Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 39
ALLT Á SAMA STAÐ KQMIÐ, SKOÐIÐ OG SEMJIÐ UM KAUPIN Egill Villija 1 iii*«oii h.f. LAUGAVEGI 118 - SÍMI 2-22-40 SINBEAM- FALLEG, STERKBYGGÐ OG SPARNEYTIN FJÖLSKYLDUBIFREIÐ BJOÐUM YÐUR AÐEINS 0 RVALSFRAM LEIÐSLU BREZKA BIFREIÐAIÐNAÐARINS 12M-15I0 ÁRGERÐ 1971 er enn betra og bezt af öllu er að bragða aldrei dropa. En er nokkur sá maður til, er aldrei- drekki meira en góðu hófi gegn- ir?“ Spakleg athugasemd. Kvennafar Gengiskans var ekki síður stórfenglegt en hæfileik- ar hans og almennt viðhorf til meðbræðra. Það var mongólskur siður forn að hver maður mætti eiga svo margar konur sem hann gæti séð sómasamlega fyrir. Þessi regla gaf Gengiskan óvenjulega möguleika hvað kvennaeign snerti. Og hann notfærði sér hana út í yztu æsar. Borte fæddi honum fjóra syni, en eftir það hætti hann að hafa verulegt gaman af henni, kynferðislega séð. Þá tók hann sér fyrir konu fagra tartaraprinsessu að nafni Jesúgen. Hin leynilega Mongólasaga segir svo frá, að morguninn eftir þá hina fyrstu nótt, er þau Gengiskan og Jesúgen höfðu saman „hvílt“, hafi einvaldurinn verið í bezta skapi og rifið í sig hvert hrossakjötsflykkið öðru stærra og feitara. Allur líkami hans var smurður lýsiskenndum bræðingi að mongólskum sið, til varnar gegn ísköldum steppunæðingnum norðan úr Síberíu; hins vegar mun óhætt að slá því föstu að hann hafi aldrei farið í bað frá vöggu til grafar. Hrossaspikið var uppáhaldsmatur Gengiskans og jafnframt því sem hann hakkaði í sig ropaði hann stórum og urraði annað veifið eins og úlfur af hreinni matargleði. Allt útlit þessa höfðingja og fyrirgangur var með slíkum ódæmum að nægt hefði til að steindrepa hvern meðalkvenmann úr hræðslu. Enda var Jesúgen ræfillinn ekki uppá marga fiska eftir nótt- ina. Náföl og skjálfandi hímdi hún í hæfilegri fjarlægð frá herra sínum og hafði allsenga lyst á hrossakjöti. Að lokum stundi hún fram tilmælum um að mega koma fram með uppástungu. Geng- iskan argaði til hennar að tala. Stúlkuauminginn stamaði þá framúr sér að hún óttaðist að hún gæti á engan hátt fullnægt ástarþörf drottnara síns; bæði skort- ir mig, sagði hún, mikið á nægilegt úthald og eins er mér um megn að leika öll þau óteljandi tilbrigði ástarleiksins, sem minn herra hefur smekk fyrir. Þess vegna vildi ég auðmjúklegast greina yður frá systur minni Jesúí, sem ekki einungis er dáfög- ur, heldur hefur sem gift frú stórum betri ástarreynslu en ég. Myndi mínum drottni ekki þóknast að taka hana sér fyrir konu einnig? Auðvitað vildi Gengiskan það. Hann kvaddi þegar til hundrað riddara að sækja Jesúí. Þeir færðu hana heim í tjald stórkansins, gert úr hvítu leðri, og þar héldu þau þrjú upp á þetta hjóna- band með dýrlegri hrossakjötsveizlu. Meðan þau voru að éta tók Gengiskan eftir því að Jesúí gaf undirforingja einum úr lífverði hans hýrt auga. Honum mislík- aði þetta og spurði hana, hvaða mannskratti þetta væri. „Þetta er nú maðurinn minn,“ sagði Jesúí. „Hann fylgdi mér til tjald- búða þinna til að fá að sjá mig einstaka sinnum, fyrst hann má ekkert hafa af mér framvegis." Gengiskan hafði sverð sitt við hendina, enda notaði hann það sem borðhníf þegar hann át, einkum til að skera niður hrossa- kjötið, Hann brá því á loft, stökk að aumingja undirforingjanum og hjó af honum höfuðið í einu höggi. Síðan skar hann sér enn eina sneið af hrossakjötinu, án þess að þurrka af sverðinu áður. Árið 1202, þegar Gengiskan var fertugur að aldri, tók hann sér aðra aðalkonu. Sú hét Kúlan og var höfðingjadóttir af þjóðflokki er Merkítar nefndust, mikil fegurðardís eftir mongólskum smekk og skáldum þjóðarinnar mikið kvæðaefni. Hún vakti slíkar ástríður hjá Gengiskan, að jafnvel eftir mongólskum siðareglum hegðaði hann sér eins og argasti groddi. Þegar Kúlan var færð á fund hans, snaraðist hann umsvifalaust með hana inn í tjald og lá hana þar á sessu, beið ekki nætur, eins og jafnvel Mongól- um þótti hæfa við slík tækifæri. Kúlan hafði hann í slíkum há- vegum að Borte mátti vara sig. En hún var nógu klók til að fjandskapast ekki við þessa nýju konu kansins. Veldi hennar var því í engu rýrt, en Kúlan fékk sína eigin tjaldþorg ásamt am- báttum, fjárhirðum og fylgdarliði. En tjöld Bortes voru áfram reist til vinstri við tjöld kansins — það var heiðursstaður. Tjöld Kúlan voru svo aftur til vinstri við tjöld Borte. Þá sjaldan Gengiskan var ekki úti að stríða, dvaldi hann jafn- an í Karakórum í Mongólíu. Kínverskur sendiherra, er kom á fund hans þangað, kvaðst ekki hafa séð útfyrir endamörk tjald- búðar hans beggja vegna, er hann stóð fyrir framan hana. 6. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.