Vikan


Vikan - 02.12.1971, Síða 7

Vikan - 02.12.1971, Síða 7
Helgi í Ríó trúlofaður Kæra VIKA! Ég hef aldrei skrifað þér áður en nú langar mig að biðja þig að segja mér heimilisfang Helga Péturssonar [ Ríó-tríóinu. Er hann trúlofaður? Hvað er hann gamall? Svo þakka ég þér fyrir allt gott lesefni í blaðinu, sérstaklega fyrir söguna „Gullni pardusinn". Ég vona að þetta bréf lendi ekki í ruslakörfunni, því þetta er áríðandi. Diddý. ---------A_____________ V------------} Það voru hæg heimatökin að svara þessu bréfi, þvi Helgi Pétursson var einmitt hér stadd- ur þegar það kom og veitti hann eftirfarandi upplýsingar: Ég á heima í Holtagerði 80 í Kópa- vogi, er fæddur 28. mai 1949 og er ólofaður. Fleira? Vikubyrjun Kæri Póstur! Við ætlum að þakka þér fyrir allt gamalt og gott, en spurning okkar er sú, hvort sunnudagur sé fyrsti eða síðasti dagur vik- unnar. Þökk fyrir birtinguna. Tvö ósammála.- í—^ Sunnudagur, mánudagur, þriðju- dagur, miðvikudagur . . . Það ætti nokkurn veginn að segja sig sjálft, að sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar, úr því að þriðjudagur er sá þriðji i röð- inni, eins og nafnið bendir til. Síðbúnar sjónvarpsfréttir Kæri Póstur! Það er sjaldan sem maður sér eða heyrir einhvern þakka sjón- varpinu fyrir gott efni. Yfirleitt er sífellt verið að hnýta [ það fyrir eitt eða annað og sjálfur er ég nú þeirrar skoðunar að sjónvarpsdagskráin það sem af er vetrar, hafi verið til hábor- innar skammar, ef undan er skilið framhaldsleikritið um kon- ur Hinriks áttunda. Það sem ég ætlaði annars að minnast á, er þetta: Undanfarið hefur mér þótt sem fréttir sjón- varpsins — sem yfirleitt hafa verið taldar góðar — séu eld- gamlar lummur. Það líður ekki það kvöld, að ekki séu í sjón- varpinu fréttir sem ég hef ekki heyrt áður, og þegar ég hef minnzt á þetta við aðra, kemur sama hljóð f strokkinn. Mér þykir þetta furðu sæta, þar sem maður skyldi ætla að sjón- varpið gæti verið með allar — eða flestar — fréttir á undan öðrum fjölmiðlum, að útvarp- inu undanskildu. Hvað finnst þér, Póstur góður, eða er þetta ímyndun í mér? Garðar Q. Pósturinn settist fyrir framan sjónvarpstækið sitt að kvöldi þess dags er bréfið að ofan komst í hans hendur, og hann sá og heyrði ekki betur, en að það kvöldið — að minnsta kosti — væru svo til eingöngu fréttir sem hann var áður búinn að lesa ( morgunblööunum. Hann tekur þvi undir með bréfritara og spyr sjónvarpið, eða frétta- stofu þess: Hvað veldur? Blökkumanna- „hneykslið" Virðulegi Póstur- Vorkunn er honum, þingmanns- ræflinum frá Kaliforníu, þeim er „Ijóstraði upp" um „leynisamn- inga" íslands og Bandaríkjanna varðandi óskir íslenzkra ráða- manna að hér væru ekki blakk- ir hermenn á Vellinum. Og blessaður anginn hann Laird hélt blaðamannafund þegar i stað, þar sem þessar „nýju" fréttir voru ræddar og þvælt fram og aftur. íslenzka þjóðin hefði getað sagt þeim þetta fyrir 15 árum síðan og það með lófa á Bibllunni — þrátt fyrir að ráðherramyndirnar okkar neiti. Kveðja. Sgt. Pepper. Tja, Pósturinn getur eiginlega ekki neitað þvi að honum þóttu þetta ekki miklar fréttir heldur. Þetta mun hafa verið eitt af þessum svokölluðu „opinberu leyndarmálum". uBæumnw[p Bafíina # Stíglaus, elektrónisk hraÖastílling # Sama afl á öllum hröðum # Sjálfvirkur tímarofr # Tvöfaft hringdrif # öflugur 400 W. mótor # Yfirálags- öryggi # Hulin rafmagnssnúra: dregst inn í vél- ina # