Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 39
<H> FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós ( ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 Nú síðan kynnti Paul mig fyrir George og við urðum að taka ákvörðun um — eða ég varð að gera það — hvort Ge- órge ætti að fá að vera með. Ég hlustaði á George og sagði svo við hann: „Spilaðu Raunchy", eða hvað sem sagan aftur seg- ir, og svo fékk hann að vera með. Þar með vorum við orðn- ir þrír. Svo rak ég þá sem eft- ir voru smátt og smátt. Svona skeði það: í stað þess að leita að sterkustu einstaklingunum tókum við þá sem voru bezta heildin og vorum jafnir. George er 10 árum, eða eitt- hvað svoleiðis, yngri en ég. Ég skipti mér ekkert af honum fyrst þegar hann kom í hljóm- sveitina. Hann elti mig um allt eins og krakkafífl og var afltaf á eftir mér. Mér var skítsama. Hann var strákur sem spilaði á gítar, vinur Pauls og þá var þetta allt í lagi. Það tók mörg ár áður en ég gat farið að líta á hann sem jafningja minn eða eitthvað svoleiðis. Við vorum með marga trommara í byrjun, og það var aðallega vegna þess að fáir voru góðir og trommusett voru svo dýr að fáir áttu þau. Trommuleikararnir voru líka yfirleitt fífl. En svo fengum við Pete Best, vegna þess að okkur vantaði trommuleikara til að fara til Hamborgar dag- inn eftir. Við létum marga spila og tóku Pete Best af þvi að hann var skástur. Það eru sagð- ar sögur að Pete Best hafi ver- ið upphafsmaðurinn að Bítlun- um og að hann hafi veriS Beat- les, og í Englandi er móðir Stuarts (Sutchcliff) með kjafta- sögur um að hann hafi verið Bítlarnir. — Ert þú Bítlamir? — Nei, ég er ekki Bítlarnir, heldur er ég ég. Paul er ekki Bítlarnir, né heldur var Brian -Epstein það né Dick James. Bítlarnir voru Bítlarnir. Sam- an eru þeir það en sitt í hvoru lagi eru þeir þeir sjálfir. Ge- orge var söngvari með eigin hljómsveit the Rebel Rousers, áður en hann kom til mín. Eng- inn er Bítlarnir. Við vorum það allir og við höfðum allir okkar hlutverki að gegna. — Þú segir á plötunni: „Ég trúi ekki á Bítlana“ (I dont’t believe in the Beatles). — Það er rétt, ég trúi ekki á Bltíana, það er allt og sumt. Ég trúi ekki á Bítlana, er hægt að segja það á annan hátt? „I don’t belive in the Beatles“. Ég trúi ekki á goðsögnina. Ég trúi ekki á þá hvað sem þeir voru og hvað sem þeir eru í höfðum fólks um allan heim, meðal annars okkar eigin. Nei, það er annars búið í okkar eigin haus- um. Það var draumur og ég trúi ekki á drauminn lengur. .Ég var búinn’ að ákveða að tala ekki um þetta helvíti meira. Ég er orðinn hundleiður á því. Ég vil frekar tala um plötuna mína. Ég ætlaði að segja við þig: „Sjáðu til, ég vil ekki tala um allt þetta með Bítlana, vegna þess að það sær- ir mig og það endar alltaf eins og ég sé að fara með fleipur og sé að skíta fólk út.“ Ég vil það ekki. Niðurlag nœst. HÉR ERU ENGAR REGLUR Framhald af bls. 11. ið er uppáhald allra og eftir því sem ein stúlkan, Bilda sem er 19 ára Kennaraskólanemi, segir okkur, þá fær barnið al- drei að gefa frá sér hljóð án þess að einhver skipti sér af því, og móðirin telur ekki ólík- legt að betra væri fyrir það að fleiri börn væru í kring, en þá skýtur einhver þeirri at- hugasemd að að öll værum við nú börn í hjarta og þar með er það útrætt mál. Annars hefur barnið dvalið tiltölulega miklu lengur í kommúnunni en hinir íbúarn- ir, eða sem nemur 5/6 hlutum ævi sinnar. Flutti sem sé með móður sinni að norðan um leið og bæði voru ferðafær eftir fæðingu. Hinir ýmsu meðlimir komm- ununnar hafa verið að segja okkur þetta Og ýmislegt annað þar sem við stikum. ganga og hnýsumst í herbergi. Þar sem ekki má sjá af meðfylgjandi teikningu af húsnæðinu er að- allega það að í hverju herbergi er vaskur og að eldhús- unum í báðum endurn eru bað- herbergin og það sem slíkum herbergjum-- fylgir. „Skrítin tízka," segir Danni og glottir. f herbergi kúnstnerins Hall' mundar, en hann leggur stund á frjálst listnám við Mynd- lista- og handíðaskólann, sitja einir fimm eða sex íbúar og spila á spil. Þar er grammó- fónn og Simon & Garfunkel syngja „E1 Condor Pasa“ af mikilli snilld. Hallmundur sjálfur er 25 ára gamall, og segir akademiuna sína vera eins Jconar millistig þess að vera nemandi í skólanum og að vera óháður kúnstner. öll listaverk heimilisins, að einni gæru á veggnum „Rogastanz" undanskilinni, eru eftir Hall- mund. Hann skrifar gjarnan eitthvað á blöð sem hann fest- ir einhvers staðar á verkin og þar má meðal annars lesa þetta: Friður eitthvað syo notalegt eitthvað svo fallegt eitthvað sem oft er rofið eitthvað sem menn vilja hafa hjá sér þegar þeir gera það sem eng- inn má sjá. Eitthvað sem menn vilja hafa í sálu sinni og líða þá vel. Eitthvað sem ríkir þegar eng- inn drepur neinn (nema þá einn og einn i einu). Eitthvað til að berjast fyrir eitthvað til að berjast fyrir eitthvað til að berjast fyrir. 17.TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.