Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 14
Trylltur eins og hross Hina æðstu gleði og hamingju öðlast maður af eftirfarandi: Að veiða villidýr, elta uppi óvini sína, drepa þá og ræna eignum þeirra, hlusta á kveinstafi ástvina þeirra og gera sér kvið og lendar kvenna þeirra að hvílurúmi. Eftir þessum heldur einföldu lífsreglum lifði fyrir áttahundruð árum mongólskur hirðingi, sem frægur varð undir nafninu Gengiskan. Þær dugðu honujn ekki verr en svo að hann varð einhver voldugasti þjóðhöfðingi, sem nokkurn tíma hefúr komið fram í heiminum. Hann og eftirmenn hans unnu sér ríki, sem náði frá Vínarborg í vestri til Kóreustranda í austri, frá freð- mýrum Síberíu í norðri til Arabíuflóa í suðri. Samanborið við Gengiskan verða Napóleon og Sesar aðeins litlir karlar, allavega þegar hafður er í huga árangur þeirra allra þriggja við að vinna lönd og ríki. Og jafnvel sólkonungur- inn Lúðvík fjórtándi komst ekki í samjöfnuð við þennan mon- gólska smalastrák hvað persónulegan lúxus snerti. Og svo af- kastamikill og lystugur kvennamaður var hann að Casanova hefði mátt skammast sín. Perlur sínar, gullsaumuð klæði, eðalsteina og silkimjúk loð- skinn taldi Gengiskan ekki í vættum og ekki heldur í smálest- um, heldur í vagnhlössum. Og jafnvel það reyndist þrælum hans fullerfitt. Það var vonlaust að gera sér grein fyrir þvílíkum auði. Konur Gengiskans voru allar frábærar fegurðargyðjur af tign- um ættum. Meðal þeirra voru fimm prinsessur af göfgu blóði. Þar að auki hafði hann fimmhundruð hiákonur. Þá eru enn ótaldar þúsundir kvenna, sem hann hafði með eftir hendinni, konur sem hann hafði við hönd sér tíma og tíma sökum þess að þær léku öðrum betur á flautu eða lútu eða kunnu aðrar listir, sem einvaldurinn mat mikils. Meðal hinna stuttu og gildvöxnu Mongóla þótti hann fríður maður. Þeir voru dökkbrúnir á bjórinn af blæstri steppuvindar- ins og bruna eyðimerkursólarinnar. En Gengiskan var hávaxinn og rauðjarpur á hár. „Eldur var í gráum augum hans og ljós í ásjónu." Þannig er honum lýst í svokallaðri Leynisögu Mongóla, sem er samtímarit og mikilvægasta heimild, sem til er um Geng- iskan. Móðir hans, sem Hólún hét, taldi hann þegar frá fæðingu hans — árið 116ÍI — útvalinn af Himninum til stórra hluta. Þegar hún rétti úr krepptum hnefum hins nýfædda sveins, var í hægri lófanum kökkur af storknuðu blóði. En slíkt töldu Mongólar hið mesta heillamerki og ljósan vott bess að sveinninn yrði voldug- ur maður. Þegar Gengiskan, sem framan af ævi bar raunar nafnið Témú- dín, var níu ára, átti hann ekki öllu meira í eigu sinni en óbil- andi trú á hindurvitni þetta. Faðir hans, sem drottnaði yfir fjöru- tíu þúsund hirðingjum, féll í einni af smáskærum þeim sem heyrðu til daglegra viðburða þarna í barbaríinu. Þegnar hans tóku þá allar eigur hans af forsvarslausri ekkjunni og skildu hana eftir eina á steppunni með sex sonum ungum. Möguleikar hennar og barnanna til lengra lífs voru sáralitlir. En Hólún var seig, ákaflega stolt og full hefnigirni gagnvart þegnunum svik- ulu. Og henni tókst að draga fram lífið ásamt börnunum, þótt þau langtímum saman hefðu lítið að nærast á utan rætur og ber. Og hvern dag brýndi hún fyrir drengjunum að gleyma ekki að hefna sín á svikurunum. Og enginn þeirra tók hvatningar henn- ar hátíðlegar en Gengiskan. Þegar fimmtán ára að aldri vissi hann hvar beztu veiðisvæðin voru, auk þess sem hann var orðinn fullfær reiðmaður og kunni að benda boga á við beztu stríðsmenn. Dag einn fóru bejr bræð- ur að fiska í Ónan-fljótinu og dró Gengiskan þá óvenju stóran og feitan fisk. Bekter bróðir hans, sem var sterkari en hann, tók af honum fiskinn og lamdi hann og barði, þegar Gengiskan dirfö- ist að kvarta. Gengiskan revndi naumast að verja sig, en dag- inn eftir, þegar Bekter gekk einn saman út til hrossa, veittu þeir Einn hinna tvö hundruð þú&und ógurlegu stríðs- manna í riddaraher Gengiskans. Fyrir herra sinn drýgðu þeir mestu fjöldamorð sögunnar. 1 tjöldum sem þessu skemmti Gengi&kan sér með konunum sínum fimm hundruð og skyndikonum svo þúsundum skipti. Þegar sá gállinn var á honum, átti hann til að gamna sér við þær á hestbaki. 14 VIKAN «• tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.