil hér í blaðinu. — Maður verður að hafa skoð- un, segir hann, — og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég láti mína skoðun í Ijós. Og úr því við erum farnir að tala um þessa plötu, þá vil ég segja það að ég er í raun- inni hissa á að hún hafi ekki selzt betur, þrátt fyrir að allir gagnrýn- endur hafa lokið miklu lofsorði á hana. Auðvitað má finna ástæður fyrir því, hún var til dæmis illa kynnt þegar hún heyrðist fyrst, og notuð var mjög léleg „kópía" sem gaf ekki rétta mynd af tóngæðum plötunnar. Platan er í stereo og verður að hlusta á hana þannfg. — Ég hélt sjálfur að „Komdu heim", lagið á baksíðunni yrði vin- sælla, en það hefur bara gott sem ekkert heyrst. Þó finnst mér það léttara, meira „commercial", ef svo má segja. — Jú, seinni platan okkar á að fara að koma, en ég vil engu spá um gengi hennar. Þegar hljómsveitin Oðmenn var endurreist í fyrrasumar, létu þeir félagar svo um mælt í viðtölum, að þeir ætluðu að breyta og móta tónlistarsmekk almennings, Hvern- ig hefur það gengið, er manni of- arlega ( huga. — Það hefur gengið hálf illa, segir Jóhann. — Við höfum haft Ktið að gera, en nú er það heil- mikið að lagast, enda erum við búnir að verða okkur úti um um- boðsmann, og strax fyrstu vikuna var gerður heilmikill skurkur ( at- vinnumálum okkar. Astæðuna fyrir því hversu lítið við höfum haft að gera tel ég aðallega þá að blaða- skrif um okkur hafa verið villandi; fólki hefur verið talin trú um að það sé ekki hægt að dansa eftir múslkinni okkar, sem er tóm tjara, og svo höfum við eitthvað haft þá umboðsmenn, sem hér éru eigin- lega allsráðandi, á móti okkur — hversvegna sem það er. — Nú höfum við horfið frá því að vera eingöngu með þá tónlist sem við viljum spila, við blöndum hinu inn í, en f upphafi vildum við, eins og þú varst að benda á, hafa áhrif á tónlistarsmekk almenn- ings, og það var vegna þess að við töldum okkur vera með eitt- hvað sem var frábrugðið og nýrra en það sem almennt var notast við á dansleikjum hér. — Ég tel að það hafi orðið okk- ur mjög til framdráttar að fá Revni Harðarson með í hljómsveitina, því hann er ekki einasta góður trommn- leikari, heldur og mikill músíkant á alla vegu. Við vorum að taka non sjónvarpsþátt nýlega, og þar flytj um við lag eftir hann, það fyrsta HEYRA MÁ Cþó tægra tdtíj OMAR valdimarsson ætlum við að gera eitthvað gott í A-moll, og svo verðum við að hafa hugann við það sem hver og einn er að gera; ef Reynir gerir eitthvað á trommurnar svarar Finnur — eða ég — því með einhverjum öðrum frasa og svo koll af kolli. Oft er- um við í svokölluðu tempóleysi, þegar við byrjum, en látum hlut- ina þróast rétt eins og þeir verða til. — í haust langar okkur til að fara út og hljóðrita LP-plötu, og þá hefðum við hug á því að taka upp eitt svona frelsi, alls óundir- búnir. Já, við myndum einfaldlega fara inn í stúdíóið með það eitt ákveðið að. þetta ætti að vera í þessari og þessari tóntegund og taka síðan upp ca. 10—15 mínútna langan bút. Staðreyndin er nefni- lega sú að það sem aðallega heldur þessari hljómsveit saman er löng- unin til að láta eitthvað liggja eftir. Það hefur oft verið nokkuð mjótt á mununum, hvort við ættum að hætta eða