Vikan - 04.02.1971, Side 17
UR
MEÐ
)LEGÐ OG
KONUR
því að framkoma hans á svið-
inu, áður en hann hóf leik sinn,
var vægast sagt furðuleg. Hann
sveigði sig fram og aftur, sletti
grindhoruðum leggjunum til og
frá. Síðan beindi hann kol-
svörtum augunum að áheyr-
endum, — „eins og hundur“,
sagði Heine.
Karlmennirnir í hljómleika-
salnum brostu hæðnislega, en
þegar meistarinn snerti bog-
ann, hættu þeir að hlæja, því
að snilli hans var ótrúleg.
Hann hreyfði varirnar eins
og hann væri að særa fram
tóna fiðlunnar í höndum sér.
Með krampakenndum hreyf-
ingum sveigði hann búkinn,
svo það var eins og „myndi
hann hrökkva af fótleggjun-
um“, segir Julius Schotty, sem
var vinur Paganinis og skrif-
aði ævisögu hans.
Hægri fótlegg hreyfði lista-
maðurinn hratt fram og aftur
og slöngvaði honum yfir þann
vinstri. Buxur hans voru níð-
þröngar, svo það var ennþá
ljósara hve grindhoraður hann
var, og þær voru líka hrukk-
aðar, eins og hann hefði sofið
í þeim. Framkoma hans á svið-
inu sýndi að hann var mjög
Nicolo Pa.sanini var mesti fiðluleikari allra tíma, tæknin var ótrúleg.
Nicolo Paganini var mesti
fiðluleikari allra tíma —
en um leið samvizkulaus
kvennaflagari. Ef þessi
maður væri á lífi nú, væri
örugglega margur maður-
inn svefnvana af hræðslu
um konu sína eða
dóttur ...
Karlmenn kölluðu hann
„fiðlara djöfulsins“. Ungar
stúlkur og glæsikonur um Evr-
ópu alla, féllu hreinlega í öng-
vit ef þær litu hann augum.
Nicolo Paganini var ná-
fölur, grindhoraður og tann-
laus, venjulega með háðsbros
á þunnum vörunum. Þunnt,
svart hárið huldi tæplega ljótt
höfuð hans, en náði niður á
rýrar axlirnar.
Nicolo Paganini var sú vofa,
sem fyrir 140 árum vakti kyn-
óra hvar sem hann fór um meg-
inland Evrópu. Það var þrennt
sem hann hafði áhuga á: fiðl-
an, peningar og konur og þær
urðu að vera ungar, helzt tæp-
lega af barnsaldri.
Þessi ítali töfraði með tón-
um fiðlu sinnar áheyrendur í
stórborgum Evrópu, ekki sízt
þá sem sátu í dýrustu sætun-
um. Fólkið sat sem í dvala, sem
það svo hristi af sér með æðis-
gengnu lófataki. Hann var
ósvífinn í kröfum um laun,
þegar hann lék fyrir aðdáend-
ur sína og verð á aðgöngumið-
um að hljómleikum hans var
hærra en nokkru sinni hafði
heyrzt getið um, en aldrei
fékkst hánn til að leika til
ágóða fyrir velgerðarstarfsemi,
eins og þó var mikið í tízku í
þá daga, ekki síður en nú.
Stúlkunum sem urðu á vegi
hans steypti hann alltaf í glöt-
un og mestu evmd og þaer voru
í tusjatali. Paganini fékk aldr-
ei nægju sína af peningum, tón-
Mst eða mjúku holdi fegurðar-
dísa samtíðar sinnar.
Þegar Paganini eyðilagði líf
hinnar tvítugu Helene von
Feuerbach, var hann fjörutíu
og átta ára gamall. Skáldið
Heinrich Heine sagði þá að
hann sýndi „greinileg merki
um eymd, snilli og vítisbál".
Hóstahrygla skók magran lík-
ama hans og hann kom fram
á konsertpallinn í þrjátíu ára
gömlum kjólfötum. Þetta var í
Frankfurt, veturinn 1829.
í fremstu sætaröð sat Hel-
ene von Feuerbach, ljóshærð,
fögur og ljúf, við hlið hins
unga og auðuga eiginmanns
síns. Það var greinilegt að
Helene von Feuerbach féll
strax fyrir meistaranum, og
var það eiginlega furðulegt,
5. tbi. VIKAN 17