Vikan


Vikan - 04.02.1971, Page 50

Vikan - 04.02.1971, Page 50
FER OKKUR AÐ FÆKKA AFTUR í næstu viku VIKAN heimsækir SigríSi Þorvaldsdóttur, leikkonu Sigríður Þorvaldsdóttir er nú tvímælalaust í hópi beztu leikara okkar. Henni hefur farið jafnt og þétt fram undanfarin ár, og í vetur hefur hún unnið tvo umtalsverða leiksigra: I söngleiknum Ég vil, ég vil og Fást. Sigríði hefur nú verið boðið að leika aðalhlutverkið í Ég vil, ég vil í Þýzkalandi, en það er sjald- gæft, að íslenzkum leikara sé sýndur slikur heiður. Vikan hefur heimsótt Sigríði og í næsta blaði birtist viðtal við hana ásamt myndum af henni og fjölskyldu hennar. HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU Hunda- haldiS kemur til sögunnar Ævintýrafrásögnin um byltinguna í Reykjavík hefur vakið athygli, enda spaugileg skopstæl- ing á nútímanum. Byltingin heldur áfram í næsta blaði og kemur þá striðið fræga um hunda- hald við sögu. Rómantíkin snýr aftur Nú eru menn orðnir leiðir á kláminu og farn- ir að snúa sér að rómantíkinni aftur. Þetta kemur greinilega í Ijós í þeim kvikmyndum, sem nú njóta mestra vinsælda, t.d. „Astar- sögu", sem gerð er eftir metsölubók Segals. Það verður sagt frá nýju rómantíkinni í grein í næsta blaði. Gengiskan: trylltur eins og hross Mongólski hirðingjahöfðinginn Gengiskan vann fyrir átta hundruð árum mesta ríki sög- unnar. Hann bjó í tjaldi úr hvítu leðri og átti fimm hundruð konur, tvö þúsund syni og fleiri dætur, en nokkur nennti að telja. Um fimmtugt er konan fullkomin „Um fimmtugt er konan fullkomin" heitir smásaga næsta blaðs, og er bráðfyndin gaman- saga um afa gamla og ástamál hans eftir kanadíska skopsagnahöfund- inn Robert Fontaine. Framhald af bls. 7. Hvað sem því líður, þá er betra að gera sér ljós't, að hér er um hættulega þróun að ræða. Fyrir tröll- aukin og þéttbýl, vanþróuð ríki væri fólksfækkun ekki einungis heilsusamleg, tield- ur og lífsnauðsynleg. Fyrir dvergþjóðfélag eins og okk- ar gegnir allt öðru máli. Eilt af grundvallarskilyrð- unum til þess, að i framtíð- inni verði á íslandi traust og gróandi jtjóðfélag, sem njóti þeirrar virðingar á al- þjóðavettvangi er hverju smáríki er lifsnauðsynleg, er að i framtíðinni verði íslendingar snöggtum fleiri, en ekki færri, en þeir nú eru. dþ. Pennavinin Þorbjörg Þorfinnsdóttir, Brimborg, Þórshöfn, óskar eftir bréfaskiptum við 13—15 ára pilta. Halla Harðardóttir, Hlíðarenda, Raufarhöfn og Sigrún Guðmunds- dóttir, Lyngholti, Raufarhöfn, óska eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur, 12—14 ára. Guðbjörg Friðriksdóttir og Jóna Kristmannsdóttir, báðar að Alþýðu- skólanum Eiðum, S-Múlasýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldr- inum 15—19 ára. Óska eftir mynd í fyrsta bréfi. Hermann Ólafsson, Mávahlíð 4B, Reykjavík, vill skrifast á við stúlk- ur á aldrinum 17—20 ára. Ingibjörg K. Jónsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir og Marta Sigvalda- dóttir, allar til heimilis að Reyk- hólum, A-Barð., óska eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 14— 17 ára. Ahugamál, frímerkjasöfnun og pop. Gianni Fraccacreta, Via di Villa Emiliani 42, 00197, Roma, Italia. ítalskur stúdent, 24 ára, 1.80 á hæð, grannvaxinn og dökkhærður, óskar eftir íslenzkri pennavinkonu. Fritz Harth, 404 Neuss, Griinerweg 22, DEUTSCHLAND. Þjóðverji sem vill skrifast á við íslending á þýzku. 50 YIKAN 5- tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.