Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 11
Matráðskonan og móðirin Þórdís við pottana. hann — og vekur almennan hlátur. „Það er ekki gott fyrir sálina að hún sé mikið ein,“ heldur Danni svo áfram. „Það hefur orðið þannig hér að við sækj- um lítið félagsskap út fyrir hópinn, en hingað koma nátt- úrlega oft gestir, mjög oft. Núna á laugardagskvöldi er til dæmis megnið af fólkinu heima, ég held að það vanti á að gizka þrjá eða fjóra.“ „Já, hafa ekki Þingeyingar - að eigin sögn — alltaf verið flestum skemmtilegri?“ Þau glottu öll. „Eg veit ekki hvað skal segja um það,“ svar- ar hann, ,,en hitt er annað mál að ég held að okkur sjálfum þyki við ekkert tiltakanlega leiðinleg! Viljið þið ekki annars ganga um og skoða staðinn?" Jú, við viljum það og svo er lagt af stað. Hópnum er skipt niður í tvö „matarfélög", þeim megin sem við þiggjum kaffi eru 5 í matarfélagi, þar sem þau eru óreglulegar heima við en hinn hópurinn, sem telur 9 (plús barnið) og neyta þau að- almáltíðarinnar um klukkan hálf tvö á daginn. Þeim megin er matráðskonan Þórdís, 21 árs og móðir barnsins. Hún hefur það hlutverk eitt og merkast að sjá um mat handa heimilisfólkinu og hita kaffi handa gestum. Þá er Þórdís líka helmingur ágæts hjóna- bands sem er innan kommún- unnar, gift Birgi, 25 ára göml- um nema í stúdentadeild Kennaraskólans. Vegna aldurs síns og manndóms, það er að segja föðurhlutverksins, hefur Birgir verið kjörinn „safnað- aroddviti", og sér um allt reikningshald fyrir kommún- una auk helztu innkaupa. Það segir sig sjálft, að barn- Framhald á hls. 39. Orgeileikarinn Kristján leikur sjálfum sér og öðrum til sáluhjálpar. Foreldrarnir Þórdís matselja og Birgir safnaðaroddviti með barnið Ásdísi við vegginn Rogastanz.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.