Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 24
Forsetinn óð um eins og dýr í búri, leit á úrið.Djöfuls ástand, nú var Dísa rétt aS byrja í sjón- varpinu. En hann varS víst aS missa af þeirri ánægju. Nú varS hann aS bregSast skjótt viS, ef þessir fjárans íslendingar áttu ekki aS komast upp meS aS setja hnattkúluna út af brautinni. Forseti Bandaríkjanna var í ofboðslegu skapi. Hann skrefaði fram og aftur um dagstofugólfið, hendur fyrir aftan bak, álútur, gnístandi tönnum svo fast að kinnpok- arnir héngu niðurfyrir kjálkabörð og ferlegt nefið skag- aði út og upp í loftið eins og þumalfingur, steyttur í þeim tilgangi að sprengja augað úr ósýnilegum andstæðingi. Jafnvel lögin úr Sound of Music, sem ómuðu frá stereó- fóninum, gátu í þetta sinn ekki lijálpað liið minnsta upp á geðsmunina. Alll gekk honum á móti. Fyrst kosningarnar, sem gengið liöfðu demókrötum í vil einkum fyrir þá sök, að einn helzti frumkvöðull þeirra fann upp á því snilldar- hragði að litsjónvarpa sjálfum sér flytjandi ræðu með lieimilislega logandi arineld í baksýn. Svo voru það þessir árans Gooks i Víetnam og þar. Þeir voru aldrei sprækari en nú, þótt svo að stærðfræðilega og rökfræðilega séð væri búið að gersigra þá minnst tíu-tuttugu sinnum, þrí- eða fjórdrepa að minnsta kosti hvern vopnfæran mann í landinu og lienda smálest eða svo af sprengiefni niður i hvern einasta kálgarð í austanverðu Indókína. Og herinn lagztur i hass, það af honum sem ekki var strokið til Iíanada. Og svo — til að bíta liöfuðið af skömminni — þetta fjandans vesen uppi á íslandi. Hann var steinhissa á sjálfum sér livað liann hafði tek- svipur hans gefið ólvirætl til kynna að honum væri eitt- hvað óskemmtilegt niðrifyrir. Hver fjandinn er nú, hafði forsetinn spurt. — Ætl- arðu kannski fyrst núna að fara að láta mig vita af ein- hverju stríði, sem við höfum háð í áratug í einhverjum luindsrassi, án þcss að liafa hugmynd um það, eins og varí Laos? — Svo gott er það nú ekki, hafði yfirmaður CIA svar- að. Ég var að fá skýrslu from our man in Iceland; hann er aðgerðaforingi á- beisnum í Keflavík. Hann er húinn að vera þarna í fleiri ár og hefur alla þjóðina á spjaldskrá, livað þá annað. Og hann er vægast sagl ekki myrkur i máli. Annan formála liafði foringi voldugustu leyniþjönustu lieimsins ekki, en þuldi upp úr sér meginatriðin úr skýrsl- unni um framgang islenzku hyltingarinnar. Og það var skýrsla i lagi. Eins og mig grunaði allt frá upphafi af langri reynslu, stóð þar skrifað, byggðisl þessi bylting frá byrjun á djöfullegu samsæri Maó-kommúnista, sem af venjulegri kænsku notuðu ýmsar tilfallandi aðstæður sem sauðar- gaéru lil að breiða yfir lilóðrauðan úlfshaminn. Hinn eig- inlegi kommúnistaflokkur landsins stóð að vísu ekki að þessu, enda fyrir löngu orðinn sauðmeinlaus krataflokk- ur. Kjarni byltingarmanna væri liarðsnúin klíka komma ið þvi rólega í upphafi. Fram að þessari hyltingu þeirra hafði hann aldrei lcitt liugann að þessu útskeri við austur- strönd Grænlands, mundi ekki betur en að það væri dönsk nýlenda, eða það hafði Time sagt í pistli um rússnesku flugvélarnar, sem fengu að millilenda þar á leiðinni lil Perú. Hvað voru þessir Eskimóar annars margir, hundr- að eða tvö huridruð þúsund? Og voru svo að leika sér að því að þykjast vera sjálfstæðir? Fyrst þeir höfðu svo yfir- gengilegan liúmor þurfti engan að undra, þótt þeim dytti i hug að hregða sér i byltingaleik líka, svona til tilbreyt- ingar. Eins og þeir þarna á Anguilla. Og svo höfðu sér- fræðingarnir frá Nató og um skandinavísk málefni full- vrt, að þetta væri alveg í lagi, Rússar væru ekki með fing- urna í þessu og varla Kínverjar heldur. Allavega væri hezt að híða og sjá hvað sæti; herinn i Keflawick væri þá alltaf á næstu grösum við höfuðborgina, ef eitthvað hæri út af. En nú hrá svo við, að ekkerl komst að i höfði forset- ans annað en þetta auma eyland, jafnvel Víetnam hvarf þar i skuggann og Laos með. Það hafði skeð með yfrið skjótri svipan fyrir tæpri klukkustund, þegar yfirmaður leyniþjónustunnar kom á fund hans. Heimsóknir þess manns boðuðu sjaldan neitt gott, og í þetta sinn hafði á Peking-línunni, og i lið með þeim hefðu snúizt hinir og þessir vafasamir framagosar með enn óljósari luigsjón- ir, sem hefðu það einna helzt sameiginlegt, að þeim hefði mistekizt að hrjóta sér framahraut innan stjórnmála- l'Iokkanna, en stjórnmál liafa, stóð í skýrslunni, á Islandi sem víðar lengi verið sjálfsagður framfærsluvegur fram- gjarnra ungra manna, sem ófærir reynast að vinna fyrir sér eða að komast til metorða á lieiðarlegan hátt. Alll þetta hefði þó, innti skýrslan ennfremur, lcomið til lítils, ef eitt ákveðið mál, sem á döfinni hefði verið um hríð í höfuðstað eyjunnar og nágrenni, hefði ekki komið hylt- ingarmönnunum sein engill af himnum sendur. Það mál væri þannig vaxið, að hundaliald væri með lögum bannað í höfuðborginni og útborgum hennar, þar sem mestur hluti þjóðarinnar byggi, en engu að síður hefðu margir veilt sér þann niunað að eignast hunda, enda væri það gamalla manna mál á landinu, að lög og réttur væri sitt livað. íslendingar sem ég hef rætt við, skrifaði aðgerðaforing- inn á Keflavíkurflugvelli, eru á einu máli um, að hunda- málinu liafi fylgl slík liugsjónaalda, að önnur eins liafi ekki gengið yfir landið eða snortið almenning dýpra sið- an þessi þjóðflokkur var að herjast fyrir frelsi sínu í upp- 24 VIKAN e. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.