Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 20
Á fimmtugsafmælinu hafið þér sofið í næstum tuttugu ár. Að minnsta kosti þriðjung lífsins sofum við. En hvað skal gera ef maður getur ekki sofnað að kvöldi? Og hvernig á maður að vakna úthvíldur að morgni? Hér leggur blaðamaður nokkrar spurningar fyrir yfirlækninn David H. Ingvar dósent, sem er sérfræðingur í svefnrannsóknum og svefnvandræðum ... Góoanótt Eiqiö þér erfitt með að sofna? Hvað er svefn? Svefn er nauðsynlegur lífi okkar. Hvað svefn „er“ getum við ekki gefið svar við í dag. En eitt er víst, svefninn er ákaflega nauðsynlegur, frá líf- fræðilegu sjónarmiði. Það skeð- ur margt í svefni, bæði í heil- anum og öðrum líffærum. Með- al annars eykst blóðstreymi til heilans samfara því að starf- semi hans minnkar. Þetta er kannske einhvers konar „heila- þvottur“. Öll þreyta þvæst burt úr litlu gráu frumunum! Hvers vegna er nauðsynlegt að sofa? Getur maður sofið án þess að vita það? Við þurfum helzt að hafa 7 —8 klukkutíma svefn á sólar- hring. Við erum einfaldlega þannig gerð. Það fyrirfinnst ekki fólk, sem getur vakað í það óendanlega. Þeir sem hæla sér af því að þeir þurfi ekki nema fjögurra tíma svefn á nóttu ljúga, annaðhvort vís- vitandi, eða þá að þeir geta ekki gert sér grein fyrir því hve lengi þeir sofa. Það kemur til af því að minnið gr ekki svo greinilegt í svefni. Maður gleymir hreinlega draumum sínum. Og þeir sem sofa lítið á nóttunni hafa þá oft fengið sér smádúra á daginn. Er svefnleysi arfgengt? Svefninn er ein allra nauð- synlegasta líffræðilega starf- semi líkamans og sem slík er hún auðvitað í rauninni arf- geng. Svefn okkar er eins og annarra spendýra, hann skipt- ist í tvennt: venjulegan svefn (ortosvefn) og draumasvefn (parasvefn). Svefn lægri dýra, eins og fugla, er ekki þannig, en samt sofa þeir. Spurning- unni um hvort svefnleysi sé arfgengt, verðum við að svara neitandi. Svefnleysi er yfirleitt háð því umhverfi sem við bú- um í. Það getur því verið þann- ig að sumar fjölskyldur búi í hávaðasömu hverfi, sem trufl- ar svefninn, og þá geta verið fleiri ættliðir, sem hafa óþæg- indi af því, þannig að það get- ur talizt „ganga í erfðir" á þann hátt. Tekur fólk svefnlyf að óþörfu og eru þessi lyf vanabindandi? Svefnlyf geta verið mjög nytsamleg fyrir þá sem ein- hverra hluta vegna hafa orð- ið fyrir röskun á svefni og þar af leiðandi orðið taugaveiklað- ir. Til þess að koma sér á rétt- an kjöl, verður oft að grípa til svefnlyfja. En það er hiklaust hægt að fullyrða að víðast hvar er neyzla þessara lyfja of mik- il, þau eru langt frá því að vera hættulaus. Ef fólk venur sig á notkun svefnlyfja, líður ekki á löngu þangað til skammtarnir verða stærri. Hvaða hættur aðrar bíða þeirra sem neyta svefn- lyfja? Neyzla svefnlyfja, - sér- staklega ef þeirra er neytt með áfengi, geta haft mikil áhrif á framkomu manna. Það hefur mikið verið talað um að menn skyldu aldrei aka bíl, eftir að hafa neytt svefnlyfja eða ann- arra róandi lyfja. Það er sann- arlega ekki ofbrýnt fyrir fólki að láta það ekki henda sig. Slík lyf gera fólk syfjað, það missir vald yfir vöðvunum og dóm- greindin minnkar. Alveg eins og við áfengisneyzlu. Það verð- ur enginn góður bílstjóri með neyzlu svefnlyfja, þvert á móti getur hann orðið lífshættuleg- ur í umferðinni, rétt eins og við neyzlu áfengis. Það er ómögulegt að segja til um það hve margir þjást af svefnleysi, en það eru örugg- lega mjög margir. Venjulega eru orsakirnar sálrænar. Ótti við framtíðina, vegna fjárhags- ins, vegna hjónabandsins, ótti við yfirboðara sína eða undir- menn, allt þetta getur verið orsök fyrir því að svefninn lætur á sér standa. Hve marg- ir ganga ekki til hvílu með þeirri tilfinningu að þeir nái því ekki að ljúka ætlunarverki sínu, hvorki þennan dag, þann næsta cða þarnæsta? Það get- ur liðið iangur tími þangað til miskunnsamt meðvitundarleysi svefnsins kemur. Og það stytt- ir svefntímann. 20 VIKAN e. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.