Vikan


Vikan - 04.02.1971, Page 10

Vikan - 04.02.1971, Page 10
hef mjög mikinn áliuga á krystalnum. — Fyrir hverjum spáð- irðu fyrst? — Ég byrjaði á því að spá fyrir vinkonum mínum, og þær urðu mjög ánægðar með þetta og sögðu að þetta kæmi alltaf fram. Svo lcom Jökull Jakobsson og bað mig að spá fyrir árinu, og ég gerði það, eins og flestir munu kannast við. — í það skiptið voru lagðar fyi'ir þig spurningar varðandi ýmis mál, sem líklegt eða öruggt var tal- ið að yrðu á döfinni á kom- andi ári. Hafðirðu einbeitt þér eitthvað að þvi að hugsa um þessi mál, áður en þú varst spurð? — Nei, ég hafði ekkert hugleitt þau áður, eða ekki frekar en liver annar. Ég hafði til dæmis engan sér- stakan álmga á alþjóða- málum. En svörin komu til mín jafnharðan og ég var spurð. —- Setjum nú svo að þú sért að spá fvrir manneskju og sjáir að eitthvað alvar- legt eigi eftir að koma fyrir liana i náinni framtið, til dæmis að hún sé hráðfeig. Segirðu henni það þá? — Ekki ef hún spyr ekki að því. — Hefurðu sjálf farið til spákonu ? — Nei, aldrei. En mig langar til að prófa það. — Trúirðu á hulduver- ur? — Hvort huldufólk er til veit ég ekki. Ég lief aldrei séð það sjálf. En ég þekki fólk, sem segist hafa séð það, og ég efa ekki að það fari með rétt mál. — Skiptir engu máli hvernig fólkið, sem þú spá- ir fyrir, er fyrirkallað? -— Ef fólkið er kátt eða í góðu skapi, þá er gott og gaman að spá fyi’ir því, en ef það er eitthvað langt niðri, þá finnst mér erfið- ara að komast í samband við það. Og það er til fólk, sem kann að leyna mann einhverju, og ég er ekki bú- in að vera nógu lengi i starfinu til að sjá við því. Ég hef tekið eftir að það reynir að loka sig inni, reynir að sýnast annað en það er. Það er kannski upp- slillt, og sýnir svo allt ann- Halldóra hefur gaman af að hafa gamla muni nálægt sér. Klukkan á veggnum er amerísk og jafngömul sjálfum Bandaríkjunum. Þau Guðmundur og Halldóra ásamt börn- um sínum þremur (talið frá hægri), Jóni, Ingunni og Sigríði. an karakter þegar maður fer að tala við það á eftir. — Það sem fyrir fólk- inu liggur er þá á einhvern Iiátt í j)vi sjálfu, úr því að þú þarft að koniast í sam- hand við það til að verða þess vör? — .Tá, það hlýtur að vera. — Líður þér ekki mis- jafnlega, eftir því hvort þú talar við góða eða vonda manneskju? — Mér hefur aldrei lið- ið beint illa í slíkum tilfell- um, enda veit ég ekki til þess að ég hafi ennþá set- ið andspænis mjög vondri manneskju. — En það hljóta þó að vera til hæði góð og ill öfl. — Enginn veil hvort eitthvað illt er til. Ég hef aldrei reynt það sjálf. Ég vildi óska að ekkert væri til, nema það sem gott er. Ég lief aldrei orðið vör við neitt illt, hvorki nálægt mér eða öðrum. — Hvert er álit þitt á spiritisma? 10 VIKAN 5- tw.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.