Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 7
það ef satt) og þegar við erum í leikjum þá vilji hann elta mig. Á ég að segja honum satt að ég sé hrifin af honum eða á ég að láta hann segja mér skoðun sína eða erum við of ung? Við erum þrettán ára. Ég vona að þú getir lesið þetta hrafnaspark en annars, hvað sérð þú út úr skriftinni? Þakka síðan fyrir allt gamalt og gott. K.G. P.S. Hvernig passa tvíburarnir og krabbinn saman? Helzt er að skilja að drengur- inn sé eitthvað smáhrifinn afþér, en líklega feiminn og reyni að breiða yfir það með striðninni. Hvort heppilegt er fyrir þig að segja honum hvað þú hugsar er erfitt um að segja; livað það snertir varðar miklu hversu per- sónugerð hans er. Ef þessi áhugi ykkar hvort á öðru er eitthvað meira en smábóla, þá ætti livort- eð er að ganga saman með ykk- ur áður en langt um líður, ann- aðhvort að hans frumkvæði eða bara smátt og smátt og ósjálf- rátt, eins og er svo algengt. — Jú, þið eruð nokkuð ung, og einnig þessvegna er ekki nema rétt að taka þetta heldur rólega. Skriftin er ekki snotur, en mjög skýr og læsileg og vitnar frek- ast um dugnað og hneigð til at- hafna. Fólk úr tvíbura- og krabba- merki á yfirleitt ágætlega sam- an. Róttæka kvöldvakan Kæri Póstur! Mér datt í hug að skjóta að þér fáeinum orðum, ég sé hvort sem er að í þínum dálkum virð- ast öll hugsanleg áhugamál milli himins og jarðar komast að. Nú er það þannig með mig að ég er hvorki skotinn í strák (ég er karlkyns) eða stelpu, þótt ég geti vel þolað bæði kyn í kringum mig, að minnsta kosti ef þetta er heldur skemmtilegt fólk. Þannig var það til dæmis á listavökunni, sem ung skáld og söngvarar héldu í Norræna húsinu rétt fyrir listahátíðina. Þarna voru lesin upp ljóð og úr ritverkum, og sungnir baráttu- söngvar sem sumir að minnsta kosli voru mjög nýstárlegir og merkilegir hvað snerti bæði lag og texta. Aðgangurinn var ó- keypis, og fannst mér það raun- ar furðulegt, ég hefði miklu frekar viljað borga mig inn á þetta en einhverja simpla bió- mynd. En ég er mest hissa á því að ég hef ekki orðið þess var að neitt blaðanna hafi minnst á þetta listakvöld einu orði. Ég vil þó fullyrða að sumt. sem þarna var flutt, hafi ekki verið síðra efni en sumt af því sem boðið var upp á á þessari merki- legu listahátíð, sem var blásin upp úr öllu valdi í blöðum og sjónvarpi og útvarpi. Að minnsta kosti heyrir efnið, sem unga fólkið flutti þetta kvöld, allt til nútímanum og er orðið til í því skyni að gera betri þennan heim, sem við lifum í. Var það kannski vegna þess að þetta listafólk var róttækt, að engin blöð þorðu að minnast á þetta? Gæti Vikan ekki birt eitthvað af þessu efni, sem þarna var flutt, eða eitthvað svipað? Hún er þó ekki undir hælnum á neinum stjórnmála- flokknum og ætti því að geta verið öllum opin. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, XZ. Ekkert vill Pósturinn fullyrða um ástæðiir hinna blaðanna, sem ekkert birtu frá þessari lista- kvöldvöku unga fólksins rót- tæka; því verða þau sjálf að svara. En Vikan er, eins og þú víkur að, laus við pólitíska for- dóma og vön að ljá rúm efni af allrahanda uppruna. Módelsamtökin Kæri Póstur! Ég er ein af lesendum Vikunn- ar og langar til að skrifa þér nokkrar línur, sem ég vona að lendi ekki í ruslakörfunni. Og vona að þeim spurningum, sem ég spyr, verði svarað án útúr- snúninga. Þá koma spurningarn- ar: 1. Er fólk sem er í Módelsam- tökunum tízkusýningarfólk? 2. Komast allir í Módelsam- tökin? 3. Þarf einhverja sérstaka kunnáttu? 4. Til hvers á að snúa sér? 5. Hvað kostar? Þá eru það ekki fleiri spurn- ingar í þetta sinn, jú, kannski tvær. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Fyrirfram þökk, Ein sem hefur áhuga á að ger- ast tízkusýningardama. Svörín við tölusettu spurning- unum eru á þessa leið: 1. Já. 2. Já, að því tilskildu að þær séu ekki undir 170 sentimetrum á hæð og hafi verið þjálfaðar til sýninga. 3. Já, þjálfun sem sýningar- stúlka og að hafa tekið inntöku- próf í Módelsamtökin. 4. Módelsamtakanna. 5. Inntökugjald er, ön varð- andi það gefa Módelsamtökin sjálf nánari upplýsingar. Skriftin er stafastór og klunna- leg, en stafsetningin hinsvegar með ágætum. BlLAHLUTIR I fllSTAK CIKDIR tllA. prestolite Kerti Straumlokur Alternatorar Háspennukefli og margt fleira Kristinn Guðnason hf. Klapparstfg 27 . Sími 22675 SÁ BEZTI REYNIÐ RUSKOLINE KRYDDRASP crumb dressing FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN. HEILDSÖLU3IRGÐIR: JQHN LINDSAY H.F. SÍMI 26400 GARÐASTRÆTI 38, R. 3l.tbl. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.