Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 9
DJALMA SANTOS. Þrjátíu og sjö ára gamall lék hann í sinni síðustu heims- meistarakeppni árið 1986. ekki. Lev Yashin markvörður hefur eflaust komist næst því allra markvarða að vera alfull- kominn í sinni stöðu.' Bakverð- irnir Santos og Facchetti eru mjög ólíkir í leik. Hinn fyrr- nefndi frekar af gamla varnar- skólanum, en hinn síðarnefndi af nýja skólanum. Með sína stór- kostlegu spretti fram kantinn og alltaf stórhættulegur er hann nálgast mark andstæðinganna, en þetta myndi kosta það að Charl- ton léki ekki sem vinstri út- herji, heldur sem tengiliður eins og hann hefur gert í nokkur und- anfarin ár. Og hvilíkir tengilið- ir yrðu ekki í þessu liði, er þeir Beckenþauer og Di Stefano á- samt Charlton myndu byggja upp spilið. Að baki þeirra myndi FERENC PUSKAS. Lék 84 landsleiki mes ungverska landsliðinu og gerði með því 85 mörk, flest þeirra með hinum fræga vinstra fæti. Flúði land eftir upp- reisnina í Ungverjalandi árið 1956 og Iék eftir það mcð Real Madrid á Spáni. MM BILLY WRIGHT. Lék 105 landsleiki með enska landsliðinu, þar af 90 sinn- um r"'m fyrirliði. STANLEY MATTHEWS. Arið 1965 báru Yashin og Puskas hann á herðum sér af leikvelli, þá rúmiega fimmtugan, eft.ir að hann lék sinn síðasta leik. hinn rólegi Bozsik stjórna vörn- inni og að baki hans yrði Billy Wright, eins og klettur, sem nú- tíma „sweeper“. I framlínunni myndu tveir af beztu leikmönnum í sögu knatt- spyrnunnar — Pele og Puskas sjá um markaregnið, eftir frá- bærar sendingar frá Stanley Matthews á hægri kanti, en hann sá um að skapa marktækifæri fyrir mun ófrægari menn um rúmlega þrjátíu ára skeið. Þá er það ekki ótrúlegt að þeir Di Stefano og Charlton myndu skapa sér marktækifæri og þá yrði vart spurning um áfram- haldið. Og hvað vildu menn ekki borga fyrir það i dag að sjá þá Puskas og Di Stefano leika sam- an aftur og verða vitni af hinni ótrúlega nákvæmu samvinnu þeirra, svo frábærri að oftast var sem þeir stjórnuðust af sama heila. En á móti hverjum ætti þetta lið að leika? Trúlega mun það aldrei leika saman, en þeir ell- efu leikmenn, sem lentu i 12.— 22. sæti myndu örugglega veita þeim harða keppni í leik, en ,,B“-liðið yrði þannig skipað: Gordon Banks, Englandi; Nilton Santos, Brasilíu; Karl-Heinz Schnellinger, V-Þýzkalandi: Jos- ef Masopust, Tékkóslóvakíu; Ernst Ocwirk, Austurríki; Bobby Moore, Englandi; Garrincha, JOSEF BOZSIK. Lék 100 landsleiki í ungverska landsliðinu, m.a. hinn fræga leik er þeir unnu Englendinga árið 1953 með 6-3. Brasilíu; Didi, Brasilíu; Euse- bio, Portúgal; George Best, N- írlandi og Gento, Spáni. Þó enginn leikmannanna hlyti 100% atkvæðamagn, en þaðgerði ákvæðið um að fréttamennirnir máttu ekki velja samlanda sína, voru þeir ellefu fyrstu, kosnir með yfirgnæfandi atkvæðum. „Svarta Perlan" frá Brasilíu, Pele, hlaut flest atkvæði, eða 76, en Yashin (69) og Di Stefano (68) fylgdu fast á eftir. Allir nema fjórir leikmannanna hlutu helming atkvæða í réttar stöð- ur. Enginn fréttamannanna valdi ,,Draumaliðið“ alveg eins og það var endanlega skipað, en sá er komst næst því var Moshe Ag- mon frá ísrael, er valdi tíu leik- menn af ellefu, þar af átta þeirra í réttar stöður. BECKENBAUER. Yngsti mað- urinn í þessu liði, aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall. PELE. Hefur leikið um 90 landsleiki með brasilíska landsliðinu. Myndin hér að neðan er tekin á Aztec-leik- vanginum, eftir að hann hafði tekið á móti sínum þriðju gullverðlaunum í heimsmeistarakeppninni. GIACINTO FACCHETTI. Hefur leik- ið með Inter-Milan um tíu ára skeið. Fyrirliði ítalska landsliðsins, er hlaut silfurverðlaun í Mexico fyrir skömmu. 31 tbl VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.