Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 31
Og eins og segir í greinninni um Þrjú á palli, hefur Helgi R. Einars- son slegizt í lið með Kristínu Ólafs. Halldór Fannar hefur aðstoðað hana undanfarna mánuði, en hann er við háskólanám og hefur lítinn tíma. Munu þau Kristín og Helgi syngja bæði og vera skemmtileg og eftir því sem kunnugir segja okkur þá hljóma þau mjög vel saman, enda fellur rödd Helga sennilega prýðilega við rödd Kristínar. Upp- haflega var ætlunin að Ríkharður Pálsson, bassaleikari, væri með þeim líka, en af því varð þó ekki. Það virðist vera að færast fjör í „folk“ þessa dagana. Arlo ti Woddy Gnthrie: Sess I hjarta alheimsins Hér segir iítillega af þessum frægu feðgum, sem eiga sér enga hliðstæðu í veröldinni Arlo Guthrie er ungur maður sem er að, reyna að flýia Oldurhús Alísu. Það var að vísu það lag og sú mynd sem gerði hann að þeirri stjörnu sem hann er, og þrátt fyrir að hann segist vera ánægður með myndina er það mjög greinilegt að hún fjaIlar um ákveðinn kafla í lífi hans sem nú er liðinn. ,Það skiptir ekki máli hvort myndin er góð eða slaam/' segir hann, ,,hún er um tímabil í ævi minni sem nú er búið. Hún er um mánuðina eftir að ég hætti í skóla og fór að verða ég sjálfur. Nú er ég giftur, orðinn faðir og er hreint f skýjunum yfir því. Viðhorf mfn eru allt önnur nú. Jú, ég myndi vilja leika í ann- arri kvikmynd, en hún yrði þá að vera ákaflega ólík „Oldurhúsi Al- fsu". Ég er eiginlega búinn að fá nóg af þessu veitingahúsakjaftaeði. Það var meira að segja gefinn út bæklingur: „How to set up your own Alice's Restaurant", gefinn út af „Alice's Restaurant Incorp- orated"! Er nokkur furða þó maður sé leiður á þessu?" Þegar Arlo fyrst fór að syngja „Öldurhús Alísu" var laginu tekið sem einskonar þjóðsöng byltingar- þenkjandi æsku. En nú virðist se_m lagið sé orðið hluti af kerfinu sem það átti að gagnrýna. Það sama hefur skeð áður: „We Shall Over- come". En það hefur Ifka sett Arlo i vanda .Hann hafði haft frá föður sínum (Woody Guthrie) og Will Rogers þann eiginleika að koma fólki til að hlæja að sjálfu sér. En það hefur farið fyrir Arlo eins og mörgum öðrum, hann hefur séð og fundið orð sín verða að „klissju" um leið og hann sleppir þeim. Um leið og Arlo Guthrie hefur sagt eitthvað hefur það flogið um all- an heim og er álitið sniðugt. Hann vill enn láta fólk hlæja að sér, en han vill líka fá fólk til að hugsa. „Kannski get ég það með því að segja ekki neitt!" segir hann. Arlo lærði list sína af föður sín- um, snillingnum Woody Guthrie, og eins og allir sem komust f kynni við Woody varð hann fyrir miklum áhrifum frá honum. Bob Dylan ferðaðist fleiri hundruð kíló- metra einu sinni til að sjá Woody áður en hann dó, en það var árið 1967 sem hann lézt úr „Hunting- ton's kóleru". Woody ferðaðist frá Oklahóma. um öll ríkin 48 (á meginlandinu þ.e.), og um öll heimshöfin. Hvar sem hann fór söng hann og lifði í tónlist. Enginn veit hversu mörg lög urðu til f huga Woody, en safnari nokkur segist hafa talið yfir 1000. Það myndu þó aðeins vera þau sem Woody lét sig hafa að skrifa niður. Það var ekki tónlistin sem Woodv skapaði, er vann honum það álit — nær ofurmannlesgt — er hann nýtur nú. Það er orðin sem hann setti með tónlist sinni. Yfirleitt tók hann gömul og aróin þjóðlög og stílfærði þau, rétt eins og margir þjóðlaga- og vísna- söngvarar gera í dag, en orðun- um breytti hann algjörlega og samdi yfirleitt eigin texta. Og það voru orð hans, tilfinningar, sem náðu til fólksins á þeim tíma sem hann var hvað ákafastur. Arthur Penn, leikstiórinn sem stjórnaði „Alices's Restaurant" og „Bonnie & Clyde", sagði: „Þeg- ar við vorum að reyna að finna einhvern stíl og eitthvert mótív í Bonnie & Clyde, þá hefði okkur nægt að hlusta á meðferð Woody á „Pretty Boy Floyd". Okkur tókst að vísu að finna rétta mótívið, en Woody var með þetta allt í einu lagi." „Pretty Boy Floyd" fjallar annars um útlaga sem varð eins- konar Hrói Höttur: „Oh, through this world I wander and through this world I roam. I've never seen an outlaw drive a farmer from his home. . . . some will rob you with a six-gun scme with a fountain pen . . ." Bob Dylan viðurkennir fúslega að hann hafi orðið fyrir áhrifum frá Woody og Arlo hefur gaman af því að segja söguna af því er ungur og barnalegur Robert Zimm- ermann, sem síðar kallaði sig Bob Dylan, réðst inn í herbergið sitt í Massachusetts og heimtaði að fá að sjá Woody. Fleiri snillingar segjast skulda Woody mikið, og má nefna á með- al þeirra Joan Baez, Ramblin' Jack Elliot, Odettu, Richie Havens, Pete Seeger, Phil Ochs, Will Greer og marga fleiri. Sá sess sem Woody Guthrie hef- ur í hjörtum fólks víða um heim verður ekki mældur með neinni stiku. Það hefði sært Woody. Lög sín skildi hann eftir handa okkkur og það er sjálfsagt það eina sem hann óskaði sér. Að við mættum eiga lög hans og bók, „Bound For Glory" — sem hann vissulega var, eða eins og Phil Ochs sagði eitt sinn í kvæði um Woody: „Now he's bound for a glory all his own." Amen. Feðgarnir Arlo og VVoody Guthrie: Spámenn tveggja kynslóða. e. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.