Vikan - 04.02.1971, Qupperneq 6
dreýmdi
Huldukona
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera ráðskona á
sveitabæ, þar sem ég kannaðist
ekkert við mig. Landslagið þarna
í kring var ákaflega fallegt; há
fjöll, með ofurlitlum snjó í hlíð-
unum og fallegir dalir. Allt í einu
fannst mér ég vera komin upp í
fjall og farin að tína hrútaber i
plastpoka, og áður en ég vissi af
var ég komin yfir í aðra brekku,
þar sem blöstu við mér skartgripir,
aðallega eyrnalokkar úr silfri og
gulli. Mér leizt vel á þetta og
langaði til að taka eitthvað af þess-
urn skartgripum heim með mér. Þó
fannst mér ég ekki mega það, en
tók engu að síður upp tvenna
eyrnalokka og bað Guð um leið
að gefa mér leyfi til að gera það.
Allt í einu opnaðist gluggi í
jörðinni rétt hjá mér, og rödd
sagði: „Láttu þetta vera, ég á
þetta!" Mér fannst það vera huldu-
kona, sem sagði að ef ég ekki léti
skartgripina í friði þá myndi mér
verða hegnt. Eg varð ofsalega
hrædd og fór.
Vonast eftir ráðningu sem fyrst,
kær kveðja.
Ein af austan.
Þessi draumur bendir til þess
a8 þú sért í vafa um hvort þú eigir
a8 leggja út í ákveðið fyrirtæki, en
þér ætti að vera það fullkomlega
óhætt, því þér á eftir að ganga það
vel. Að dreyma hulndufólk er yf-
irleitt fyrir hamingju og velgengni.
Eig;naSist stúlku -
tvisvar
Kæri draumráðandi!
Fyrir stuttu dreymdi mig að ég
væri að vinna í matvörubúð, en í
rauninni er ég í skóla. Mér leið
svo illa að ég fékk að fara heim
og er þangað kom fór ég beint
inn í herbergið mitt. Eftir stutta
stund kallaði ég þó í mömmu og
sagði henni að ég væri búin að
eignast litla stúlku. Mamma varð
vitaskuld ekkert of hrifin, því éq
er aðeins 14 ára. Ég fór þá að
hugsa um hver væri faðirinn og
komst að þsirri niðurstöðu að hann
væri strákur sem ég var með fyrir
skömmu.
I nótt dreymdi mig aftur að ég
6 VIKAN 5- tbi.
væri búin að eignast litla stúlku.
Allan meðgöngutímann sást ekk-
ert á mér.
Með fyrirfram þökk fyrir bitr-
inguna.
K.S.
Tvisvar í röð, mjög fljótlega,
áttu eftir að lenda í einhverjum
vandræðum, sem koma þér mjög
á óvart. Þér er þó óhætt að vera
róleg, því þetta verður allt ekki
mikilvægilegt, aðeins útistöður yf-
ir smámunum, að þínum dómi, og
sennilegast við foreldra þína — þó
heldur móður.
Skorkvikindi
Kæri draumráðandi:
Mér fannst ég vera á hljómleik-
um Led Zeppelin í Laugardalshöll-
inni, og var ég með lítinn dreng
með mér. Þegar við komum inn
varð ég alveg hissa því allir voru
í samkvæmisfötum. Ég gekk inn á
mitt gólf, þar sem voru þrjú lang-
borð. Þegar ég kom að fyrsta borð-
inu sá ég að á því stóð stórglerskál
og var hún full af köngurlóm, en
allt í kring um skálina voru matar-
kræsingar. A borðinu var líka gler-
kanna. Umhverfis skálina voru
matarkræsingar. A borðum var líka
glerkanna full af heitu vatni.
Mér fannst þetta ekki passa saman
og hellti því úr könnunni í skálina
en við það stækkuðu köngurlærn-
ar.
Mér varð óglatt við þetta og
gekk því að næsta og var þar allt
eins, nema hvað að í skálinni voru
minni pöddur. A þriðja borðinu
voru fiskiflugur í skálinni og gerði
ég alveg eins þar. Þetta fannst mér
allt svo ógeðslegt, að ég fór heim
með strákinn og við það vaknaði
ég.
SS.
Það er rétt, SS, þessi draumur er
frekar óhuggulegur, en þér er saml
óhætt að kætast yfir honum. Innan
skamms munt þú komast að leynd-
armáli, og uppfrá því ætti hagur
þinn að batna að mun. Þó við vilj-
um ekki fullyrða það, þá held ég
að okkur sé óhæff að gefa í skyn
að einhverjir peningar eru þarna
á sveimi.
