Vikan - 04.02.1971, Síða 32
GLEYMDU
EF ÞÚ GETUR
Framhald af bls. 21.
lagði höndina vingjarnlega á öxl
Mikaelu og kyssti hana á kinnina.
— Það var sveimér gott, að þið
skylduð loksins koma, sagði hún.
— Ég var sannarlega farin að ó-
kyrrast.
— Fyrirgefðu, en við urðum svo-
lítið sein fyrir, sagði Ingvar. —
Við töfðumst í tízkuverzluninni.
Við vorum að kaupa nokkra nýja
hatta handa Mikaelu.
— Enn fleiri hatta, spurði Ellen
og lyfti brúnum.
— Ég elska hatta, sagði Mika-
ela og brosti til verðandi tengda-
móður sinnar.
Hún óttaðist, að bros hennar
væri uppgerðarlegt og allir heyrðu
á rödd hennar, hve óstyrk hún
var og taugaspennt. Ef einhver
hefði þekkt hana betur, hefði
hann strax tekið eftir því. En eng-
inn viðstaddra þekkti hana í raun
og veru, ekki einu sinni Ingvar.
— Mikaela litla, sagði Ellen og
tók í hönd hennar. — Ég ætla að
kynna þig fyrir þessu ágætisfólki,
mági mínum og konu hans. Þau
voru uppi á fjöllum, þegar þú
heimsóttir mig um daginn. Þau
hafa bæði beðið eftir með óþreyju
að fá að kynnast þér.
—i Velkomin í fjölskylduna,
sagði Áke hjartanlega, beygði sig
áfram og kyssti hana á kinnina.
— En hvað þér eruð líkur föð-
ur Ingvars, sagði Mikaela. Henni
hafði fundizt þetta í raun og veru.
Hún hafði satt að segja hrokkið
við, þegar hún sá hann.
— En þú hefur ekki séð Börje
enn þá . . .
— Ég . . . ég sá mynd af hon-
um.
Andartak syrti henni fyrir auq-
um, og hún varð að beita sig
hörðu til að falla ekki í vfirlið.
Svona skjótt og auðveldleqa gat
allt eyðilagzt. Ef hún hefði sagt
þetta, án þess að hafa skoðað
brúðkaupsmyndina fyrst, þá hefðu
allir skilið, að hún hlyti að hafa
hitt Börje áður. Þess hefði verið
minnzt, að hún hefði búið í Stokk-
hólmi við hin aumustu kiör — oo
ef til vill hefðu einhverjir farið að
leggja saman tvo og tvo. Nújæja,
það gerði svo sem ekkert til. Brátt
var þessu öllu lokið hvort sem er.
Ekkert gat bjargað henni — nema
kraftaverk . . .
Og þá skyndilega datt henni
svolítið í hug. Hún var skelfd og
kveið óskaplega fyrir að hitta föð-
ur Ingvars, en nú vissi hún á
hverju hún átti von og gat búið
sig undir það. Hins vegar hafði
32 VIKAN s tbi.
hann ekki hugmynd um neitt.
Hann gat ekki með nokkru móti
látið sér detta í hug, að unnusta
sonar hans þekkti hann undir
fölsku nafni, — nafninu, sem hann
bar, þegar hann lifði og skemmti
sér í Stokkhólmi, var vinur og
verndari Ingigerðar og kalklði sig
Birger Rosen. Hann lék sannarlega
tveim skjöldum, sá góði maður.
Áfallið hlaut að vera miklu meira
fyrir hann en hana.
Innst inni skynjaði Mikaela, að
hún átti sér þrátt fyrir allt ofur-
litla von. Aðstaða verðandi
tengdaföður hennar var vissulega
erfið engu síður en hennar. Ef
til vill gat hann ekki annað en . . .
En þessi von var kannski fjarska
veik. Hann mundi líklega aldrei
leyfa sínum ástkæra einkasyni að
kvænast stúlku eins og henni.
Ekkert í veröldinni mundi líklega
geta fengið hann til þess . . .
