Vikan


Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 29.04.1971, Blaðsíða 13
átt það skilið að fá gótt tæki- færi. Cliff brosti, dálítið skökku brosi. Jú, hann hafði sannar- lega unnið til þess að fá tæki- færi. Hann var- búinn að berj- ast fyrir því að skapa sér þekkt nafn í svo mörg ár. Byrjaði með statistahlutverkum, fékk stundum þjónshlutverk, og sagði „já, herra minn“ og „nei, herra minn“, og svo var hann kominn aftur í statista- hópinn. Þetta endurtók sig alltaf og hann komst ekkert áfram. Einhver sló á öxl hans og Cliff sneri sér við. Það var Peter Haverty, gamall vinur og vinnufélagi frá statistadög- unum. Ég óska þér til hamingju, Cliff. Ég var að lesa þetta rétt núna. Cliff brosti hógvadrlega og fann fyrir einhverjum óþæg- indum. Þakka þór fyrir. Pete. — Þetta lítur út fyrir að vera stóra tækifærið fyrir þig, sagði Pete hjartanlega. — En meðan ég man, ég sá fyrrver- andi vinkonu þína fyrir nokkr- um dögum. Cliff hrökk við. — Áttu við Sally? Sally Brunell? — É'g get ekki svarið fyrir að það hafi verið hún, sagði Pete Haverty. — En ég er samt nokkurn veginn viss. Það er reyndar heil eilífð síðan ég sá hana síðast. — Sömuleiðis, tautaði Cliff hugsandi og beit á vörina. — Siðast þegar ég heyrði frá henni, hafði hún miðlungs- hlutverf á miðlungsleikhúsi. einhvers staðar fyrir norðan. Jæja, sagði Pete og leit snögglega á Cliff. — Hún hef- ur kannske heyrt að Cliff Kynton sé á leiðinni til hæða og voni . . . e . . . að komast upp í vagninn með þér. Þegar rignir á prestinn, drýpur líka á hringjarann. . . . Hann klappaði aftur vin- gjarnlega á öxl Cliffs. — Hjart- anlega til hamingju, gamli minn. Ég vona að allir draum- ar þínir rætist. Cliff stóð kyrr i sömu spor- um og horfði á eftir honum. Hvað var Pete að láta skína í? Að Sally eygði tækifæri nú, þegar hann hafði fengið þetta hlutverk? Að það væri ástæð- an til að hún hafði komið aftur til London? Hann gekk hægt út að götu- horninu, sneri sér svo við og horfði á leikhúsið. Bráðum yrði nafnið hans letrað við innganginn með stórum stöf- um. Það myndi glitra í kvöld- rökkrinu og segja íbúum borg- arinnar að Cliff Kynton væri kominn í hóp þekktra leikara. Ef Sally hefði ekki yfirgef- ið hann, gæti verið að nafn hennar hefði komið til með að standa þar líka. við hlið hans. Þau hefðu getað orðið sam- ferða upp þrepin.... Og eins og svo oft áður, hvarflaði hugur hans til kvölds- ins, sem þau töluðu saman i síðasta sinn. Hvað var eigin- lega langt síðan? Eitt ár . . . kannske lengra. Þau höfðu setið við litla, hrörlega borðið á veitingahús- inu bak við leikhúsið. Þau sátu andspænis hvort öðru, hvort með sinn kaffi- bolla. Sally var þreytt, það voru drættir í andlitinu, en samt var hún svo falleg. Hún var líkust engli, andlitið var fagurlega mótað og mjög lif- andi. Hvorki þreyta né hjarta- sorg gætu nokkurn tíma eyði- lagt fegurð hennar. Þetta kvöld lagði hún spil- in á borðið. — Það er eins gott að segja sannleikann strax, Cliff. Ég get ekki meir. Þú tönnlast stöðugt á því að þú eigir enga framtíð fyrir hönd- um, og ég er farin að trúa því Framhald á bls. 43. 17. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.