Vikan


Vikan - 04.02.1971, Síða 44

Vikan - 04.02.1971, Síða 44
— Jú, ég er lögfræðingur, Anna Ruth Wilson. — Líkar þér það — Nei. — Gengur þér vel? — Ójá, svarar hann. — Mjög vel. Hvað vantar þig? Peninga? Ég á nóga peninga. — Mig vantar ekkert, Stanley. — Hvað um gamla manninn? — Föður minn? — Nei, nei. Manninn þinn. Þann gamla. — Hann hefur það gott, þakka þér fyrir, Stanley. — En livað gerir hann? — Hann er kennari. — Ja-so! Og hvað ert þú að gera þarna í Ivaliforníu, Anna Ruth Wjlson? Ertu alltaf i bíó? — Ég hugsa um börnin mín, Stanley. Ég er móðir. Ég er mun eldri en ég var. Ég á þrjú börn núna, og er meira að segja farin að grána dálítið í vöngum. — Heyrðu, viltu tala aðeins við mig, Anna Rutli Wil- son? — Ég er að tala við þig, Stanley. Þetta er dýrt símtal. . . — Það eru nógir peningar hérna megin; ég er með Iieilt fjall af silfurpeningum héma fyrir framan mig. Allt frá gólfi og upp í loft. Og segðu mér nú, gamla vinkona, hvernig líður þér. Og segðu mér líka livernig þeim gainla líður. Ég held símanum frá eyranu til að anda djúpt að mér. Ég heyri i auglýsingu i sjónvarpinu. Ó, Guð, láttu mann- inn minn vera kyrran þar sem hann er. Hvernig losna ég út úr þessu? Bara fyrir eitt asnastrik, sem er ekki nærri því eins saklausl og ég hélt, hef ég nú gert eitthvað ægi- legt. — Maðurinn minn hefur það gott, Stanley, segi ég. — Ég elska liann, ef það er það sem þú ert að spyrja um. Mér finnst gott að vera hérna með honum og hjá honum. Mér datt bara i hug þarna um daginn að senda þér línu og vita hvort þú værir lifandi. Það er allt og sumt sem mér var i huga. ~ Ég er með grundvallarhugmynd, segir Stanley. Ég gæti tekið flugvél. Þú varst alltaf svo góð við mig að ég verð að taka flugvél. T Þér sparið með áskrift SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 — Ó, nei! Stanley, gerðu það fyrir mig að vera kyrr. Ég skrifaði þér bara lítið hréf, það var allt og sumt. Ég vildi hara heilsa upp á þig. Þú mátt ekki misskilja mig. — Ég hélt nú að ég hefði skilið þig rétt . . . Stanley er dapur. Guð minn almáttugur, liugsa ég, kannski þú hafir gert það. — Sjáðu nú til, Stanley, þetta er ekki hægt. Ég get varla skilið orð sem þú segir. Ég var veik þegar ég skrif- aði þetta bréf; ég var með háan hita. Ég sá gamla kvik- mynd og hún minnti mig á þig, svo mér datt í hug að setja mig í samband við þig. En — við hugsum ekki rök- rétt, Stanley. Hringdu í mig einhvern tíma þegar þú hef- ur ekki drukkið og við getum talað saman af viti. Þú get- ur sagt mér eitthvað um sjálfan þig og ég sömuleiðis. Það er satt, segir Stanley. — Þú hugsar alltaf svo rökrétt. Það var þitl vandamál. Og mitt vandamál er að ég hugsa alltaf um þig eins og þú varst þegar við vorum saman. Þegar illa horfir fyrir mér hugsa ég úm þig. Þú mátt það ekki! Ég er farin að gráta. -— Ekki hugsa um mig, Stanley! Ég er ekki — ég er gift núna. Og og ég verð að hætta núna. Gaman að heyra í þér. Jamm. En . . . Anna . . . Rödd hans er svo döpur og ömurleg . .. — Mér þykir það leitt, segi ég. — Vertu sæll, Stanley. Ég græt, sveitl og skjálfandi þegar ég legg á. Svo flýti ég mér fram og læsi útidyrunum. Ég veit að hann kem- ur ekki, en ég vil samt gera þetta. Hann er líka svo veik- ur og eyðilagður að hann myndi aldrei komast hingað, livað þá að hann gæti brotið dyrnar til að komast hingað inn. Hann mynda hara aldrei koma. Ég vissi alltaf að hann myndi ekki fara „allt til enda veraldarinnar“ fyrir mig eins og hann var vanur að segja. En hvað hef ég gert honum? Hvað fékk Gregory Peck mig til að gera? Ég er búin að gera liræðilegan hlut fyrir auðvij-ðilegan dagdraum. Áslæðan var sú að ég vorkenndi sjálfri mér og vildi sjá einlivern sem var mér -undirgef- inn. Ég vildi sjá hneygingu. Litinn koss á handarbakið. Og hvað verður um Stanley núna eftir að ég hef neilað hon- um? Hvernig átti ég að vila að minningar hans um mig voru jafnvel hættulegri en mmar'um hann? Ég fer aftur inn í svefnherbergið og horfi á sjónvarps- drenginn og hundinn hans veltast i hnykli niður græna hlíð. Þetta er vinskapur. Svo er myndin húin. Börnin min halda áfram, þar sem frá var horfið, að leika sér á mag- anum á pabba síniun. Hann stynur þegar sá litli liossar sér ákaft og brosir til mín um leið. Ilann spyr mig ekki einu sinni við bvern ég hafi verið að tala. Hann áætlar að það hafi verið móðir mín, sölumaður eða foreldri vina barnanna. Maðurinn minn hefur enga ástæðu til að gruna mig um græsku. Ég skoða svefnherbergið okkar og sé það nú með allt öðrum augum en ég bef séð það áður. Teppið er mjúkt, gluggatjöldin loka nóttina úti og i stóru rúminu eru allir sem ég elska. Eftir .‘50 ár má vel vera að dagdraumar min- ir snúist um þetta rúm og unga fjölskyldu mína. Börnin þrjú sem eru að leika við föður sinn. En sá dagdraumur verður ekki jafn dýrmætur og sá sem rétt í þessu kvaldi mann i símaklefa i allt öðru lands- liorni, fyrir það eitt að kona nokkur vildi minnast þess er hún var ung. ☆ 44 VIKAN s. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.