Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 12
ÞEGAR
RIGNIR Á
PREST1NN
. . . drýpur oft á hringjar-
ann líka. En í þessari sögu
er ekki gott að sjá hvor er
prestur og hvor hringjari.
Þannig er það þá að ganga á
skýjum, hugsaði Cliff Kynton,
þegar hann kom út af skrif-
stofu leikhússtjórans.
Nú var allt klappað og klárt.
Samningurinn undirskrifaður,
öryggisleysið úr sögunni.
Cliff var nú ljóst að hann var
orðin stjarna. Að minnsta kosti
var hann búinn að fá tækifær-
ið.
Það voru tvær vikur síðan
leikhússtjórinn hafði hringt til
hans og boðið honum aðalhlut-"
verk í nýjum söngleik. — Við
þurfum á nýjum . mönnum að
halda, sagði hann. — Fólk er
orðið hundleitt á að sjá alltaf
þessi sömu andlit. líg hef tryggt
mér næstum óþekkta leikkonu
í kvenhlutverkið, og þið mun-
uð klæða hvort annað vel.
Cliff varð að klípa sig í hand-
legginn til að vera viss um að
hann hefði heyrt rétt, og hann
hafði ekki þorað að trúa þessu,
fyrr en hann sá nafnið sitt við
hliðina á nafni leikhússtjór-
ans, undir samningnum.
En fréttin hafði nú á ein-
hvern hátt lekið út. Það stoð
á fremstu síðu i blaði leikara-
samtakanna ,,Sviðsljósinu“,
sem Cliff hafði stungið undir
arminn.
„Cliff Kynton fær aðalhlut-
verk í nýjum söngleik“. Það
hlutu allir að sjá það. Allir
vinirnir í leikhúsbransanum
gætu nú séð það, svart á hvítu,
að hann væri nú orðinn hátt
skrifaður og mundu eflaust öf-
unda hann.
— Ég er mjög ánægður með
þetta, Cliff, sagði leikhússtjór-
inn áður en hann kvaddi. — þú
12 VIKAN 17. TBL.