Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 22
eldhús
vikunnar
Steiktír fi§kréttir
tr
Rnssneskn
eldhúsi
Heilsteiktur fiskur
ca. 1 kg þorskur (eða ýsa)
salt, sítróna
brauðmylsna
smjör
Þorskurinn hreinsaður mjög vel.
Stráður salti og skafinn með
hníf, svo hann sé stamur. Nudd-
aður með salti og sítrónu að ut-
an og innan. Skerið djúpa skurði
þvert yfir fiskinn. Setjið hann
síðan í smurt eldfast mót eða
ofnskúffu. Penslið með saman-
slegnu eggi og stráið brauð-
mylsnu yfir. Fiskurinn settur í
250° heitan ofn og hitinn
lækkaður um leið í 225°. —
Áætlið ca. 30—45 mín. steik-
ingartíma. Prófið með hníf
hvort fiskurinn sé gegnsteiktur
og losni frá beini. Sjóðið púrr-
ur með, eða látið þær vera með
síðustu 15 mínúturnar í ofn-
skúffunni. Stráið grænu yfir.
Kaldur þorskréttur
4 msk. edik
6 dl vatn
6 piparkorn
6 allrahandakorn
1 lárviðarlauf
3 msk. sykur
1 laukur
600 gr fiskflak (þorskur eða
ýsa) ■
salt, mjólk, hveiti
egg
Sjóðið lög úr ediki, vatni, pip-
arkornum, allrahanda, lárviðar-
laufi, sykri og lauk. Þorskflakið
skorið í sneiðar og nuddað með
salti, dyfið í mjólk, velt upp úr
hveiti, því næst úr saman-
slegnu eggi og brauðmylsnu. —
Steikið við hægan hita. Setjið á
fat. Skreytið með hráum lauk-
og paprikuhringjum. Lögurinn
síaður yfir. Látið fiskinn vera í
leginum þar til hann er orðinn
kaldur. Heitar kartöflur bornar
með.
Steiktur fiskur meö
grænmeti
500—600 gr fiskur (þorskur
eða ýsa)
egg, brauðmylsna
salt, pipar
1 laukur
1 rauð og 1 græn paprika
hvítlaukur
3—4 tómatar
Fiskurinn roðflettur og velt úr
eggi og brauðmylsnu. Steiktur
við hægan hita.
Steikarpannan núin með hvít-
lauk, paprika og laukur steikt-
ur í olíu án þess að brúnast.
Hýðið tekið af tómötunum
(sjóðandi vatni hellt yfir þá).
Þeir skornir í báta og settir á
pönnuna. Látið sjóða í þykkan
graut. Bragðað til með salti og
pipar. Klipptri steinselju stráð
yfir.
Þorskur með eplum
750 gr fiskflök
1 egg og 2 msk. mjólk
salt, pipar
4 tómatar
2 epli
3 msk. steinselja
2 dl rjómabland
Fiskurinn skorinn í stykki. Þeyt-
ið egg og mjólk. Veltið úr
brauðmylsnu. Steikið. Kryddið
með salti og pipar. Setjið á fat.
Tómatarnir flysjaðir og steiktir
ásamt eplunum sem skorin eru
í sneiðar og sett yfir fiskinn,
steikið slðan steinselju í smjör-
inu, rjómablandinu hellt á pönn-
una og sjóðið í nokkrar mín-
útur og öllu hellt yfir fiskinn.
Fínn hversdagsfiskur
450 gr ýsuflök
1 egg
3—4 msk. brauðmylsna
1 tsk. salt
ca. 3 msk. smjör
Sveppir í sneiðum (niður-
soðnir)
1 msk. smjör eða smjörlíki
salt, hvítur pipar
ca. 2 dl rjómi
kryddsmjör
50 gr smjör
Hrært og blandað með dálitlum
sítrónusafa og miklu af graslauk
eða basilikum.
Fiskinum velt úr samanslegnu
egginu og kryddaðri brauð-
mylsnunni. Steikið við vægan
hita í ca. 10 mínútur á hvorri
hlið. Fiskurinn færður á heitt
fat. Sveppunum raðað hringinn
í kring. Kryddsmjörið sett ofan
á. Berið fram salat með og
soðnar kartöflur.
Föstudagsfiskur
750 gr fiskflök
brauðmylsna
2 laukar
2 msk. tómatkraftur
smjör
1—2 dl vatn
Skerið fiskinn í hæfileg stykki.
Steikið á venjulegan hátt og
setjið í eldfast form. Laukurinn
brúnaður, tómatkrafti og vatni
blandað saman við hann og
þessu síðan hellt yfir fiskinn.
Setjið í heitan ofn eða á plötu
og sjóðið í ca. 10 mínútur. —
Setjið lok á ef soðið er á plötu.
Rússnesk eplakaka
(Sharlotka)
Þennan rétt tekur um það bil
20—25 mínútur að útbúa en 45
—50 mínútur að baka. Gott er
að bera rjóma fram með hon-
um. — í Rússlandi er drukkið
með honum sterkt vín, vodka
o. fl.
8—10 sneiðar af grófu brauði
(helzt þurrt)
6—7 frekar súr epli
50 gr smjör
100 gr sykur
1 dl rauðvín
1 tsk. sítrónusafi
'/2 tsk. vanillusykur
1 tsk. rifið appelsínuhýði
kanell
Skerið skorpu af brauðsneiðun-
um og myljið brauðið vel. Steik-
ið brauðmylsnuna í smjöri á
pönnu. Takið pönnuna af og
hellið rauðvlni út á, sítrónusaf-
anum, sykrinum og rifnum app-
elsínuberkinum. Hrærið vel
saman og bætið vanillusykrin-
um í. Smyrjið form vel og
sáldrið brauðmylsnu innan í
það. Setjið lag af deiginu á
botn formsins, þar á ofan
þunnt lag af eplasneiðum og
kanel. Ofan á þetta er síðan
sett lag af deiginu. Látið síðan
bakast við 150° í allt að 1 klst.
Sharlotka er borin fram eins og
hún kemur fyrir og heit.
22 VIKAN 17. TBL.