Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 26
Þegar þetta blað kemur út er Thor Heyerdahl
væntanlegur innan fárra daga til
Reykjavíkur, til að halda fyrirlestur um
hinar ævintýralegu ferðir sínar á
papyrusbátunum „Ra l.“ og „Ra II.11.
Án efa kannast flestir við
Thor Heyerdahl, norska mann-
fræðinginn, landkönnuðinn og
ekki sízt rithöfundinn, því að
bækurnar sem hann hefur
skrifað um hinar ævintýra-
legu ferðir sínar eru sérstak-
lega litríkar. og skemmtilegar
aflestrar.
Dr. Thor Heyerdahl er fædd-
ur árið 1914. Hann stundaði
nám í mannfræði við háskól-
ann í Oslo og á þeim árum var
hann mikið við rannsóknir í
Suðurhöfum, British Columbia
og víðar. f síðari heimsstyrj-
öldinni var hann í norska hern-
um, en þá var hann búinn að
gefa út eina bók, „Pá jakt efter
paradiset", sem kom út árið
1938. Næsta bók hans var „Kon-
Tiki“, árið 1946. Þessar bækur
hafa báðar verið þýddar á ís-
lenzku. „American Indians in
the Pacific“ kom út árið 1952
og „Aku-Aku“ árið 1957. Dag-
bók hans frá hinni frægu ferð
með „Ra II.“ hefur komið út
í tímaritum víða um heim.
Allur heimurinn fylgdist af
ákafa með fyrri ferð hans
vestur um Atlantshaf á papyr-
usbátnum „Ra I.“ og tók þátt í
vonbrigðunum þegar hann
sökk, eftir að hafa lagt að baki
5000 kílómetra og átti aðeins
eftir 2600 kilómetra ófarna. Þá
var álitið að hann myndi gef-
ast upp, enda var leiðangurinn
í augum heimsins algert glappa-
skot, en sjálfur hélt Heyerdahl
því fram að leiðangurinn hafi
heppnazt vel frá vísindalegu
sjónarmiði.
Það þótti algert glapræði að
reyna þetta í annað sinn, en
samt lagði hann í að byggja
nýjan bát og naut við það að-
stoðar hinna frábæru sam-
Farao með drottningu sinni í kietunni i papyrusbátnum, þar sem þeim
V er þjónaS til borSs. Sjómaðurinn viS stýriS er i fullri staerS.
«1f V