— Þú ert svo föl, vina mín,
sagði Ellen við Mikaelu. — Þér
finnst kannski óþægilega heitt.
Sveimér ef það er ekki með allra
heitasta móti hér inni í dag.
— Satt að segja er mér svolítið
illt í höfðinu, sagði Mikaela.
— Hvers vegna sagðirðu það
ekki strax, spurði Ingvar undrandi.
— Nújæja, við fáum okkur
bráðum kaffi og þá hlýtur þetta
að líða hjá, sagði Ellen og reyndi
að eyða þessu. — Ég held að við
ættum ekki að bíða lengur eftir
Börje. Hann getur hafa tafizt og
þá verður hann bara leiður, þegar
hann sér, að við höfum beðið eft-
ir honum.
Hún hringdi bjöllunni og Anna
kom inn með kaffið. Mikaela sett-
ist á þann stól, sem Ingvar dró út
fyrir hana. Allt í einu óskaði hún
þess, að hún hefði heldur valið
barðastóra hattinn, sem hún var að
hugsa um að hafa í dag. Hann
hefði hul'ð hluta af andliti hennar
og hjálpað henni að láta það ekki
á'sig fá, þótt viðstaddir virtn hana
fyrir sér næstum stöðuqt. Þetta var
hið vingjarnlegasta fólk, en auð-
vitað var það forvitið og notaði
hvert tækifæri til að skoða hana
sem bezt. Núiæja, mjög bráðlega
mundi þessu öllu verða lokið, svo
að þá mundi engin unnusta vera
lenour í fjölskyldunni. Bollinn
skalf í hendi hennar og hún þorði
varla að snerta kökurnar.
— Það er vissulega hræðilegt að
andi þögn, sem ríkti ( upphafi
kaffidrykkjunnar. Hún leit til Mika-
elu oq brosti vingiarnlega.
— Það er vissuleoa hæðilegt að
þurfa að kynnast fleiri en einum
nýjum ættingja í einu, saqði hún.
— Ég man eftir því siálf, að ég
hélt að ég mundi hreinlega deyia.
Áke mótmælti þessu, en Mika-
ela leit þakklátum augum til Lajlu.
— Þetta er alveg satt, sagði
Mikaela. — Maður er dauðhræddur
að verða sér til skammar á ein-
hvern hátt.
— Hvernig þá, spurði Ingvar
hlæjandi.
— Ég skil nú ekki, hvað þú
þurftir að vera hrædd við, Lajla,
sagði Ellen áköf. — Ég var við-
stödd og man vel eftir þessu. Oll
fjölskyldan tók þér með afbrigð-
um vel.
Hún beindi máli sínu jafn mik-
ið til Áke og Lajlu, og Lajla flýtti
sér að reyna að dreifa talinu::
— Þú kynnist okkur brátt, Mika-
ela. Og við erum bezta fólk öll
upo til hópa. Þú þarft ekki að
óttast neitt.
Mikaelu geðjaðist vel að henni.
Hún var ekki jafn glæsilega klædd
og Ellen, en augu hennar voru
hlý og gáfuleg og grásprengt hár
hennar var fallega uppsett. Mika-
ela óskaði þess, að hún gæti gert
Lajlu að trúnaðarmanni sínum. Ef
til vill mundi hún skilja hana.
— Nú hlýtur pabbi að fara að
koma, sagði Ingvar og leit á klukk-
una.
— M. svaraði Ellen áhyggiufull.
— En hann hefur alltaf svo mikið
að gera. Ef einhver af starfsmönn-
um hans veikist, tekur hann óðara
að sér starf hans. En hann hlýtur
að koma á hverri stundu.
— Éo vildi óska, að hann kæmi
alls ekki, sagði Mikaela svo láqt,
að enqinn heyrði það nema Laila.
— En, kæra barn, það er sfður
en svo ástæða til að óttast hann.
Hann er miög hrifinn yfir því, að
'sönur hans skuli vera trúlofaður.
— Já, Ingvar hefur líka saqt
mér bað, svaraði Mikaela og
revndi að brosa. — Líkleqa er það
bara höfuðverkurinn, sem oerir
mig svona óstyrka. Hann er stöð-
ugt að versna.
