Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 26
lí / Æ, kæri vinur, það eru til tvenns konar óþægindi í þessari veröld, sem ég vona að þú þurfir aldrei að reyna: Annað er skortur á vatni, hitt kvenmannsleysi.. Hún var sannarlega hressileg stelpa, kannski dálítið dýrsleg, en glæsileg. Ástleitnin skein úr augum hennar, munnurinn var ævinlega hálfopinn ... tveggja í senn fast og milt, — það var eins og hún væri af hvítum kynstofni, en hefði dökknað í sól negranna. Hún hrópaði: — Farðu burt! Rödd hennar var ósköp venjuleg, en með einkennilegu gómhljóði og dá- lítið kröftug eins og stúlkan virtist öll vera. Ég hreyfði mig ekki. Hún hélt áfram: — Það er ekki fallegt af herranum að vera þarna. R-ið rúllaði í munnin- um á henni, eins og skröltandi vagn. Ég hrevfði mig ekki. Höfuðið hvarf. Það liðu rúmlega tíu mínútur. Þá birtist aftur hár hennar, síðan ennið, þá augun, — hægt og varfærnislega. Nú virtist hún vera orðin dálítið æst. ITún hrópaði: — Þér gerið mig vitlausa, af því að ég kemst ekki í land fyrr en þér eruð farnir. Þá stóð ég á fætur og gekk leiðar minnar,' en gat þó ekki stillt mig um að líta við öðru hverju. Þegar lnin áleit, að ég væri kominn nægilega langt í burtu, steig hún upp úr vatn- inu, hnipraði sig saman, sneri í mig bakinu, tók á sprett og hvarf bak við klett. Þar hefur hún sennilega geymt fötin sín. Daginn eftir fór ég aftur niður að ströndinni. Hún var þar, en að þ'essu sinni klædd baðfötum. Þegar hún sá mig, fór hún að hlæja. Það skein í stórar og hvítar tennur hennar. Eftir átta daga vorum við orðin góðir vinir. Og átta dögum þar frá vórum vúð orðin ennbá betri vinir — og meira en bað! Hún hét Marroca. Hún bar nafnið fram eins og það væri stafað með fjórtán r-um. Hún var dóttir spænskra innflytjenda. Hún var gift frönskum manni að nafni Portiabéze. Hann starfaði í þjónustu ríkisins. Mér varð aldrei lióst í hverju starf hans var fólsrið. En é? skikli, að hann átti miö" annríkt, og í sjálfu sér þurfti ég ekki að vita meira um hann! Það leið ekki á löngu, þar til hún brevtti baðtímum sínum. bví að á hverium degi eftir hádegið fékk hún sér siesta lieima hjá mér. Og hvílíkar stundir! Hún var sannarlega hressileg stelna. kannski dálítið dýrsleg, en glæsileg. Astleitnin skein úr augum hennar, munriurinn var ævinlega hálfopinn. — iafnvel bros hennar vitnaði um eitt- hvað ótamið og ástríðufullt. Brjóst hennar voru eilítið útstæð og svo þrýstin, að það var eins og stálfjaðrir væru í þeim. Hún minnti mig á hinar ljósfælnu gyðjur fornaldarinnar, hverra ást blómstraði eins og runni. Gáfur hennar voru eins einfaldar og tvisvar sinnum tveir eru fjórir. Hún batt endi á allar rökræður með smitandi hlátri sínum. Það leyndi sér ekki, að hún vissi vel af fegurð sinni. Hún gekk frjáls- lega um húsið mitt án hinnar minnstu blygðunar. Þegar hún að lokum var orðin mett af ástinni og þreytt á at- lotum og áköfum faðmlögum, sofnaði lnin við hlið mér og svaf þungt og kyrrt, meðan hitinn á dökkri lnið hennar lokkaði fram litlar svitaperl- ur. Þar sem hún Iá með armana undir höfðinu, barst mér sætur ilmur frá ungum líkama liennar. Þegar maður hennar gegndi þjón- ustu, ég veit ekki hvar, kom hún æv- inlega til mín. Þá lögðumst við út í garðinn og sveipuðum um okkur þunnum og mjúkum austurlenzkum teppum. Þegar hinn voldugi ttiáni Austur- landa kom upp og skein yfir staðinn og klettana umhverfis, sáum við heil- an herskara af hljóðum verum, sem voru eins og draugar, og lágu í görð- unum í húsunum umhverfis okkur. Stundum sáum við þær standa upp og færa sig úr stað, en leggjast síðan aftur undir hinn kyrra og lýsandi himin. Þrátt fyrir hin stjörnubjörtu afrík- önsku kvöld, var Marroea nakin i tunglsljósinu. Hún kærði sig kollótta um hin mörgu augu, sem nú gátu séð okkur og þrátt fyrir bænir mínar og mótmæli upphóf hún í kyrrð nætur- innar gáskafullar viðræður með há- værum hlátri, sem vakti meira að segja hundana. Kvöld nokkurt þegar ég svaf undir alstirndum himninum, laut hún yfir mig og hvíslaði: — Þú verður að koma heim til mín einu sinni. Ég skildi ekki við hvað hún átti. — Heim til þín? spurði ég. — Já, einhvern tíma, þegar mað- urinn minn er ekki heima. Ég gat ekki varist að lýsa óánægju minni og setti upp skeifu. — En hvers vegna það? Þú hefur það gott hérna. Hún svaraði og kom svo nærri mér, 26 VIKAN 31tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.