Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 47

Vikan - 30.07.1970, Síða 47
Eftir stríðið hafa þorpsbúar verið gagnrýndir fyrir að leikur þeirra sé mengað- ur Gyðingahatri, en leiktextanum hefur ekki verið breytt. ■ifa- „Hósanna, blcssaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins, ísraelskon- ungurinn!“ Píslarleikurinn hefst klukkan hálfníu með því að Kristur ríður á asna inn á sviðið í leikhús- inu, en það svið mun eitt hið stærsta í heimi. Kristur er leikinn af dr. Helmut Fischer, þrjátíu og sjö ára gömlum málafærslumanni, Um eitt þúsund og sjö hundruð þorpsbúar tak?. þátt í leiknum, sem mun vera heimsins mesta leikmannafyrirtæki af þessu tagi. „Það er hann, sem ég gef bita þann, er ég dýfi í.“ Þannig kvaðst Jesús ætla að gefa lærisveinum sínum til kynna, hver þeirra sá væri er sviki hann. „Og eftir þann bita fór Satan inn í liann,“ hermir skriftin. Gekk Júdas síðan út að bragði, enda hefur varla andað mjög hlýtt til hans í hóf- inu eftir þetta. Svikarinn er annars leikinn af Martin VVagner, mynd- höggvara. 4 Hin síðasta kvöldmáltíð í Oberam- mergau. Júdas er lengst til vinstri á myndinni, en þeir Jóhannes og Pét ur sitja sinn til hvorrar handar meist- ara sínum. Jóhanncs er lcikinn af Rolf Zigon, tuttugu og eins árs göml- um stúdenti, en Pétur leikur Hermann Haser, tæplega sextugur viðarmynd- skeri. Við fyrri uppfærslur leiksins fór hann með hlutverk Nikódemusar. „Og hann gekk út og bar kross sinn til svokallaðs Hauskúpu- staðar, sem nefnist á hebresku Golgata.“ Þessi mynd er frá þeim þætti píslarleiksins í Oberammergau, er Jesús hnígur niður undir krossinum. Maðurinn í ljósu togunni á miðri þessari mynd er Pílatus, nýbúinn að framselja Gyðingum Jesús til krossfestingar. 31. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.