Tvær ástarsögur
Kæri draumráðandi!
Ég ætla að byrja á að þakka þér
fyrir allt gamalt og gott. Ég hef
að vísu aldrei skrifað þér áður, en
læt nú verða af því, og vona að
þetta lendi ekki [ ruslakörfunni.
Mig dreymdi tvo drauma fyrir
stuttu og langar til að fá þá ráðna.
Sá fyrri var svona:
Mér fannst ég, vinkona mín og
strákur sem hún var með, öll vera
í skólanum og var ég að sníða
buxur á strákinn. Eitthvað var hún
að hjálpa mér, en ég vil taka það
fram, að þegar mig dreymdi þetta
voru þau vond hvort út í annað.
Hinn er svona:
Mér fannst ég vera á gangi úti
á götu og allt í einu var kallað í
mig. Ég sneri mér við og þá var
það strákur sem ég var með í
sumar, en síðan hefur hann ekkert
talað við mig. Við löbbuðum lengi
og ræddumst við, en ekki man ég
hvert umræðuefnið var.
Ég er alveg ofsalega' hrifin af
honum.
Svo vona ég að þú gefir mér
góð svör; með kærri kveðju,
ein úr Hafnarfirði.
Fyrri draumurinn var fyrir því
að vinkona þín og strákurinn
myndu siá að sér oq verða vinir
á ný, enda fáránlegt að félk geti
ekki talast við þó það hætti að
'•era saman. Að vísu qeta verið
ýmsar ástæður fyrir því, en yfir-
leitt er það „svekkelsi" og þess-
háttar.
Síðari draumurinn er hé' fvr«r
því að ekki eru öll kurl komin tll
qrafar í sambandi við hennan
strák sem þú varst með. oq ættir
þú að reyna (fínlega þó) að kom-
ast í samband við hann aftur. Það
bendir ýmisleqt til þess að hann
sé þér ekki ákaflega andsnúinn.
Bílslys
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég fara út að keyra
með systur minni sem heitir A, og
bróður mínum. Við vorum ekki
komin langt þegar við hittum afa,
sem biður um að fá að keyra og
fær hann það. Hann fór ekki langt
og stoppaði svo á móts við B. Þar
fór hann út og um leið fannst mér
bróðir minn fara, en varð samt
ekki vör við það. Þegar við kom-
um út á aðalgötuna í bænum
keyrði A í veg fyrir bíl, og var A
á mikilli ferð. Þegar við vorum
komnar inn á götuna sáum við
hvar 2 bílar stóðu þversum á
henni. Ég sá mann í bílnum sem
var nær okkur, og þekkti ég hann
í raun og veru, en hann heitir C.
Mér fannst C glotta um leið og
við skullum á bílnum hans. Ég
kastaðist út um framrúðuna og um
3 metra fram fyrir bílana. Ég rank-
aði ekki við mér fyrr en ég var
komin á sjúkrahúsið á Akranesi,
þá brotin og búin að missa fóstrið.
Þá bað ég strax um að fá að
vera á sjúkrahúsi í Reykjavík, því
unnusti minn á heima þar. Ég fékk
að fara þangað. Þetta fannst mér
gerast rétt fyrir jólin, og þar af
leiðandi var ég á sjúkrahúsi yfir
hátíðirnar.
Ég vaknaði við að mér fannst
unnusti minn og fjölskylda hans
vera hjá mér á jólunum.
Með fyrirfram þakklæti.
Ein sem bíður og vonar.
Þessi draumur er í aðalatriðum
hagstæður, en þó er eitt og annað
í honum sem bendir til þess að
lítt muni draga saman í „vinskap"
ykkar systra og C. Annars er nafn
hans í draumi fyrir manntjóni, svo
þú ættir að fylgjast vel með hon-
um og því sem skeður í sambandi
við hann — og þig, ekki síður.
Aðalinntak þessa draums er þó
fyrir frjósömu og heillariku hjóna-
bandi þínu, og þykir okkur margt
benda til að þú íklæðist fljótlega
skartinu hvíta. Þú ættir samt að
skrifa okkur eftir 2—3 mánuði og
láta okkur vita hvernig þú og þin
fjölskylda hefur það.
— Væri ekki sniðugra að taka
fjörpilluna á kvöldin!