halda áfram, en það er sem sagt þessi löngun sem heldur okkur saman. Atvinnuleysið hefur náttúrlega lýst sér töluvert í pen- ingaleysi óg það fer aldrei vel ( skapið á manni. — Já, ég er mjög ánægður með hljómsveitina eins og hún er. Ég er að vinna með mönnum sem ég tel hæfasta á sínu sviði; ef við berum til dæmis Finn saman við aðra gítarleikara, þá komumst við að því að hann er ekki fyrir það að vera að gera hluti á sitt hljóð- færi sem eru fyrst og fremst til að sýna hraða og tækni, heldur tekst honum að töfra ótrúlega fall- egar melódíur fram, þannig að mað- ur er alveg dolfallinn, jafnframt því sem hann beitir tækni og sýnir hraða. Og eins og ég hef áður sagt, þá er Reynir mikill músíkant, sem ger- ir sér grein fyrir því að trommu- sett er ekki eingöngu rythmahljóð- færi, heldur er virkilega hægt að spila á það með alls kyns blæ- brigðum. — Ef síðari tveggja laga platan selzt vel getum við gert stóru plöt- una í haust, en það er okkur mjög mikið í mun. — Já, ég hef trú á að við eigum eftir að ná okkur á strik. Mér finnst undirtektir undanfarið hafa bent ( þá átt, og fólk er að gera sér grein fyrir því að það getur dansað eftir músíkinni okkar. ó. vald. sem hann hefur nokkru sinni sam- ið, en það er gott. Hann syngur það sjálfur — og svo syngjum við ' Finnur líka sitthvort lagið sem við höfum samið sjálfir. — Já, Finnur er farinn að semja töluvert, og hann gerir mjög góð lög. Fyrsta lagið sem hann samdi er raunar á síðari plötunni sem við tókum upp í London í vetur, og það er satt að segja svolítið snið- ugt hvernig það var til. Við lágum tveir á gólfinu heima hjá okkur og vorum að syngja, impróvíséra, inn á segulband. Fyrst söng ég kannske tvo kórusa og svo kom hann inn í á eftir, með það sem hann var með ( kollinum. Daginn eftir var ég svo að hlusta á þetta, og þá komst ég að því að það sem hann hafði verið að syngja inn var allt í beinu framhaldi hvað af öðru, jafnvel þó ég hefði sung- ið eitthvað annað inn í á milli, og þetta var í raun og veru lag. Svo þegar Finnur kom seinna um dag- inn, sagði ég honum að þarna væri sennilega komið ágætis lag — sem var síðar sett á plötuna. — Við höfum töluvert verið að fást við þetta, að impróvíséra eins og okkur dettur í hug,- nokkuð sem við köllum „frelsi". Þá byrjum við kannske á því að ákveða að nú LÍTIÐ EITT - 0G ÞÖ. Suður í Hafnarfirði er starfandi söngtríó, sem kallar sig Lítið eitt. Nafnið bendir til hæversku, enda eru meðlimir tríósins það allir, en aðalástæðan fyrir þessu nafni ku vera sú að þeir flytja lítið eitt af öllu. Enn sem komið er er Lítið eitt ekki ýkja þekkt, en það er okkar bjargfasta trú að meira eigi eftir að þessum piltum að kveða í fram- tíðinni, því þarna eru á ferðinni töluverðir hæfileikamenn. Þeir komu fram á þjóóðlagakvöldi í Tónabæ ( vor og gerðu mikla lukku — hreinlega stálu senunni frá listamönnum eins og Ríó-tríóinu og Þremur á palli. Sérlega athygli vakti útsetning þeirra og túlkun á hinu gaml- og góðkunna „Hafið bláa hafið", svo og lífleg sviðsframkoma. Ef ætti að bera þá saman við eitthvað annað, væri einna helzt hægt að segja að þeir væru nokk- urskonar sambland af Savanna-tríó- inu sáluga og Ríó-tríóinu, sem