Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 49
myndasafn vikunnar Svör við hver, hvar, hvenær: 'SSóL *Z9| gasjo-jel^jjepueg uospM •|ga^e>|SJOcj j ujnögijs ge jsjppæ^ uossujnqoor seiLjjjew -uossujolg •qi ujolg jpja J9 „jn|9ASi>|J!/\" Wilson í góðum félagsskap Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta er mik- ill pípureykingamaður og sést yfirleitt aldrei nema með pípu í munni. Því þótti hann sjálf- kjörinn til að opna sýninguna „Pípureykingar í gegnum ald- irnar“, sem nýlega var sett upp í Lundúnum, en þar var með- al annars sýnd pípa sem sjálf- ur Walter Raleigh er sagður hafa átt. Pípan sem Wilson er með á myndinni er aftur á móti þýzk að ætterni, sögð tálguð þar árið 1851 og fylgdi sögunni að töluvert magn af tóbaki muni þurfa í þessa pípu. Ekki höfum við hugsað okkur að þræta fyrir það. ☆ Við höldum áfram að birta göm- ul kort, en okkur hafa borizt nokk- ur slík frá lesendum. Hér er til dæmis skemmtileg og óvenjuleg mynd frá Patreksfirði. Ekki sést á kortinu, hvenær myndin er tekin, en trúlega er það öðru hvoru megin við aldamótin. Útgefandi kortsins er sagður Ólafur Ólafs- son, Reykjavík. Ef einhver veit nánari deili á þessu skemmtilega korti, þá væri okkur þökk í að fá að vita þau. /---------------------- ■ \ vísa vikunnar Margir lengja á leiðin sín, legstein, þyngri og meiri, en ef týnist þúfan þín, þá verður hljótt um fleiri. Þorsteinn Erlingsson. V_____________________________________■> Byssa Churchills Mauserpístólan sem stúlkan á myndinni er með er ein dýr- asta sinnar tegundar — fyrir það eitt að hana átti eitt sinn W. L. S. Churchill, eða svo er grafið í skeftið. Það þýðir auð- vitað Winston Leonard Spen- cer Churchill og varð sá mað- ur síðar hetja í Bretlandi og forsætisráðherra heimsveldis- ins. Vopnið eignaðist hann árið 1899 þegar hann fór 25 ára gamall til Suður-Afríku sem sérlegur fréttaritari Morning Post og átti hann að fylgjast með Búastríðinu. En Winston var tekinn höndum og settur í tugthús og eftir að hann slapp auglýstu Búarnir að fyrir hann fengist dágóður peningur — hvort heldur hann væri dauð- ur eða lifandi, og í sjálfu sér kæmi þeim það fullt eins vel að fá hann dauðan. En nú er sem sé byssan kom- in á uppboð hjá vini okkar Sotheby í London — ásamt nokkrum nýlegum geirfuglum! ■fr hvar fæddist Matthías Jochumsson, skáld? hver er höfundur skáldsögunnar „Virk- isvetur"? hvenær lézt Wilson, forseti Bandaríkjanna? 17. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.