Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 36
inn var hvergi nærri. En þar sem Damaris var þama ein- sömul, kaus hann að sýna á sér drembisvip. — Ég vona að ég trufli ekki, sagði hann frekjulega. — Þú hefur verið að ræða málin við Brandon og Farrancourt, býst ég við. Má ég benda þér á að sem tilvonandi eiginmaður þinn, hef ég rétt til að vera viðstaddur slík samtöl! Damaris horfði á hann og vissi ekki hvað hann var að fara. í öllu sem á undan var gengið hafði hún hreinlega gleymt þessari furðulegu trú- lofun, en nú var hún minnt svona harkalega á það hvernig framtíð hennar yrði. Fyrr eða síðar yrði jarlinn keyptur úr haldi og eftir þessum skelfi- legu fréttum sem hún hafði heyrt í dag, vissi hún að hún yrði að hlýða boðum hans í einu og öllu, ef hún átti að forða Kit frá ofsóknum hans. Fletcher var honum þægur ljár í þúfu og þar sem örlög Fletchers voru undir jarlinum komin ,þá myndi hann koma upp um leyndarmál hennar, án þess að blikna. Hún varð að vera varkár gagnvart honum, en eitt þurfti hún að fá vissu um. — Segðu mér eitt, vissir þú að frændi minn var að svíkja Kit í hendurnar á Renard? Ingram horfði rannsakandi á hana. Hann gat með góðri samvizku neitað því, en svo var það þetta ‘með bréfið, sem hann hafði náð í, það gæti komið í dagsljósið. Hann svar- aði, mjög varfærnislega: — 'Ég vissi að Brandon reyndi að hindra brottför þína og þar sem það, ef það hefði heppnazt, myndi koma í veg fyrir vonir mínar, gerði ég allt sem ég gat til að láta það ekki ske. Mér var Ijóst að jarlinn óttaðist að áhrif Brandons á þig væru það mikil að honum tækist að fá þig til að verða um kyrrt á Jamaica. En mér datt ekki í hug að hann reyndi að gera Brandon þennan óleik. Ég var jafn hissa og þið, þeg- ar Brandon kom í ljós um borð í „Albatross“, það sver ég. Hún horfði fast á hann um stund, en þar sem hann leit ekki undan, ákvað hún með sjálfri sér að trúa honum. —• Það er gott, sagði hún þurrlega. — Ef þú hefðir haft eitthvað með það að gera, þá hefði enginn mannlegur mátt- ur fengið mig til að tala við þig framar, hvað þá annað. Hann sá nú að það hafði ver- ið rétt af honum að tala svona opinskátt við hana og það veitti honum kjark til að spyrja: — Á ég að skilja það þann- ig að jarlinn hafi vanmetið vald Brandons? Damaris sneri sér undan, til þess að hann sæi ekki sorgina í augum hennar. — Mín einasta ósk nú er að komast eins fljótt og hægt er burt frá Jamaica, sagði hún lágt. — Vertu alveg rólegur! Það getur enginn haldið mér eftir í Vestur-Indíum. Framháld í nœsta blaSi. JOHN LENNON Framhald af bls. 28. sinn haus. Þeir finna ekkert. Það er ég sem finn, ég sem hef tilfinninguna, vegna þess að það er ég sem er að túlka eitthvað. En þeir lifa á mér og öðrum listamönnum, sjúga allt af okk- ur sem þeir mögulega geta og við erum þeir ... meira segja er það svona með boxarana — þegar Oscar kemur inn í hring- inn lemja þeir allt vit út úr honum, hann slær Clay aðeins einu sinni og allir æpa af hrifn- ingu. Ég vildi mikið frekar vera í áhorfendahópnum, en ég er ekki fær um það. Og ég meina það þegar ég segi að ég vildi vera fiskimað- ur. Ég veit að það hljómar kjánalega — og ég vildi vissu- lega frekar vera ríkur en fá- tækur og allt það — en ég vildi að sársaukinn væri vanþekking. Ef maður veit ekkert, maður, þá er enginn sársauki; svona lít ég á það. — Hvaða lög koma þér strax i huga þegar talað er um Lenn- on/McCdrtney-lög? —• „I Want To Hold Your Hand“, „From Me To You“, „She Loves You“, það eru þessi, en ég verð að hafa lista yfir þetta, því þau eru svo mörg, milljón trilljónir. Þegar maður er í rokkhljómsveit verður maður að semja með tveggja laga plötur í huga og við Paul hættum því fljótlega. Við vor- um með alla fingur í hvers annars köku. Ég man að einfaldleikinn á nýju plötunni minni var áber- andi á tvöfalda albúmi Bítl- anna. Það var til dæmis áber- andi í „She’s So Heavy“; svo áberandi að einhver gagnrýn- andi skrifaði: „Hann virðist hafa glatað hæfileiká sínum til að semja texta, því þetta er einfalt og leiðinlegt." En „She’s So Heavy“ var um Yoko. Þegar kemur að kjarna málsins, eins og Yoko sagði, þegar maður er að drukkna, þá segir maður ekki: „Mikið lifandis skelfing yrði ég nú ánægður ef einhverj- um dytti í hug að athuga hvort hér væri ekki einhver að drukkna og þar með væri mér hjálpað," heldur öskrar maður. Og í „She’s So Heavy" söng ég einfaldlega: „I Want you, I want you so bad, she’s so heavy, I want you...