Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 36
★ SUMARIÐ ER KOMIÐ ★ NJÓTIÐ HVERS EINASTA DAGS. ★ 0. b. HJÁLPAR YÐUR TIL ÞESS. 0. b. NORMAL - 0. b. PLUS - 0. b. EXTRA. 0. b. ER NOTAÐ INNVORTIS. KristiáBssen h.1. 12800-14878. Blökkumaðurinn sem er borgarstjóri Framhald af bls. 11 eí' prófessorarnir hefðu komizt að því. En við græddum svo- lítið á hverjum kappleik, og einhvernveginn urðum við að vinna íyrir mat! Við gátum ekki skrifað heim eftir vasa- peningum. Skólaveran var erfið, þótt ríkisstyrkurinn nægði fyrir skólagjöldunum. Hann setti viarlrið hátt. Hinn ungi Carl átti langa og eríiða skólagöngu. Móður hans langaði til að veita hon- um meiri menntun, eftir að skyldunámi lauk, en hann varð fljótlega að hætta í skóla, vegna þess að ekki voru ráð til að halda hann þar. Dreng- urinn varð að vinna sitt til að framfleyta fjölskyldunni, svo hann tók sér vinnu hjá múr- arafyrirtæki. Þegar hann var átján ára, og nægilega gamall til að þjóna föðurlandi sínu, fór hann til Þýzkalands, þar sem lokaþáttur stríðsins var í full- um gangi. Það varð upphafið. Félagar hans í hernum komu að þeirri lmgsun hjá honurn, að halda áfram að afla sér menntunar. Ilann hafði safnað svolítilli peningaupp- hæð og stjórnin veitti nokkra styrki til þeirra, sem vildu halda áfram skólanámi, eftir stríðið. Hann hætti sem lið- þjálfi og fór í East Tech há- skólann og þaðan lauk hann prófi í júní 1947. Þá hafði hann ekki hugsað sér néitt í þá áttina að gera stjórnmál að ævistarfi sínu. En tveim árum síðar komst hann í kynni við stjórnmála- baráttuna. I kosningunum fylgdi hann einum frambjóð- andanum frá einum ræðu- stólnum til annars. Carl var nefnilega bílstjórinn hans! Og á bak við þetta bílstýri tók hann örlagaríka ákvörð- un. Hann ætlaði að snúa sér að stjórnmálum fyrir alvöru. Hann ætlaði ekki að gefast upp fyrr en hann yrði borgar- stjóri í fæðingarborg sinni. Þá voru fáir, sem þekktu betur vandamál borgarinnar. Hann var sjálfur uppalinn við þau! Hann var einn úr hinum vaxandi minnihlutaflokki. Hann vissi hvað sultur og at- vinnuleysi var. Og hann hélt sig vita hvernig bezt væri að ráðast á þau vandamál. En ennþá var langt í land. Hann varð að fá betri mennt- un, hann varð að fara aftur í háskóla. Það gerði hann líka og tók til við lögfræði við há- skólann í Minnesota. Það var þá, sem hann bætti tekjur sín- ar með því að sýna box á bör- um í blökkumannahverfinu, en um helgar vann hann fyrir sér sem þjónn í járnbrautar- lest, til og frá Minneapolis. Hann er vmnuþrœll Hann hvarf aftur til Cleve- land í lok fimmta tugarins og setti upp lögfræðiskrifstofu með Louis bróður sínum, Stokes & Stokes. Árið 19G2 varð hann fyrsti þeldökki full- trúi á löggjafarþingi Ohio fylkis. Þar sat hann, þar til hann var kjörinn borgarstjóri í nóvember, árið 1967. Hann var endurkjörinn í fyrra, eftir mjög eftirtektarverðan feril í starfi. — En ennþá er margt ógert, segir Stdkes. — Eg þarf 8—10 ár, til að ná þeim árangri, sem ég hefi sett mér og ætla ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Takmark hans er að skapa borg, þar sem engin fátækra- hverfi þekkjast. Ilann ætlar að berjast gegn aukinni glæpastarfsemi í Cleveland. Hann ætlar að hreinsa til í gömlu hverfunum og byggja íbúðarbldkkir og skrifstofu- byggingar og hann ætlar að láta til skarar skríða í meng- unarvandamálinu, sem gerir Cleveland að einni af fimm óhreinustu borgum í Banda- ríkjunum. Áætlanir hans hafa vakið mikla athygli, jafnvel fyrir utan Bandaríkin. Vinnudagur hans er óendan- legur, sumpart vegna þess að hann vill sjálfur vinna að mestu vandamálunum, treyst- ir ekki öðrum til þess. Og þau mál, sem hann hefir á hjarta, eru óendanleg. Á skrifborði han liggur bibl- ía í fallegu, bláu skinnbandi og myndir af konu og börnum hanga á veggnum á móti. Sím- inn er grænn og silfursleginn og hann er notaður óspart. Blaðamenn eru stöðug plága og hann reynir að losna við eins marga af þeim og mögu- legt er. Ilann reykir mikið, að minnsta kosti 12 vindla á dag, en ennþá hefir engum blaða- Ijósmyndara heppnazt að taka mynd af honum með vindil i munninum. — Feitur maður með feit- an vindil í munninum, er uppáhald skopteiknara, segir hann. — Þeir njóta þess að teikna og taka slíkar myndir af stjórnmálamönnum. Eg vil ekki komast í þann hóp. En hann segir ekki að góðir vindl- ar með fínu merki er stöðu- tákn kvnbræðra hans. Hann er mjög nákvæmur í háttum og vali fatnaðar. Hann er alltaf hæverskur og mjög aðlaðandi. Hann veit að ÞJóta þotur NOTIÐ hraðferðir Loftleiða heim- an og heim. þrjátíu þotuferðir á viku til Evrópu og Ameríku. NJÓTIÐ hagkvæmra greiðslukjara Loftleiða. NEYTIÐ góðgætisins, sem fram- reitt er í Loftleiðaferðum. WFTLEIDIR 86 VIKAN 31-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.