Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 4
Merkíd sem allír þekkja
Úrval fallegra íita
ný sending
ný mynstur
KLÆÐNING HF
LAUGAVEGI 164 SÍMAR 21444-19288
4 VIKAN 17. TBL.
P0STURINN
llluga
Kærkomni Póstur!
Ég ætla að biðja þig að aðstoða
mig. Veizt þú, hvar Michael
York á heima? Viltu vera svo
góður að birta heimilisfang
hans fyrir mi'g.
Einnig ætla ég að spyrja þig
álits: Finnst þér asnalegt, að
stelpa heiti llluga? Er það ekki
gamalt og gott, norrænt nafn?
Ég verð fermd í vor og mig
langar til að bæta llluga-nafn-
inu í nafnið mitt. Pabbi segir
þetta vitleysu, enginn kvenmað-
ur hafi heitið þessu nafni.
Get ég ekki tekið mér upp þetta
nafn? Svaraðu mér fljótt og vel,
því að mér er þetta mikið hjart-
ans mál.
Vonandi lendir þetta bréf ekki
í ruslakörfunni, heldur verður
birt í blaðinu hjá ykkur.
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir.
P.S. Hvernig er skriftin og hvað
lestu úr henni?
Við höfum ekki heimilisfangið,
sem þú biður um í upphafi
bréfs þrns. Og þá er komið að
þvi stóra máli, hvort þú eigir að
láta hressa svolítið upp á nafn-
gift þína um leið og þú ferm-
ist. Það er laukrétt hjá þér, að
Hluga er gamalt og gott nafn,
sem kemur fyrir í fornsögunum,
þótt það sé sjaldgæft nú á dög-
um. Okkur finnst ekkert athuga-
vert við nafnið. Það hljómar
bærilega og er alveg laust við
alla væmni. Ef þér er þetta mik-
ið hjartansmál, þá skaltu ekki
hika við að berjast fyrir þvi, þar
til sigur hefur unnizt. — Skrift-
in er dálítið óregluleg, en ber
vott um skapfestu, sjálfstæði og
sterkan vilja.
Plötur Bítlanna
Kæri Póstur!
Ég ætla að byrja á því að þakka
Vikunni allt gamalt og gott, en
snúa mér síðan beint að efninu:
A George Harrison barn? Vin-
kona mín segir, að hann eigi
þriggja ára gamlan son, en ég
segi, að hann eigi ekkert barn.
Svo ætla ég að biðja þig að
birta lista yfir allar plötur Bítl-
anna.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
M.S.
P.S. Hvernig er skriftin og staf-
setningin?
Lengi framan af að minnsta
kosti var George Harrison sá af
þeim frægu Bitlum, sem ekkert
afkvæmi átti. Hins vegar áttu
þau hjónin forláta hund. Hafi
hann hins vegar eignazt barn
fyrir þremur árum, þá hefur
það alveg farið framhjá okkur
og áreiðanlega lítið verið sagt
frá því í heimspressunni. — En
hér kemur listi yfir LP-plötur
Bítlanna. Listinn er úr bókinni
um þá Sögu Bitlanna og nær að-
eins fram til ársins 1967. En þú
þekkir vonandi þær plötur, sem
síðan hafa bætzt við:
Please, please me (april 1963)
With the Beatles (nóv. 1963)
A Hard Days Night (ágúst 1964)
Beatles for Sale (nóv. 1964)
Help (ágúst 1965)
Rubber Soul (desember 1965)
Revolver (ágúst 1966)
Sergeant Peppers Lonely Hearts
Club Band (apríl 1967)
Magical Mystery Tour (desember
1967).
Ég hef það á sálinni
Kæri Póstur!
Ég hef aldrei skrifað þér áður
en vonast eftir að þú svarir
mér.
Ég er sextán ára og er hrifin af
strák, sem er tuttugu ára, ég
hef aldrei verið með honum en
þekki hann svolítið, ég sé hann
oft og hann horfir svo mikið á
mig en svo ef ég horfi á móti,
þá verður hann eitthvað svo
skrýtinn og ég hef á sálinni að
hann sé eitthvað reiður við mig
en ég hef ekkert gert honum.
Góði Póstur, hvað á ég að gera?
Ein sem er alveg ( rusli.
Láta mætti sér detta í hug að
honum þætti þú fullung fyrir
sig, en það ætti að lagast, ef
þú hefðir biðlund í fáeina mán-
uði. Fyrst hann horfir mikið á
þig, ætti hann að hafa áhuga.
Vertu því bara órög og hættu
ekki að horfa á hann, og sættu
lagi til að tala við hann.
Of feiminn
Elsku Póstur!
Ég hef aldrei áður skrifað þér,
en finnst blaðið gott, og efni
þess. Nú langar mig að biðja