Vikan


Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 21
ustu fycirlitningu. Eiginlega var henni sama hvað aðrir hugsuðu um hana og hvert álit þeir höfðu á henni. Öðru máli gegndi með Ingvar. Hennar áhyggjur voru hans áhyggjur. Ef hún þjáðist, þá mundi hann gera það líka. Aldrei var Mikaelu betur Ijóst en nú, hve mjög hún unni Ingvari. Hún mátti ekki til þess hugsa, að hún missti hann. Hvað átti hún að taka til bragðs? Síðan heyrði hún eigin rödd segja hægt og rólega. — En hvað mamma þín er falleg á þessari mynd. Ég held, að þú líkist henni meir en föður þínum. Hvað sagðirðu, að hann héti þessi, sem stendur næst henni? Hann minnir mig á einhvern leikara. Hún spurði að þessu til að vita fullvissu sina. Enn var hún að vona, að henni hefði missýnzt. — Þetta er vesalings Sigfrid Stening. Og ég get ekki ímyndað mér, að hann sé Kkur neinum leik- ara. Hann er reyndar ungur á þess- ari myndi og lítur mikiu betur út en hann gerði síðustu árin. — Hvers vegna segirðu vesa- lings Sigfrid Stening? Rödd hennar lýsti engum óró- leika. Mikaela skildi ekki sjájf, hvernig henni tókst að leyna sálar- ástandi sínu. Hversu heimsk hafði hún ekki verið að ímynda sér, að hún gæti flúið fortíð sína? Hér var hún nú, á þessari mynd, og starði beint framan í hana. Hún varð að horfast í augu við hana og standa reikningsskil hennar, hvort sem henni líkaði betur eða ver. En hún gat ekki sætt sig við þá tilhugsun, að Ingvar fengi að vita sannleikann um hana — að hann skyldi þurfa að líða hennar vegna. — Hann dó á m'öq óveniulegan og óheppilegan hátt ... Já, það lá við, að dauði hans ylli regin- hneyksli., — Hvernig þá? — Ja . . . Ingvar hikaði um stund, en hélt síðan áfram: — Þetta kom sér miöq illa fvrir fjölskyldu hans, skilurðu. Hann var kvæntur konu, sem heitir Greta Lundberg. — Það er þessi lióshærða sem stendur hérna við hliðina á honum. En hann qat engan veginn talizt góður eiginmaður. Og hann var heldur ekki góður faðir. Hann drakk of mikið og var oft í Stokk- hólmi. Hann þóttist fara þangað í viðskiptaerindum. Ég veit ekki, hvort ég á að segja þér það. En hann mun hafa verið nokkuð oft með öðrum . . . — Með öðrum konum, eða hvað? Ingvar roðnaði og fór hjá sér. Þrátt fyrir örvæntinguna gat Mika- e'a varla varizt brosi. Hvað hann var saklaus, þessi elska og hélt bersýnileaa, að hún væri fákunn- andi um flesta hluti . . . — Ég hefði ekki átt að sea:a þér frá þessu, endurtók Ingvar. En reyndar hlýturðu að heyra um þetta talað fvrr eða síðar. Slúðpð er ekki svo lítið. Og þá er kannski bezt að þú fáir að vita, hvernig þetta vildi til allt saman. Sigfr'd Stening var myndarlegur maður og viðfelldinn. Að minnsta k^Hi fannst mér það, þegar ég var Ktill, en þá var sambandið milli fiöl- skyldnanna miklu nánari en hin síðari ár. Síðan revndi pabbi að forðast félagsskap hans og ég veit, að mamma var því fegin. Siofrid kynntist mörgu fólki í Stokkhólmi, og þetta fólk var víst síður en svo af betra taginu. Hann hafði boðið nokkrum gestum á veitingahús — og þá fékk hann skyndilega slag. Gestir hans virðast hafa orðið ótta- slegnir, að minnsta kosti höfðu þeir sig allir á brott og skildu hann einan eftir f dauðans greipum. — Vissi enginn hverjum hann hafði boðið? Hjarta Mikaelu barðist ótt og tftt. — Nei. Það var lagt á borð fyr- ir fjóra í sérstökum bás í veitinga- húsinu. Sigfrid vissi, að pabbi var líka í Stokkhólmi um þetta leyti í viðskiptaerindum. Einhvern veginn tókst honum að senda boð eftir honum. En þegar pabbi kom á veitingahúsið, var hann mjög þungt haldinn og hann dó í hönd'- unum á honum. Fjölskyldunnar vegna gerði pabbi allt sem hann gat til að leyna nafni hans. En honum tókst ekki að þagga málið niður með öllu, og það voru ein- hverjar yfirheyrslur hjá lögrelunni. — Hjá lögreglunni? át Mikaela eftir honum. Hún kreppti hnefana, en Ingvar veitti því ekki eftirtekt. Það var