Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 14
Á MEÐAN BÍLSTJÓRARNIR VORU Á BALLI Framhaldssaga efíir Mignon G. Eberhart — 5. hluti Þetta var allt meö ráðum gert og skipulagt þannig, aö grunur félli á mig. Þáð var vitað að ég skuldaði John peninga, ég neyddist til að sækja töskurnar mínar heim til hans umrætt kvöld og lögreglan fann byssuna mína á gólfinu ... - Ógnaði hann þér? Sugar deplaði augunum rugl- uð. — Hann sagði: „Þér skut- uð John Ransome." Svo lagði hann á. -— En hvers vegna heldurðu að hann hafi ætlað að hrinda þér út um gluggann í nótt? Hún hristi höfuðið. -— Sg veit það ekki. Fleira hafði hann ekki upp úr henni. En hún var ennþá grábleik í framan þegar við fórum, og reyndi ekki að halda aftur af okkur. Hún læsti dyr- unum jafnskjótt og við vorum komin fram á ganginn. — Ég hefði líklega átt að segja henni að láta lögregluna vita af þessu, sagði Bill. — En trúlega hefur þetta verið ein- hver, sem lesið hefur um morð- ið í blöðunum og gerir sér vonir um að geta haft út úr henni fé með því að hóta að segja frá einhverju, sem hann þykist vita. Lyftan kom. Síðar átti eftir að koma í ljós að við höfðum gert örlagarík mistök, en það datt okkur ekki í hug. Ekki þá. Við fórum til veitingahúss í nágrenninu, og Bill pantaði dýran hádegisverð. Svo fórum við að tala. Hann sagði fátt af reynslu sinni í gæzlunni hjá lögreglunni, en tók fram að ástæðan til þess að þeir hand- tóku hann hefði ekki veriÖ sú, að Jimmy hefði einnig verið talinn hafa ástæðu til að myrða John. — Þar að auki hef ég á tilfinningunni að Brannigan hljóti að hafa sagt þeim eitt- hvað, sem þeir vilja ekki láta uppi. Hann vissi ekki hvað eftir- litsmaðurinn, Brannigan, sem sem hafði fundið mig á morð- staðnum þegar eftir að morðið var framið, gat hafa sagt lög- reglunni, og ég gat ekki held- ur ímyndað mér hvað það gat verið. Lögreglan hafði sagt honum hvað í erfðaskránni stóð, svo að hann vissi að Su- gar átti að fá tíu þúsund doll- ara og frú Sales Cezanne-mál- verkið. En hann vissi ekki að frú Sales hafði komið á hunda- búgarðinn og að hún hefði þá getað náð í skammbyssuna mína. Hann hafði ekki heldur frétt að Mike Reilly lá undir grun, og þegar ég sagði hon- um að stöðvarvagn Mikes hefði staðið svo klukkutimum skipti nálægt húsi Johns, spratt hann upp og sagðist verða að hringja. Éíg sat kyrr við borðið og litaðist um í veitingahúsinu. Þetta var stórvirðulegur stað- ur, og allar konurnar inni sýndust vera í minkakápum. Allt i einu kom ég auga á Jimmy og náfölt andlit frú Sales. Hún þrástarði á Jimmy. Svo kom hún auga á mig og sagði eitthvað við hann. Hann sneri sér við og veifaði, og svo komu þau að borðinu okkar. Ég þóttist sjá að þau væru öðruvísi en þau áttu að sér. Þegar ég hitti Edith Sales síð- ast, hafði hún virzt döpur og niðurdregin. Nú var hún greinilega æst, og það var ánægjulegur, næstum sigri- hrósandi glampi í dökkum augunum. Jimmy kallaði mig „elskuna" og kyssti mig á kinn- ina, klappaði mér á handar- bakið og var allur á hjólum. En það var eitthvað þvingað í framkomu hans. Bill kom aftur að borðinu og heilsaði þeim. Svo sneri frú Sales sér að mér. — Ég skulda yður afsökunarbeiðni, ungfrú Bennet. Auðvitað þekkti ég Harpo. En ég var nýbúin að lesa þetta um John og var al- veg utan við mig. Maðurinn minn er farinn í ferðalag, bætti hún við svo sem til skýringar. •— Þá er komið að mér, sagði Jimmy við Bill. — Ég hef ver- ið í yfirheyrslu síðan snemma í morgun. Bill svaraði engu. Jimmy strauk hendinni yfir hárið, taugaóstyrkur, og sagði: — Manstu ekki til að þú hafir séð í námunda við hús Johns einhvern, sem gæti hafa verið innbrotsþjófur, útlitsins vegna? — Enginn myndi trúa henni hvort eð væri, sagði Bill stutt- lega. — Það er of seint nú. Frú Sales stóð upp. — Ég þarf að mæta annars staðar, sagði hún. — Þakka þér fyrir matinn, Jimmy. Hún kvaddi okkur Bill kurteislega og fór. — Við þurfum einnig að mæta annars staðar, sagði Bill og stóð upp. — Hafðu það gott, Jimmy. Við borguðum reikninginn, en þegar við komum fram að fatahenginu, beið Jimmy okk- ar þar. — Ég vissi ekki að þið frú Sales væruð svo góðir vin- ir, sagði Bill. Jimmy yppti öxlum. — Hún krafðist þess að ég byði henni í hádegisverð, svo að hún gæti Framhald. á hls. 45. 14 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.