Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 10
Setið við spil í herbergi listamannsins held að mér sé óhætt að full- urða að kostirnir hafa reynzt fleiri en gallarnir. Svo er fólk hér sjálfsagt af ýmsum ástæð- um.“ „Ja, það er þannig,“ greip Danni fram í, „að þeir sem voru þreytandi í haust eru enn meira þreytandi núna og þeir sem voru góðir vinir í haust eru enn betri vinir núna. Þetta hefur svona skýrt línurnar ákaflega vel og nú veit maður nokkurn veginn upp á hár hvar maður hefur hvern og einn.“ „Þið hafið þá þekkzt fyrir?“ „Já. Við eigum það öll sam- eiginlegt, undanskilin ein stúlka, að hafa verið á héraðs- skólanum að Laugum í Reykja- dal —- á einum eða öðrum tíma,“ svaraði Helgi og Danni hélt svo áfram: „Þá hefur það náttúrlega sitt að segja að þannig erum við öll hagvön í heimavist og þekkjum inn á þetta fyrirkomulag. Fólk er oft að spyrja okkur hvort þetta sé ekki erfitt, það er að segja að búa með alls konar fólki sem maður er mis- jafnlega „ástfanginn" af, en ég verð að segja fyrir mig, að þetta er ekki eins mikill vandi og maður hefði haldið. Hér hafa allir eitthvað prívat; ef einhver vill vera út af fyrir sig er alltaf möguleiki á því og ég gæti til dæmis nefnt því til sönnunar, að um daginn kom hér heill kirkjukór í kaffi og fæstir urðu varir við það. Hólmfríður á helgidögum. „Þessi hugmynd," segir Danni og kveikir sér í pípu með löngu munnstykki, „er satt að segja komin frá Helga, Braga og Hallmundi — að ég held. HELGI!“ hrópar hann svo. Helgi birtist, og við fáum þær upplýsingar að hann sé 22 ára gamall Kennaraskólanemi. „Þeir Hallmundur og Bragi hafa alltaf búið við þriðja mann síðan Bragi byrjaði í Kennaraskólanum, haustið 1967,“ segir hann. „Síðan hef- ur þetta þróazt smátt og smátt þannig að menn hafa verið að gera sér betur grein fyrir því hvað þetta er hagkvæmara, og á endanum æxlaðist það þann- ig að við Hallmundur og Bragi duttum niður á þessa hugmynd. Og það vorum við sem stóðum aðallega í því að útvega þetta húsnæði ásamt Birgi, sumsé þrír Eyfirðingar og Bragi Þing- eyingur. Eftir að hugmyndin var mótuð fórum við austur í sveit (Þingeyjarsýfslu) til að kanna undirtektir þar. Þær voru eins og árangurinn sýnir.“ „Þannig að þetta er ekki beinlínis gert til að leita nýs sambýlisforms?" „Þetta er hreinlega gert út úr neyð,“ segir Helgi. „En við gerðum okkur strax í upphafi grein fyrir kostum og göllum þessa fyrirkomulags, og ég Skæruliði og væntanleg prestsfrú: Magga. Hallmundur kúnstner við höndina sem missti manninn í stríðinu. Það var kirkjukór Langholts- sóknar, en ég syng þar.“ „Og svo erum við sjálf með kór,“ skaut Magga inn í. „Já,“ sagði Danni, „við vor- um búin að syngja svo mikið — og öll vön kórsöng —■ að okkur þótti hreinasta óhæfa að stofna ekki kór, svo nú æfum við á hverju fimmtudagskvöldi undir stjórn Jóns Stefánsson- ar söngstjóra.“ Okkur er boðið meira kaffi og Helgi lýsir því yfir að hann megi ekki vera að þessu leng- ur, hann sé að fara í leikhús. „Hvað ætlarðu að sjá, Helgi minn?“ spyr Hódda. „Syndir annarra,“ svarar 10 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.