einmitt þetta, sem hafði legið á henni eins og mara. Allt síðan þessi óheillaatburður gerðist, hafði hún séð fyrir sér yfirheyrslur hjá lögreglunni og annað það, sem slíku fylgir. En hún varð að fá að vita allt um þetta, — með öðrum orðum vildi hún fá að vita, hvern- ig Börje Rickardson, sem kallaði sig Birger Rosen í Stokkhólmi, sagði, að það hefði gerzt. — Já, það fara alltaf fram yfir- heyrslur hjá lögreglunni og ein- hvers konar rannsókn, þegar menn deyja skyndilega, ekki hvað sízt þegar það gerist á opinberum veitingastað. En það var ekkert skrifað um málið í blöðunum. Pabbi kom því til leiðar. Sigfrid á tvær dætur, sjáðu til, og þetta hefði getað orðið skelfilegt fyrir þær. Sem betur fer eiga þau dá- lítið af peningum. Þá þarf ég semsagt ekki að hafa samvizkubit út af hundraðkróna- seðlinum, sem hann gaf mér, hugs- aði Mikaela. Þessum blessaða seðli, sem ég vann reyndar aldrei fyrir. En ef ég hefði ekki haft þá pen- inga, á meðan ég var veik . . . — Ef maður á bara nóg af pen- ingum, þá virðist manni vera borg- ið, sagði hún. — Elskan mín. Nújæja, það er reyndar mikið til í þessu hjá þér, þótt það hljómi kaldhæðnislega, sagði Ingvar og brosti. — En vin- átta og skilningur eru líka þung á metunum, hélt hann áfram, — og ég verð að segja það, að mamma hefur verið afar nærgætin og góð við Gretu Stening og dæturnar. — Ég efast ekki um það, sagði Mikaela. Síðan bætti hún við: — Táknar þetta, að lögreglan hafi aldrei fengið neitt að vita um þá, sem skildu hann eftir á veitinga- húsinu. Var ekkert gert til að hafa upp á þeim? — Það held ég ekki. Auðvitað hefur þetta fólk hegðað sér sví- virðilega, en það er ekki hægt að saka það um að hafa framið neitt afbrot. — Nei, sagði Mikaela. — Þau hafa ekki framið neitt afbrot. Hún þagnaði um stund, en hélt síðan áfram: — Ég heyri, að þú ert mjög stoltur af föður þínum. — Já. Hann er heiðarlegur mað- ur og skemmtilegur. Ég hef alltaf dáðst að honum. Bróðir hans, Áke, er hins vegar ekki eins hrifinn af honum. Honum finnst hann vera of strangur og siðavandur. Hann drekkur ekki og hann fer í kirkju á sunnudögum og . . . Ég verð að segja, að það eru ekki til margir menn á borð við hann pabba. — Nei. Ég trúi því. Hugsanirnar þvældust hver fyr- ir annarri í höfðinu á Mikaelu. Ingvar unni föður sínum og dáð- ist að honum. Hvað mundi gerast, ef faðir hans segði honum sann- leikann um stúlkuna, sem nú var orðin unnusta hans? Hvað átti hún að taka til bragðs? — Pabbi hringdi til Gretu Sten- ing, þegar þetta hafði gerzt. Síð- an beið hann f Stokkhólmi, þar til hún gat komið þangað. Að síð- ustu fór hann með henni hingað heim ásamt.... — Ásamt kistu mannsins henn- ar, sagði Mikaela, og í fyrsta skipti skalf rödd hennar. — Elskan mín, sagði Ingvar og lagði handlegginn utan um hana. — Ég hefði ekki átt að segja þér þetta allt saman. Þú ert orðin ná- föl. Húj\ lagði höfuðið að öxl hans. Nú er öllu lokið okkar í milli, elskan mín, hugsaði hún. Það skiptir meira að segja engu máli, þótt ég eigi nóg af peningum núna og geti ferðast héðan og búið hvar í heiminum sem ég vil. Það verður mér einskis virði, ef þú verður ekki hjá mér. Ekki grun- aði mig, að maður gæti elskað neinn jafn heitt og ég elska þig. Ég vil, að þér veitist allt, sem er gott, satt og rétt. Ég veit, að við hefðum getað orðið haminqjusöm í hjónabandi, en nú er það orðið of seint. Ef hann fengi að vita sannleikann, mundi hann kannski kenna í brjósti um mig, en hann mundi aldrei elska mig á sama hátt og hann gerir nú. Nei, þetta var alltsaman vonlaust. Þessu var hérmeð lokið. Hún heyrði ekki raddirnar, sem bárust utan úr trjágarðinum. Fólk- ið var að koma. Ingvar ýtti Mika- elu á undan sér til þess að vera því viðbúin að heilsa fólkinu. Ellen Rickardson kom inn ásamt mági sínum og konu hans. Hún Framhald á bls. 32. 5. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.