Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 19
Dýnan er úr plasti, skvamp- ar og gleður og er kölluð vatnsrúmið. Upphafsmaður hennar segir að hún komi í stað hrosshárs, froðuplasts og fjaðra og síðan hún kom á markaðinn í Ameríku fyrir tæpu ári, er það greinilegt að hún verður mjög vinsæl. Nokkrir af h'inum fimmtán þúsundum, sem keypt hafa vatnsdýnuna, hafa verið spurð- ir um álit þeirra og fara hér á eftir nokkur svör: George Push frá Kaliforníu segir að það sé dásamlegt að vagga sér í svefn í vatnsrúmi. í auglýsingatextum segir: „Það er tvennt sem vatnsrúm- ið hefur til síns ágætis, annað er rólegur svefn“, eða: „Lifið og elskið í þessu mjúka hæg- indi“, og „Ánægjualda umvef- ur yður“. Umsagnir kaupenda bera með sér að þessar auglýs- ingar eru ekki tómt skrum. Blaðamaður frá Los Angeles segir: — Ég er ánægður með vatnsrúmið mitt, það vaggar úr mér þreytuna. Linda Butler frá Concord í Kaliforníu segir: — Allir sem koma í heimsókn til riiín vilja skoða vatnsrúm- ið og ekki nóg með það, gestirnir vilja líka px-ófa það. Það endar venjulega með því að við flytjum okkur inn í svefnherbergið, borðum þar og drekkum. Læknirinn Irving London komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel konur með rúllur í hárinu gætu látið sér líða vel í vatnsrúmi. Sá sem á heiðurinn af þess- ari nýjung er ameríski teikn- arinn Charles Prior og hann sendi fyrsta rúmið frá sér ár- ið 1967. Hann segir: „Eg fékk þessa hugmynd þegar ég las Kamasutra, þvi að þar stend- ur að það sé indælt að elskast í vatni. Spurningin var aðeins hvernig hægt væri að koma því við í fjölbýlishúsum. Þá fékk ég þessa hugmynd. Mér fannst það hneykslanlegt að menn hugsa meira um þæg- indi í bílunum sínum en í rúminu. Þar sem maður eyðir einum þriðja ævinnar í rúm- inu, er ekki seinna vænna að sinna þeim málum. Við fæð- Framhald á bls. 43. Vatnsdýnan „jumbo'', sem Linda Butler keypti og samkvæmi hennar enduðu oft með dansi á dýnunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.