Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 46
vitað ekki annað en gengið í
hjónaband.
Hann teygði sig eftir bita af
koníakssúkkulaðinu sínu og
beit í það. — Þið vitið auðvit-
að að hún er með hárkollu, er
það ekki? sagði hann kæru-
leysislega.
☆
RÖMANTÍKIN SNÝR
AFTUR
Framhald af bls. 9.
leikara, sem var í stöðugri leit
að einhverjum, sem gæti upp-
götvað hann. Hann og skozki
hundurinn hans, Grounds, urðu
nú stöðugir fylginautar Ali. En
árið 1967 var hún hætt að halda
á ljósmyndavélunum og var
farin að stilla sér upp fyrir
framan þær. Hún var þá orðin
ákaflega eftirsótt módel og
kvikmyndaframleiðandi nokk-
ur var stöðugt á eftir henni
eftir að hafa séð hana í aug-
lýsingakvikmynd fyrir Chanel
5. Ali sagði strax NEI! „Ég
hafði hitt kvikmyndaleikara og
fólk sem var í þeirri klíkunni
og hafði löngu ákveðið að mig
langaði ekki að vera ein af
þeim.“
En svo freistaði „Goodbye,
Columbus" hennar. Ali hafði
hrifizt ákaflega af bókinni og
vildi fá að leika aðalpersón-
una, Brendu Patimkin. Það
féllust framleiðendurnir ekki á,
og er hún kom í prufumynda-
töku, var sífellt verið að skjóta
á hana ýmsum athugasemdum
sem áttu að útiloka hana. Hún
var til dæmis ekki gyðingur,
hún var ekki nægilega reynd
og stærri nöfn vildu líka leika
hlutverkið. En 6 mánuðum síð-
ar komst leikstjórinn, Larry
Peerce, að því, að hún væri
sennilega skást í hlutverkið.
Það hlutverk aflaði Ali 10.000
dollara og enn meiri frægðar.
„Þegar ég sá gagnrýnina vissi
ég að ég var sokkin á kaf í
þennan kvikmyndabransa. Upp
fyrir haus.“ Og hún skrifaði
undir fimm ára samning við
Paramount og fór að læra leik-
list. Hún var 30 ára gömul.
Engin stjama hafði hin síðari
ár byrjað svo seint. Þess vegna
varð hún að gera ýmislegt sem
hún átti ekki von á. Hún gekk
m. a. til sálfræðings. „Eg hélt
alltaf að ég ætti ekki skilið alla
þessa athygli. Eg var óham-
ingjusöm og hrædd, og hélt að
ég sjálf myndi drukkna í þess-
ari Ali MacGraw kvikmynda-
leikkonu."
Síðar giftist hún Robert Ev-
ans, einum forstjóra Para-
mount. Fyrst í stað hafði hún
andstyggð á honum og því sem
hann var fulltrúi fyrir. „Ég leit
einu sinni á þetta hús hans,“
segir hún, „og það var mér nóg.
É'g sagði við sjálfa mig: —
Þetta er ekki fyrir mig.“ Það
sem hún átti við var, að hún
vildi ekki þetta 18 herbergja
hús sem var með 26 síma. Ev-
ans vissi þetta og hafði engar
áhyggjur af því. „Ég tók í hönd-
ina á henni í hálft annað ár.
Það var það eina. Ég vissi að
hún hafði óbeit á mér og því
sem ég var fulltrúi fyrir og
mér var alveg sama. Ég var
bara ekki hennar týpa og hún
ekki mín.“
Síðar breyttist það smátt og
smátt, en það er ekki úr vegi
að minnast aðeins á hvernig
stóð á því, að Evans þessi
komst í kvikmyndaheiminn.
Hann var upphaflega fatafram-
leiðandi í New York, tvískilinn
og þekktur glaumgosi. Ein-
hvern tíma var það, að Norma
Shearer sá hann brúnan og fal-
legan við sundlaugina við Be-
verly Hills hótelið, og hún
ákvað þá og þar, að þessi mað-
ur ætti að leika manninn henn-
ar heitinn, Irving Thalberg, í
myndinni „Man of a Thousand
Faces“. En andlit Evans var
ekki mjög gott í þá mynd, því
hann á mjög erfitt með að sýna
svipbrigði. En síðar lék hann
nautabanann í myndinni með
Övu Gardner, „The Sun Also
Rises“. Hún var gerð eftir sögu
Ernst Hemingway, og gamli
maðurinn vildi ekki hafa hann
með. Hann vildi Tyrone Pow-
er eða Erroll Flynn. Meira að
segja Mel Ferrer beindi þum-
alfingrunum niður á við. „Þeir
voru á móti mér vegna þess
eins,“ segir Evans ásakandi,
„að þeir vildu ekki að buxna-
framleiðandi léki Pedro Ro-
mero.“
En hvað sem því öllu leið,
þá giftist Ali Robert Evans.
Honum, herbergjunum 18 og
símunum 26. Nú á hún von á
barni og kallar það aldrei ann-
að en „Símann“. Það var rétt
eftir brúðkaup þeirra að þau
unnu saman að „Astarsögu“.
