Vikan


Vikan - 30.07.1970, Side 33

Vikan - 30.07.1970, Side 33
heilmikið eftir að ég tók við störfum á skrif- stofu föður míns. Tvö ár var ég í Bandaríkj- unum. Við höfum opnað útflutningsdeild þar. Ég hef ekki þurft að kvarta um peninga- leysi. — Úr því þú hefur peningana, þarfnastu ekki annars en góðrar konu, sagði ég glettn- islega. —■ Ég hef trúlofað mig þrívegis, svaraði hann dapurlega, en setti undir eins upp glað- legri svip og við hlógum bæði. — Fólkið mitt er með hjartað í buxunum út af því, að ég skuli einmitt nú vera á ferða- lagi utanlands, sagði ég. — Einmitt nú? endurtók hann. — Æ, — þú átt við svona fljótt eftir dauða pabba þíns. En. . . . — Nei, ég á ekki við það, heldur ástandið í alþjóðamálum. Rupert kallaði aftur á þjóninn og bað um reikninginn. — Þú skalt ekki taka alltof mikið mark á því, sem blöðin skrifa, Magga, sagði hann þurrlegum rómi. — Þau gera oftast of mik- ið úr hlutunum. Ég skal ábyrgjast, að þér á eftir að þykja Ungverjaland dásamlegt land. Þar eru fallegustu konur í heimi. . . . — - Ekki hef ég beint áhuga á því. Nei, en ég er viss um, að þér á eftir að líka maturinn vel, og svo er það öll sígauna- músikkin. Og svo fæst svo margt fallegt í búðunum. Blaðamennirnir skrifa bara um skuggahliðarnar og ýkja allt. En þeir þurfa að vinna fyrir mat sínum eins og aðrir. — Eru það þá tómar ýkjur, þetta sem sagt er um ástandið í Þýzkalandi? Eða í Austurríki? Svona, svona, Magga, sagði hann ró- andi og taldi peningana fyrir þjóninn. — Ég hef ekki neina ótrú á Austurríki. Ég veit vel. . . . Hann lækkaði róminn. — Ég veit vel, að Hitler gengur stundum of langt, en þú verður að viðurkenna, að hann hefur sameinað Þjóðverja. Þar var allt á ringul- reið áður en hann kom til sögunnar. Mér varð hugsað til flóttamannastofnun- arinnar og þess dapurlega fólks, sem starf- aði þar við að frelsa meðbræður sína frá kúgun. — Ég veit vel, um hvað ég er að tala, sagði ég. •— Ég hfef unnið hjá flóttamanna- stofnun. Þú ættir einhvern tíma að koma þangað og sjá bréfin, sem þangað koma. Þetta fólk lifir í dauðans angist.. . — Júðarnir hafa alltaf verið skíthælar, svaraði Rupert. — Æitlarðu að vera fasisti á fullorðinsár- unum, Rupert? Það sló á þögn aftur. Enda þótt hávaðinn í lestinni yfirgnæfði mest af því sem ég sagði, voru þarna margir, sem virtu okkur fyrir sér af forvitni. Þjónninn stóð einnig kyrr og góndi á mig. Svo rak Rupert snögglega upp hlátur og ýtti álitlegri upphæð af drykkjupeningum að þjóninum. Auðvitað er ég það ekki, Magga, sagði hann. - Heldur raunsær, það er allt og sumt.. Annars skil ég ekki, hvers vegna við erum að ræða um þetta. Við er- um á skemmtiferðalagi, ekki satt? En eitt vil ég segja þér: Það verður ekki stríð. Hitler mundi ekki áræða slíkt og þvílíkt. Við Eng- lendingar höfum sterkan flota. Ég held, að allt þetta stríðstal sé ekki annað en bolsi- viskur áróður. Rupert hafði ævinlega verið einn af þeim, sem sáu Rússa í hverju horni. En ég var ekki í þeim hópi. Til að komast hjá frekari um- ræðum um þetta stóð ég nú upp frá