Vikan - 04.02.1971, Page 12
Við þekkjiim allar dagdrauma. Við erum að gera eitt-
hvað í áttina við að strauja þvottinn, ver’ðum að stoppa í
alla sokka eiginmannsins og það eina sem framundan er
á dagatalinu er foreldrafundur í skólanum. Og allt í einu
kemur upp í liugann mynd piltsins sem við elskuðum i
gamla daga í skólanum. Svo dönsum við saman á silfur-
skóm þar .til sólin rís á ný.
Það er sjálfsagt allt í lagi með dagdrauma. Þeir minna
mann á þá daga þegar maður þurfti ekki að liugsa um
livað átti nú að kaupa í matinn, heldur handa hverjum
maður átti að elda í kvöld. Jú, vissulega gat maður þrevtzt
á því, en það er eitt að vera þreytt og annað að gera það
sem ég gerði.
Ég hafði verið þreytt í hálfan mánuð. Mjög þreytt. Sjö
ára gömul dóttir okkar hafði fengið einhverja pest i skól-
anum og i rúmlega liálfan sólarhring kastaði hún upp á
10 mínútna fresti. Vitaskuld gerði hún ekki mikið meira
en að kúgast undir lokin, en um leið og ég var húin að
þrífa allt herhergið hennar, þyo rúmfötin og hún farin
að hjarna við, fékk yngri dóttir okkar pestina og síðan
sonurinn, 7 mánaða gamall. Og þegar ég sýktist var mér
skítsama hvort ég var lifandi eða dauð, ég var svo þreytl.
Þess vegna lá ég í rúminu, lét óhreina taugið hrúgast upp
og horfði á eldgamlar kvikmyndir í sjónvarpinu.
Það var þegar ég sá Gregory Peck leika frískan lög-
fraeðing frá Suðurrík'junum — konulausan —- áð ég þráði
skyndilega Stanlev, kærastann minn frá Jiví i skólanum i
gamla daga, en hann var einmjtt í lögfræði. Með allan
12 VIKAN 5 tw
minn hita gat ég skvndilega ekki hugsað um neitt nema
Stanlev. Hvern skyldi hann nú vera að verja og reyna að
forða frá fangelsisvist? Skyldi liann vera giftur eins og
ég? Hvar var Stanley?
Og þarna lá ég i rúminu á meðan börnin léku sér í garð-
inum. Það var sem ég svifi burt á skýi og ég ímyndaði
mér að hann bankaði á dyrnar, hneigði sig og segði á
sinn sérstaka hátt: „Komið þér sælar, frú“, eða: „Hvert
viljið þér fara i kvöld, Anna Ruth Wilson?“
Enginn annar hafði nokkru sinni kallað mig fullu nafni,
en Stanlev gerði það alltaf, meira að segja í mesta ein-
rúmi. „Góða nótt, Anna Ruth W,ilson“, var hann vanur
að segja og kvssa mig ofurlétt á handarhakið eins og ridd-
ari. Stundum, þegar hann var að kveðja mig fvrir utan
stúlknabvgginguna á heimavistarskólanum, hvíslaði liann
svo liátt að allir heyrðu: „Komdu og búðu með mér, Anna
Ruth Wilson. Komdu og elskaðu niig.“
Eg vissi að hann var ekki fvrir mig og hann vissi það
líka. Lífsviðhorf lians voru allt of örvæntingarfull svo ég
gæti fallizt á þau. Ég veit ekki hvort það var sú staðreynd
að liann var Suðurríkjamaður sem gérði hann svona sér-
stakan, eða hvort það var vegna þess að hann var frá
upplevstu heimili. (Sjálf var ég frá Norðurríkjunum og
góðu, stöðugu heimili, en liafði, fvrir landfræðilegan mis-
skilning, farið í skóla í Texas). Faðir hans var forráða-
maður lians en hann minntist aldrei á móður sína. Faðir
hans hafði einliyern tíma sagt að ef einhver sona hans
vildi fara í skóla þá kæmi það aðeins til niála vildu þeir