nú er að vinna að 12-laga plötu sinni, sem á að taka upp í Háskólabíói síðar ( þessum mánuði. Lítið eitt skipa þeir Steinþór Ein- arsson, sem leikur á kontrabassa og syngur hæstu raddirnar, Gunnar Gunnarsson, sem er örfhentur (sjá mynd) gítarleikari og syngur, og sá sem syngur bassann um leið og hann spilar af fingrafimi er Hreiðar Sigurjónsson. Er ekki úr vegi að benda hljómplötuútgefendum á að þarna er á ferðinni tríó sem hefur langt í frá sungið sitt síðasta. ☆ MÁNAR MEÐ NYJA PLÖTU. Næstu daga verður tekin upp önnur tveggja laga plata Selfoss- hljómsveitarinnar Mána, en eins og menn rekur minni til kom fyrsta plata þeirra út í byrjun þessa árs, og heppnaðist í alla staði prýðilega. Síðan það var hafa Mánar fengið sér nýjan trommuleikara, Ragnar Sigurðsson, sem áður lék með Kútt- er Max, en frá því hefur áður verið sagt hér í blaðinu. Lögin verða bæði eftir Olaf Þór- arinsson, gítarleikara hljómsveitar- innar, en hann ku vera nokkuð af- kastamikill lagasmiður. Við hittum hann að máli ekki alls fyrir löngu, og spurðum hann um það sem efst væri á baugi hjá hljómsveitinni. Það er náttúrulega platan, sem hefði í rauninni átt að taka upp fyrir löngu, en það fékkst bara ekki stú- díótími fyrir okkur fyrr en nú. Eftir að upptöku lýkur bíðum við svo eftir því að hún komi út, og éq reikna með að við höldum okkur hér fyrir austan að mestu leiti. — Jú, okkur hefur svosem dottið í hug að fara á flakk eins og eitt sumar, en þá kemur upo. nokkuð stórt vandamál: Við Björn, (orgel- leikari og bróðir Olafs) rekum hér fyrirtæki, bílasmiðjuyfirbyggingar, og Smári bassaleikari vinnur hér hjá okkur, þannig að ef við færum eitt- hvað á flakk myndi fyrirtækið stöðv- ast algjörlega. — Við vorum þarna á SAM-komu í Glaumbæ snemma í vor, og ég verð að segja að viðtökurnar voru margfalt betri en ég bjóst við. Við höfum svo eitthvað, að minnsta kosti einu sinni, verið í bænum í sumar, en það er nú mest fyrir framkvæmdaleysi að við höfum ekki gert meira af því. En hér fyrir austan höfum við það gott — og hingað til höfum við aldrei þurft að láta i minni pokann fyrir hljómsveitum sem koma hér til að halda ball „á móti'' okkur. — Raggi (trommari) hefur orSiS til þess aS viS höfum vaknaS af einhverjum dvala, sem mér fannst viS vera í, og nú æfum viS af mikl- um áhuga. Ég tel aS hæfari mann hér á landi hefSum viS ekki geta fengiS til samstarfs viS okkur. Hann syngur ágætlega, að vísu verður ör- lítið að velja fyrir hann lögin — en veiztu um einhvern sem getur sungið hvað sem er? — Fleiri lög eftir mig? Ja, ég er með heilmikið af bútum og stefum sem ég legg fyrir hina, og ef þeim líkar við það þá held ég áfram og fullvinn efnið — annars hendi ég því eða reyni að gleyma. Sjálfur hef ég ekki heyrt í Mánum síðan um áramót, svo ég vil engan dóm leggja á það sem þeir eru að fást við, en kunningi minn á Selfossi segir mér að þeir hafi vaxið mjög að vinsældum þar eystra undanfar- ið, og að sennilega hafi Mánar aldrei verið vinsælli en einmitt nú. Það getur ekki verið venjuleg hljóm- sveit sem heldur heilli sýslu, og vel það, ánægðri f meira en fjögur ár. ☆ 30 VIIÍAN 31-tbl- 31. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.