Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 26

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 26
Það fer ekki milli mála að Sigríður Þorvaldsdóttir er ein sú efnilegasta af ungu leikkonunum okkar. Hún hefur starfað við Þjóðleikhúsið síðan 1964, en áður hafði hún um fimm ára skeið dvalið í Bandaríkjunum, fyrst við leiklistarnám og síðan starfað sem leikkona. Þau eru orðin mörg hlutverkin, sem hún hefur farið með á sviði Þjóðleikhússins, en líklega er hún leikhús- gestum minnisstæðust sem Snæfríður íslandssól í síð- ustu uppfærslu Islandsklukkunnar. Og á þessu leikári hefur hún á hendi tvö viðamikil leikhlutverk sarritímis, Margréti í Fást og Agnesi í Eg vil, ég vil. Hefur frammi- staða hennar í báðum þessum hlutverkum vakið verð- skuldaða athygli og nú hefur Karl Vibach, þýski leik- stjórinn sem stjórnaði uppfærslunni á Fást, boðið Sigríði til Lijbeck til að leika Agnesi þar, en sviðsetning á Ég vil stendur fyrir dyrum í borgarleikhúsinu þar og verð- ur frumsýningin nítjánda apríl næstkomandi. Vibach sá leikinn í Þjóðleikhúsinu og varð yfir sig hrifinn af leik og söng Sigríðar. Vikan hitti Sigríði fyrir skömmu að máli uppi í Mos- fellssveit, þar sem hún og eiginmaður hennar, Lárus Sveinsson trompetleikari, hafa komið sér upp stóru og tcllegu húsi. Við spurðum hana að sjálfsögðu fyrst hvað hún hyggði til Þýskalandsferðarinnar, en þess munu fá dæmi að íslenskri leikkonu hafi hlotnast slíkur heiður. — Ég er auðvitað ákaflega hrifin af þessu, sagði Sig- ríður. — Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt. Ég á að læra hlutverkið á þýsku hér heima, en fer út um miðjan marz. Sýningarnar í Lúbeck standa út leik- árið, eða fram í endaðan júní. Við notuðum tækifærið til að spyrja nokkurra spurn- inga varðandi ævi- og leikferil Sigríðar. Hún er fædd VIKAN heimsækir Sigríöi Þorvaldsdóttur, leikkonu Texti: Dagur Þorleifsson Myndir: Egill SigurSsson „Þetta krefst mik- illar einbeitingar. Annars gengur það ekki.“ 26 VIKAN 6. tbi. „Eg reyni að láta mér og uppalin í Reykjavík, dóttir Þorvalds Steingrímssonar fiðluleikara og konu hans Ingibjargar Halldórsdóttur. Móðurætt hennar er úr Gerðum í Garði, og afi hennar í föðurætt var Steingrímur Matthíasson læknir á Akur- eyri, Jochumssonar skálds. Leiklist hefur ekki verið eina viðfangsefni Sigríðar um dagana; hún fór í Iðnskólann og er síðan hárgreiðslumeistari að mennt. Og að sjálf- sögðu er hún alin upp við tónlist frá blautu barnsbeini. — Ég spilaði sjálf á píanó, lærði svona eins og krakk- ar gera. Það hefur oft komið sér vel, það hefur verið gaman að spila með pabba, og svo höfum við Lárus spilað svolítið saman. Við gerðum það til dæmis 'einu „Miss Universe- keppnin haföi þá góðu hlið að ég fékk styrk, sem gerði mér fært að stunda leik- listarnám í Los Angeles næstu árin.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.