„Þegar Ali las bókina og fór
að gráta,“ segir Evans, „hugs-
aði ég með mér: Gott. Hún
grætur og þá má vel vera, að
nokkrar kellingar í viðbót geri
það. Eða þá einhverjir hálf-
skrítnir krakkar. Eða bara ein-
hverjir. Ég hataði allar þessar
asnalegu byltingarmyndir, sem
fjalla um mótmæli, kynlíf, dóp
og popp. Sjálfur hef ég gert
svoleiðis myndir og hef viðbjóð
á þeim. Ég reiknaði með, að
„Ástarsaga" yrði dágóð mynd
með sæmilegan hagnað. En mig
óraði ekki fyrir, að hún yrði
svona vinsæl.“
Þetta sannar sennilega ekki
nema eitt: Fólk er orðið leitt
á kláminu, sem hefur tröllriðið
heimsbyggðinni. Einu mynd-
irnar sem ganga í Bandaríkj-
unum um þessar mundir eru
rómantískar myndir, sem fyrir
ári síðan þóttu fáránlega hlægi-
legar og gamaldags.
Sarah Miles, sem leikur í
einni slíkri mynd, „Ryan‘s
Daughter", (ástarsaga sem ger-
ist á írlandi) heldur því fram,
að nú sé fólk að taka fram fyr-
ir hendurnar á gagnrýnendun-
um, sem hingað til hafa stjórn-
að því, hvað fólk sér og hvað
fólk sér ekki. „Gagnrýnend-
urnir eru að reyna að drepa
þessar myndir,“ segir hún, „en
fólk þyrstir og hungrar í að
sjá þær og fólk streymir inn í
kvikmyndahúsin sem sýna
þessar myndir. Ég held að fólk
sé orðið þreytt á öllu kynlífinu
á tjaldinu. Fólk vill sögu, sem
það fær ekki og lifir ekki sjálft.
Ég trúi eindregið á siðferðið og
það sem er rétt og rangt. Ég
trúi nefnilega á hjónabandið."
En það er ekki eingöngu Ali
Mac Graw sem hefur gert „Ást-
arsögu" svo vinsæla. Það er
sagan sjálf, en hún er skrifuð
af óvenjulegri hæfni. Þó var
þetta fyrsta bók höfundarins,
Erichs Segal, en hann er reynd-
ar sá sami og samdi handritið
fyrir „Yellow Submarine" Bítl-
anna.. Og það er honum að
þakka, að Bandaríkjamenn ár-
ið 1971 -t- og væntanlega fleiri
— standa upp frá sjónvarpinu
til að fara í bíó eins og var gert
í gamla daga. Kannski tæki-
færið til að snúa til heilbrigð-
isins á ný sé á næsta leiti.
☆
GÖÐA NÖTT,
GÓÐAN DAG
Framhald af bls. 21.
Getur svefn móðurinnar
haft áhrif á ófædda barnið?
Hið nána samband milli
fóstursins og móðurinnar er
ekki minna meðan móðirin
sefur. Nýlegar rannsóknir hafa
leitt í Ijós að hreyfingar fóst-
ursins eru hvað mestar meðan
á draumsvefni móðurinnar
stendur. Að líkindum er þetta
efnafræðilegt atriði, en þó er
það ekki vitað með vissu enn-
þá. Ef maður svo leggur sam-
an tvo og tvo og kemst að
þeirri niðurstöðu að draumar
séu nauðsynlegir og svo að
draumar framkalli fósturhreyf-
ingar hjá þungaðri konu, já,
þá liggur það í augum uppi að
hin verðandi móðir þarf að
hafa nægan svefn til þess að
barnið verði hraust, hún þarf
að láta sig dreyma vel og lengi
til þess að eignast sprækan af-
komanda. Barnið fær, sem sagt,
sína fyrstu leikfimi í móður-
kviði.
☆
GULLNI PARDUSINN
Framhald a fbls. 19.
systir skipstjórans æ myrkari á
svip, og þegar hann hafði lokið
sögu sinni, sneri hún sér að
bróður sínum.
— Renard aftur! hrópaði hún
upp. — Ó, Kit, er það ekki
hættulegt að stofna til árekstra
við hann svona æ ofan í æ?
Kit lyfti brúnum. — Nú ert
þú ekki háttvís, barn, sagði
hann í umvöndunartón. — Það
sem þú segir bendir til þess að
við hefðum átt að láta Sir Joce-
lyn verða örlögunum að bráð.
— Þú veizt vel að ég á ekki
við það! sagði hún og sneri sér
að Sir Jocelyn. — Fyrirgefið
mér, en þessi Renard hefir lagt
svo mikið hatur á bróður minn
og Kit veit það, en hann vil?
ekki hlusta á mig.
— Ég er ekki hræddur við
Renard, sagði Kit með fyrir-
litningu.
— En það ættirðu að vera,
skaut Blair læknir inn í. —
Systir þín hefur á réttu að
standa, Kit. Renard hatar þig
meira en nokkurn annan, og
hatur hans er ennþá hættulegra
vegna þess að hann talar ekki
um það. Jafnvel ennþá hættu-
legra þessvegna. Það er ekki
út í bláinn að hann er kallaður
„refurinn“.
Kit brosti. — Hættu þessum
dómsdagsspádómum, gamli
svartsýnispúki, sagði hann góð-
látlega. — Hvað getur Renard
gert mér? Stungið hníf i bakið
á mér í myrkri? Ég er ekki
svo heimskur að gefa honum
tækifæri til þess.
Blair læknir hristi höfuðið.
— Þú leggur of lítið upp úr
þessu, Kit. Ég sagði þér það í
gær og ég endurtek það. Þú
hleður upp vandræðum úr
þeirri átt. Þér megið ekki mis-
skilja þeta, Sir Jocelyn, ég á
46 VIKAN «• tw.