— Við verðum að biðia Ellen
um aspirin.
— Nei, nei, við skulum ekki
gera það. Það gagnar heldur ekk-
ert nema éo geti lagt mig, þegar
ég hef tekið það.
Lajla leit rannsakandi á hana.
Vesalinqs barnið, hvað hún virðist
vera taugaóstvrk, hugsaði hún. Og
hún getur varla verið búin að ná
sér eftir veikindin heldur, fyrst
hún er svona náföl.
— Þú getur áreiðanlega farið
og lagt þig smástund. Það tekur
enginn til þess, sagði Lajla vin-
giarnlega. — Höfuðverkur getur
verið svo skelfing sársaukafullur.
— Hvað eruð þið tvær að hvísl-
ast á, spurði Ellen forvitin.
Mikaela reyndi eftir mætti að
brosa til hennar.
— Ég var að minnast á, hvað
blómin hér inni eru falleg, laug
hún. — Sérstaklega kamelían
þarna i glugganum.
Heimskulegt af henni, hugsaði
Lajla með sjálfri sér. Ef henni var
í raun og veru illt í höfðinu, þá
var bezt að segja það hreinskilnis-
lega og fá að leggja sig stundar-
korn, þar til verkurinn batnaði.
Ef hún aftur á móti var svona
skelfilega hrædd við að hitta föð-
ur Ingvars, þá varð hún að ganga
í gegnum hreinsunareldinn, harka
af sér og vera kyrr.
— Satt að segja er ég mjög stolt
yfir þessu blómi, sagði Ellen. —
Það er nefnilega ofurlítil saga
tengd því. Það kom eitt sinn mað-
ur hingað að selja blóm. Hann
spurði hvort við ættum nokkur
gömul föt, sem hann gæti fengið.
Ég gaf honum gráu fötin hans
Börje, og þá vildi hann ekki láta
mig borga neitt fyrir blómið, sem
ég hafði keypt af honum.
— Þetta voru sveimér góð kaup,
sagði Áke hlæjandi. — Blóm í
staðinn fyrir heil föt!
— Þetta voru fötin, sem Börje
var í, þegar Sigfrid dó í örmum
hans, sagði Ellen. — Það hafði
komið blóð á þau og blettirnir
náðust ekki úr.
Þessi saga bætti ekki líðan
Mikaelu. Hún var nú öll á valdi
óttans. Oðru sinni þennan dag
langaði hana til að hlæja hátt og
lengi. Þetta var allt í senn svo
grátlegt og hlægilegt. Hún fann,
að hún var að missa stjórn á sér.
Hún byrjaði að hlæja móðursýkis-
lega, fyrst ofurlágt, en síðan
hærra og hærra. Hún stóð á fæt-
ur, þrýsti vasaklút að munni sér
og hlióp út í garðinn.
Ellen sat með hálfopinn munn af
undrun og starði á eftir stúlkunni
en Ingvar hljóp á eftir henni.
— Láttu mig vera, gerðu það
fyrir mig að láta mig vera, sagði
hún við hann, þegar hann tók
undir handlegg henni.
— Spurðu mömmu þína, hvort
hún eigi ekki eitthvað taugastyrkj-
andi, sagði Lajla, sem kom út !
oarðinn í sömu svifum. — Mika-
ela er með slæman höfuðverk, en
hefur pínt sig í allan dag til þess
að láta ekki á neinu bera. Það
hefur reynzt henni um megn. Ég
skal hjáloa henni, ef þú vilt fara
inn og fá pillur eða eitthvað ró-
andi, sem hún mamma þín hlýtur
að eiga.
Ingvar hikaði um stund, en síð-
an hvarf hann aftur inn í húsið.
— Fyrirgefið . . . ég qat ekki að
þessu gert . . . ég er öll . . .
Hlátur Mikaelu hafði breytzt í
grát.
— Það var þessi saga með
blómið .... hún var svo hlægi-
leg . . . svo viðbjóðsleg . . -
— Já, þetta var sannarleoa ó-