Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 50
/ nœstu
VIKAN heimsækir Sverri
Haraldsson, listmálara og
Steinunni Marteinsdóttur,
leirkerasmið.
I næstu viku bregðum við okkur upp í Mos-
fellssveit, sem er að verða eins konar útborg
Reykjavikur. Við heimsækjum þar hjónin
Sverri Haraldsson, listmálara, og Steinunni
Marteinsdóttur, leirkerasmið, en þau sitja nú
býlið að Hulduhólum með rausn og myndar-
brag, þótt með ólíkum hætti sé en áður var.
Þau breyttu hlöðu og fjósi fyrrverandi ábú-
enda í ibúð og vinnuhúsnæði og hafa kom-
ið sér þar einstaklega skemmtilega fyrir.
Osátt við
skólann
í þættinum „Við
og börnin okkar"
verður næst fjallað
um það vandamál,
þegar barnið byrjar
að fara í skólann og
verður ósátt við
skólann og allt sem
honum tilheyrir.
Hvernig leysist morðgátan?
í næsta blaði lýkur hinni spennandi saka-
málasögu, sem Vikan hefur flutt að undan-
förnu, „Á meðan bílstjórarnir voru á balli".
Gátan er enn óráðin, en í næsta blaði leys-
ist hún sem sagt og auðvitað á mjög óvænt-
an hátt.
Búa bak við lás og slá
Það er ekki eintóm sæla að vera fræaur. Nú
er svo komið að Sophia Loren og maður
hennar, Carlo Ponti, hafa látið setja rimla
fyrir alla glugga og hurðir á heimili sínu af
ótta við að barni þeirra verði rænt. Það seg-
ir nánar frá þessu í næsta blaði.
Hvernig
Lennon
kynntist
Yoko
Þá er komið að
síðasta hlutanum
af viðtalinu fræga
við John Lennon.
Þar segir hann
meðal annars frá
því, hvernig hann
kynntist Yogo upp-
runalega og strið-
inu milli hinna
Bítlanna og hennar.
HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU
eftir drykklanga stund. — Það
var blóð á kápunni hennar. Ég
held að það hafi verið úr hund-
inum, en.. . .
— Sá sem morðið framdi
hefur ómögulega getað vitað
að ungfrú Bennet kæmi ein-
mitt á þessari stundu, sagði
Bill. — Það getur hafa verið
tilviljun.
Brannigan leit á hann yfir
glasið. — Hafið þér minnzt á
það við Wilkinson? Hvað seg-
ir hann?
— É'g minntist á það við
hann, sagði Bill, — en hann
lagði ekkert upp úr því. Sjálf-
ur er ég helzt á því að morð-
inginn hafi gert ráð fyrir að
hún kæmi, ekki vitað það með
vissu en haft heppnina með sér.
En það hefði ekki átt að skipta
miklu máli, þar eð hann vissi
að þér kæmuð klukkan níu og
fynduð John, svort sem Pat
væri í húsinu eða ekki. Skoð-
un mín er þessi, Brannigan:
Einhver vissi af töskunum i
húsi Johns; einhver vissi að
Pat þurfti innihalds þeirra við
og yrði því ef til vill í hús-
inu um níuleytið. Einhver
heimsótti John, sem hann opn-
aði fyrir og var skotinn rétt á
eftir. Svo skrúfaði morðinginn
hitastil-linn upp til að líkið
stirðnaði seinna, svo að erfið-
ara yrði að ganga úr skugga
um, hvenær John hefði dáið.
Svo stillti morðinginn útvarp-
ið, skildi dyrnar eftir ólæstar
og hvarf. Síðasti liðurinn í
áætluninni var að hringja til
yðar og biðja yður að líta inn
klukkan níu. Jafnvel þótt þér
hefðuð ekki hitt Pat, hefði ver-
ið auðvelt að sanna að hún
hafði verið á staðnum.
Kannski, sagði Branni-
gan efablandinn. - Hann stóð
upp. — En við megum ekki
gleyma hugsanlegum ástæðum
til morðsins, Ransome læknir.
. . . Mér þykir það leitt, ung-
frú Bennet.
Hann vildi ekki trúa að ég
hefði myrt John Ransome, en
leit þó til mín með áhyggju-
svip áður en hann fór.
Það var auðvitað rétt hiá
honum að þetta með útvarpið
skipti litlu máli til eða frá. Það
hafði aðeins þýðingu í sam-
bandi við að slá föstu hvenær
John hafði dáið, en það breytti
ekki því að ég var á staðnum,
var með blóð á kápuerminni
og að skammbyssan var mín.
Og við Biil höfðum tilefni til
morðs.
Framháld í nœsta blaði.
50 VIKAN 17. TBL.