Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 19
og hann hafði lofað Brandon
skipstjóra, hafði ekki nein áhrif
á hana, svo hann flýtti sér að
breyta umræðuefni. Og þeg-
ar hann spurði hana hvaða
minningar hún hefði sjálf frá
Englandi, svaraði hún því til að
hún hefði aðeins búið í Ply-
mouth.
— Móðir mín sá um heimili
Josiah Barrows skipstjóra, sem
Kit sigldi með, sagði hún til
skýringar, — og þegar Barrow
skipstjóri dó, erfði Kit allar
eigur hans. En bróðir minn var
ákveðinn í að setjast að á Ja-
maica, svo hann seldi húsið og
tók- okkur mömmu með sér til
Port Royal.
Þau höfðu nú tekið sér sæti á
bekknum við tréð og Sir Joce-
lyn veifaði sér með fjaðra-
skreyttum hattinum. Hann
spurði:
— Var bróðir yðar þá farinn
að stunda þessi sjórán?
— Nei, alls ekki, sagði hún
og hristi höfuðið. — Hann var
skipstjóri á verzlunarskipi, en
rétt eftír að við komum hingað
var skipi hans sökkt, og það var
rétt svo að Kit og félagar hans
komust lífs af. Það voru Spán-
verjarnir sem þar voru að
verki. Hann sór þá að þeir
skyldu fá að borga tap hans
margfalt aftur, og það loforð
hefir hann dyggilega haldið. í
dag er hann einn af ríkustu
mönnum hér í Port Royal og
Spánverjarnir óttast hann og
hata hann líka af öllu hjarta.
Þegar Nick Haltrop og Alex
Blair, vinir og skipsfélagar
Brandons skipstjóra komu til
Fallowmeed, síðar um daginn,
voru þau Damaris og Sir Joce-
lyn orðin beztu vinir. Honum
fannst hún ákaflega aðlaðandi,
og þótt hún réði yfir kvenleg-
um töfrum, þá var hún svo
ákveðin, að hann var viss um
að hún notfærði sér þá aðeins
til að ná fram ákveðnum vilja
sínum. Hún var ekki eingöngu
fögur og aðlaðandi, hún var
líka greinilega mesti forkur, því
það kom í ljós að þegar bróðir
hennar var á hinum löngu sjó-
ferðum sínum, stjórnaði hún
heimili hans af myndugleik. Sir
Jocelyn hugsaði með • sér að
hún væri mjög athyglisverð
stúlka í einu og öllu.
Honum var strax ljóst að
Nick Halthrop hafði mikið álit
á henni. Það var líka greinilegt
að ungi maðurinn var mjög
ástfanginn af henni, en hann
gat ekki greint hvort hún end-
urgalt tilfinningar hans. Sir
Jocelyn hafði það á tilfinning-
unni að hún tæki þetta allt sem
leik. Líklega var bróðir henn-
ar sá eini sem hún var hrifin af
ennþá, hugsaði hann.
Hann hugsaði með sér hvað
Brandon áliti um þetta og hafði
auga með honum meðan á mál-
tíðinni stóð. Það var ekki gott
að geta sér til hvað þessi ró-
legi, ákveðni maður hugsaði,
en Wade fannst hann sjá ó-
ánægju í bláum augunum, þeg-
ar þeim var beint að Damaris
og Nicholas. Hann var ekki
hissa á því, ungfrú Brandon
gat ábyggilega fengið betra
gjaforð. Hugrenningar Wades
voru truflaðar við það að ung-
frú Brandon sagði gestum sín-
um að þeir mættu ekki segja
frá nærveru Sir Jocelyns á
Fallowmeed.
— Hann er hér í ákaflega
viðkvæmum erindagjörðum og
ég hefi lofað að hjálpa honum,
en óvarlegt orð getur kollvarp-
að áformum okkar.
Nick sagðist vera reiðubúinn
að hlýða skipunum hennar,
bæði í þessu og öðru, en Blair
iæknir, sem kom fram við hana
eins og eldri frændi, sagði með
sinni þurru kímni, sem átti ekki
sérlega vel við þunglyndislegan
svip hans:
— Ef þetta er eitthvert við-
kvæmt erindi og þú ætlar að
hiálpa, stúlka mín, þá verð ég
að segja að Sir Jocelyn hefir
mína dýpstu samúð.
— Þér skuluð ekki hlusta á
hann, Sir Jocelyn, fussaði hún.
— Þér eigið eftir að sjá hve
heppinn þér voruð að hitta
Kit. Hún hrukkaði ennið. — En
vitið þið nokkuð, ég veit ekki
ennþá hvernig fundum ykkar
bar saman.
Sir Jocelyn létti við að sam-
talið barst inn á aðrar brautir,
og fór að segia frá með miklum
ákafa hvernig Brandon skip-
stióri hafði bjargað honum úr
klóm sióræningjanna, en hon-
um til mikillar furðu, varð
Framhald á bls. 46
6. tw. VIKAN 19