Vikan - 04.02.1971, Síða 8
Herbergið er fyllt reyk-
elsisilm og rauðum bjarma
sem kemur til af kertaljós-
um og dumbrauðu teppi í
sameiningu. Við erum stödd
lijá Halldóru Björt Óskars-
dóttur, völvu ættaðri að
vestan, sem varð landskunn
um næstsíðustu áramót, er
liún spáði fyrir atburðum
síðastliðins árs, svo litlu
skeikaði. Landskunn — það
er ef til vill ekki rétta orð-
ið, því að enginn vissi hver
völvan var fyrr en nu ný-
verið, er það var uppskátt
lálið.
Halldóra býr á Kolbeins-
stöðum II., Seltjarnarnesi,
ásaml eiginmanni sínum,
Guðmundi R. Jónssyni,
hljóðstjóra hjá útvarpinu,
og þremur börnum þeirra.
Þar hyggst hún opna spá-
stofu innan skamms.
Halldóra er fremur lítil
vexti og smágerð með sitl
dökkt hár og stór, djúp
augu. Hún segist ekki vita
til að dulrænir hæfileikar
hafi fyrirfundizt i ætt henn-
ar (faðir hennar er, meðal
annarra orða, Óskar Aðal-
.sleinn rithöfundur), og
sjálf þvertekur hún fvrir
að hún sé skyggn. Og síðan
Iiún uppgötvaði að hún var
forspá eru aðeins rúm þrjú
ár.
- Eiginlega hef ég enga skýringu á því,
hvernig mér vitrast þetta. Mér er það algerlega
hulið sjálfri. Þegar ég spái fyrir fólki,
finnst mér sem ég fái einhverja
innsýn í líf þess. En hvernig það gerist er
mér ekki Ijóst, ekki ennþá að minnsta kosti
— Varðstu aldrei vör við
þelta fyrr?
Nei, ekki svo heitið
geti. Að vísu, þegar ég var
ung telpa í skóla, ellefu ára
gömul, þá var ég oft mjög
miður min i kringum próf
og gekk því illa. En þá var
það fyrir eitt prófið að það
var eins og hvíslað að mér
nokkrum spurningúm, sem
komu, og ég hef aldrei stað-
ið mig eins vel á prófi.
— Hvernig vitrast þér
hið óorðna?
— Eiginlega hef ég enga
skýringu á því. Mér er það
algerlega hulið sjálfri. Þeg-
ar ég spái fyrir fólki, finnst
mér sem ég fái einliverja
innsýn i líf þess. En hvern-
ig það gerist, er mér ekki
Texti:
Dagur Þorleifsson
Myndir:
Egill Sigurðsson
8 VIKAN s- tbi.