Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 44
ATLAS
Regent de luxe
einmitt handa yður!
NÓG PLÁSS — FROST - KULDI - SVALI.
360 litra rými með valfrjálsri skiptingu milli
kulda og búrsvala, ásamt lokuðu frystihólfi af
réttri gerð fyrir pá, sem jafnframt eiga frysti.
INNRÉTTING ( SÉRFLOKKI — með 6 færan-
legum draghillum úr ekta krómuðu stáli. Ávax'ta-
skúffa. Grænmetisskúffa. 4 flöskuhillur. Smjör-
kúpa. Ostahólf. Stórar flöskur, könnur og fernur
rúmast vel.
ALSJÁLVIRK, KLUKKUSTÝRÐ ÞlDING - ekki
einu sinni hnappur-og piðingarvatnið gufar upp.
GLÆSILEGUR — SlGILDUR - VANDAÐUR.
Látlaus formfegurð, samræmdir litir, bezta efni
og einstakúr frágangur.
GOTTVERÐ - GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
SÍMI 2 44 20
SUÐURGÖTU 10
i
Nú var honum ljóst að hann
elskaði hana ennþá. En það var
líklega öðru máli að gegna
með hana, þar sem hún hafði
aldrei látið heyra frá sér. Og
þar sem það var hún, sem
hafði slitið sambandið milli
þeirra, þá varð það að vera
hún sem gengi fyrsta skrefið.
Hún hafði einfaldlega horf-
ið. Einhver hafði sagt honum
að hún hefði fengið vinnu við
annars flokks leikhús einhvers
staðar fyrir norðan. En hann
hafði hvorki heyrt hana eða
séð síðan kvöldið sæla, á veit-
ingahúsinu bak við leikhúsið.
Cliff leit á klukkuna. Það
var kominn tími til hádegis-
verðar og hann var glorsoltinn.
Nú hafði hann ráð á því að
sækja dýrara veitingahús og
kaupa sér betri mat, en af
gömlum vana skundaði hann í
áttina að litla veitingahúsinu,
þar sem hann hafði borðað um
svo langt skeið.
Hann heilsaði eigandanum
og gekk í áttina að litla horn-
borðinu, þar sem hann hafði
eytt svo mörgum stundum
undanfarin ár, bæði með Sally
og einn. Hann þoldi varla að
hugsa um allar þær stundir,
en þau höfðu alltaf borðað
þarna, þegar þau höfðu sam-
an vinnu í London.
Þá kom hann auga á það.
Stutt, ljóst hárið fyrir ofan
granna hálsinn. Það var hárið
á Sally, hálsinn á Sally....
Hún sat við borðið hans.
Borðið þeirra. Beið hún eftir
honum? Já, auðvitað.
Hann hikaði. Átti hann að
laumast út aftur? Gat hún
ekki skilið að það var nokkuð
áberandi að leita hann uppi í
dag? — hún hefði átt að hafa
svolítið meira stolt.
Peter Haverty hafði hitt
naglann á höfuðið. Nú átti
hann góða framtíð í vændum
og þá vildi hún endurnýja
vinskapinn. Það var og! En
hann sneri ekki við. Hann gekk
rakleitt að borðinu og settist
niður.
Bláu augun ljómuðu af undr-
un og gleði.
Cliff! hrópaði hún upp
yfir sig. - — Ó, Cliff!
— Og hvað kemur til að þú
ert komin hingað til höfuð-
borgarinnar?
sagði hann og hann heyrði
sjálfur að það var hæðnis-
hreimur í rödd hans.
— É'g . . . ég hef verið hér
í nokkrar vikur. Hún virti hann
fyrir sér, eins og til að kom-
ast að því hvað hann væri að
hugsa. — Stykkið, sem ég lék
í var hætt að ganga og tekið
út fyrir nokkrum vikum.
— Jæja, sagði hann, mjög
áhugalaus. Hann var nú viss
um að hún hafði beðið tilbú-
in eftir tækifæri. Og nú eygði
hún eitthvað slíkt. Gegnum
hann.
— Ég hef séð nafnið þitt á
biðlistum hjá nokkrum leik-
húsum, sagði hún. — Það er
leitt að þú skulir ekki hafa
fengið neitt að gera. En ég hef
ekki viljað hafa upp á þér,
vegna þess að ég var hrædd
um að þú færir þá að bjóða
mér út að borða, án þess að
hafa ráð á því.
— Þar hafðirðu á réttu að
standa, sagði hann. Ég á
við að ég hafði ekki haft ráð
á því.
Það varð andartaks þögn.
Svo lagði hún hönd sína yfir
hans og sagði:
— Ég skal vera ærleg, Cliff.
Ég hef saknað þín hræðilega
mikið.
Hann starði á hana. Bláu
augun voru rök. Ágætis
frammistaða hjá leikkonu,
hugsaði hann.
— Ef ég man rétt, þá var
það. ekki ég sem sleit sam-
bandi okkar, Sagði hann sein-
lega. _
É'g veit það, svaraði hún.
— Ég get aldrei fyrirgefið
sjálfri mér að ég skyldi gera
það. En nú langar mig til að
bæta það upp. Viltu það ekki,
Cliff?
Hann langaði til að hrópa
„Já“ og þrýsta henni að sér
og láta kossana rigna yfir
þennan dásamlega og við-
kvæmnislega munn. Þá mundi
hann hvers vegna hún hafði
leitað hann uppi. „Þegar rign-
ir á prestinn . - .“ hafði Pete
sagt.
— Og heldurðu að það geti
blessazt nú?
- Heyrðu mig nú, Cliff,
sagði hún, alvarleg í bragði.
Ég veit að þú verður ekki
hrifinn af því sem ég ætla nú,
að segja, en.... Hún þagnaði
og beit á vörina. — Við get-
um búið saman þangað til þú
færð eitthvað sem hentar þér.
Ég vinn fyrir svo miklum pen-
ingum að það dugar okkur báð-
um.
Hann glennti upp augun.
— Þú?
Og það rann skyndilega upp
fyrir honum að hún vissi ekki
neitt um ráðningu hans. „Sviðs-
ljósið“ var alveg ný komið út
og hún hafði ekki séð það enn-
þá. Það gat líka verið að hún
læsi það aldrei.
-Eg er nýkomin frá leik-
hússtjóranum. sagði hún áköf,
— og ég hef fengið bezta tæki-
færi lífs míns. Það er aðal
kvenhlutverkið í söngleik, sem
bráðlega verður settur upp. Ég
skrifaði undir samninginn í
morgun. Það er sagt að þetta
sé ágætis söngleikur, ekki síðri
en „My Fair Lady“ og komi
til. með að ganga í mörg ár.
Það getur verið að þú hafir
heyrt um hann. Og ef þú ert
ekki of stoltur til að leyfa mér
að greiða reikningana fyrst um
sinn. . .
Hann fór að hlæja, en hún
þagði.
Af hverju ertu að hlæja,
sagði hún og það var augljóst
að henni sárnaði. — Var ég að
segja eitthvað fyndið? ☆
44 VIKAN 17. TBL.