borð- inu, og Rupert fylgdi mér til klefa míns. Ég fann, að hann beið eftir, að ég byði sér inn fyrir, en enga löngun hafði ég til þess. Ég tók eftir, að hann hafði fyllt vas- ana á litsterkum jakkanum með alls kyns dóti. Lítil flaska stóð upp úr öðrum þeirra, og svört minnisbók gægðist upp úr hinum. En ég hafði ekki í huga að drekka meira með honum. Hann bauð stuttlega góða nótt og hvarf. Ekki sá ég hann framar í þessari ferð. Ég hafði bersýnilega sármóðgað hann. Hann gat ekki tekið mótlæti af karlmennsku. Það var sannarlega skemmtilegt að koma til .Budapest, höfuðborgar Ungverjalands Rupert hafði ekki ýkt neitt í því tilliti. Fólk- ið var kátt og vingjarnlegt og maturinn ágætur. í fyrsta sinn í tólf ár þyngdist ég, enda sparaði ég hvorki við mig í mat frem- ur en öðru, því peninga hafði ég næga. Nú með fréttum, og Ungverjar ræddu ekki um stjórnmál. Þeir virtust vera áhyggjufullir, og það hafði að vissu leyti ill áhrif á mig, því ég fann á mér, að eitthvað ógnvekjandi dyldist á bak við alla friðsemdina. Svo kom dagurinn, sem ég fór til Bohany- Utca ,og nú varð mér ljóst, að þetta var hverfi efnaðra Gyðinga í Budapest, og þar var stórt Gyðinga-samkunduhús. En af einhverjum ástæðum var ég nú þangað komin, og sagt ungfrú ungfrú Tuck- er, að ég væri á leiðinni. Ég gekk um nokkr- ar götur og skoðaði mig um. Allt sýndist bera vott um velmegun og hagsæld. Ekki var að sjá óttasvip á nokkurri manneskju. Þetta var Ungverjaland en ekki Þýzkaland. Þegar ég ætlaði að snúa við, flaug mér í hug bréfið, sem var sent til V & S og ég ákvað að líta sem snöggvast á húsið, úr því var um að gera að kynnast sem flestu og skemmta sér. Það undraði mig, hversu margir töluðu ensku, og starfsfólkið á hótelinu var sér- lega vinsamlegt í minn garð og leiðbeindi mér á ýmsa lund. Þegar leið að lokum veru minnar þarna í borginni tók ég að undirbúa ferðina til Balaton-vatnsins. Fram til þessa hafði ég haft um annað að hugsa en Rupert, en einn daginn settist ég inn í veitingahús, lét fara vel um mig yfir kaffi og kökum og tók að hugleiða fund okkar Rupert í lestinni og umræður okkar um stjórnmál. í þessu frið- samlega hverfi var erfitt að hugsa sér, að óskemmtilegir hlutir væru að gerast handan næstu landamæra. Þar sem ég skildi ekki ungversku, gat ég ekki lesið blöðin og fylgzt ég var komin á staðinn. Það tók mig tals- verða stund að finna húsið ,því þarna í Bo- hany-Utca talaði enginn ensku. En ég fann húsið í hliðargötu, og það stóð autt. Gegnum skítuga glugga sá ég auða stofu með nokkrum húsgögnum, sem voru liðuð í sundur. Þetta hafði óþægileg áhrif á mig. Það leit helzt út fyrir, að ungfrú Tucker hefði sent bréfið áfram, ættingjarnir tekið við sér og fjölskyldan væri nú komin til Englands. En þetta hlaut þá að hafa gerzt í miklum flýti. En ég gat ekki sætt mig við þessa skýr- ingu. Ég fékk gæsahúð þarna þrátt fyrir júlíhitann, veifaði á leigubíl og flýtti mér burt, bað bílstjórann að aka til Carlton á Dónárbökkum. Framhald á bls. 5Ó. st.tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.