“ og svo áfram. Ég byrjaði að semja einfaldar með tvöfalda albúminu. — Hvers vegna samdir þú „Revolution“? — Hvora? — Báðar. — Þær voru þrjár. — Jæja, byrjum þá á tveggja laga plötunni. — Einhverntíma þegar hinir voru í fríi samdi ég „Revolu- tion“ og „Revoution Number Nine“. Ég ætlaði að setja það út á tveggja laga plötu og var búinn að ganga frá öllu, en þá komu þeir heim og sögðu að það væri ekki nógu gott. Og þá settum við út... æ, hvað var það? „Hello Goodbye" eða ein- hvern svoleiðis skít? Nei, við sendum frá okkur „Hey Jude“ sem var vissulega þess virði — mér þykir leitt að viðurkenna það — en við hefðum getað haft báðar. Mig langaði til að segja það sem mér fannst um byltingu (revolution). Mér fannst sann- arlega kominn tími til að ég talaði um það rétt eins og mér fannst tími til kominn að tala um stríðið í Víetnam. Þegar við vorum með Brian önzuðum við, aldrei spurningum um stríðið og svo kom að því að við sögð- um við hann: „Nú ætlum við að tala um stríðið og við ætlum ekki að vera með neinar vífil- lengjur, við erum á móti því.“ Ég vildi fá að segja það sem mér fannst um byltingu. Ég hafði hugsað um þetta í fjöllunum í Indlandi. Að vísu var ég enn með þessa tilfinn- ingu um að Guð bjargi öllu og að allt verði í lagi (jafnvel nú segi ég: „Hold on John, it’s goin to be all right“, og ef ég myndi ekki gera það væri ekk- ert í lagi) og þess vegna gerði ég það. Ég vildi tala, ég vildi segja mitt um byltinguna. Ég vildi segja við þig eða hvern sem er: „Þetta er það sem ég segi, hvað segir þú? Tölum saman um þetta og sjáum hvað skeður.“ f einni útgáfunni sagði ég „count me in“ þegar talað var um ofbeldi (If you talk about destruction, don’t you know that you can count me out, seg- ir annars staðar), vegna þess að ég vissi ekki hvað mér fannst. En svo sagði ég „count me out“ í því sem við settum út, vegna þess að ég held að blóðug bylting um allt myndi ekki verða mjög hagstæð. Ég vil ekki deyja, en þegar ég fer að hugsa um hvað getur skeð ann- að, virðist það óhjákvæmilegt. „Revolution 9“ var eiginlega mynd af því sem ég held að skeði raunverulega þegar bylt- ingin verður: það var eins og teikning ai byltingunni. Allt þetta var búið til úr bútum. Ég var með um það bil 30 bútá í gangi (segulbandsspólubúta) og samræmdi þá á eina rás. Ég var með klassíska músík aftur á bak eftir að hafa skorið það band niður í smábúta og skeytt þá saman úr samhengi og allt í þessum dúr til að fá réttu hljóðin. Eitt bandið var prufu- band frá upptökumanninum og það byrjaði með rödd sem sagði: „This is EMI Test Series Numb- er 9“. Ég klippti allt út sem var á þessu bandi og setti töl- una 9 við það. Svo kom í ljós að ég á afmæli þann níunda, 9 er happatalan mín og svo fram- vegis, en þetta var bara svo •fyndið að hejTa allt númerað númer níu, þetta var eins og brandari — það er í rauninni allt og sumt. — „Happiness is a Warm Gun“ er skemmtilegt lag. — Ó, hvort það er. Mér finnst það eitt bezta lagið mitt, ég var satt að segja nærri búinn að gleyma þvi. Það er dýrlegt lag. Mér finnst gaman að öllu sem er að ske í því. Eins og „God“, þar hafði ég sett saman þrjú ólík lög og það átti að. .. það var eins og það rynni í gegnum allar tegundir af rokkmúsík. Það var alls ekki um „H“ (heróín), og Lucy in the Sky with Diamonds“ var ekki um LSD. Ég get svarið það til Guðs eða Mao eða einhvers, að ég hafði ekki hugmynd um að tit- illinn væri skammstafaður LSD fyrr en einhver 'sagði mér það. Og „Happiness is a Warm Gun“ átti heldur ekki að vera um heróín. George Martin átti bók um byssur sem hann var að segía mér frá — held ég — eða að hann átti blað sem var með þessari fyrirsögn á forsíðu: „Happiness is a Warm Gun“ — já, svoleiðis var það. Hann lán- aði mér þetta blað og ég las það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri stórkostlega fár- ánlegt, þvi heit byssa þýðir að 36 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.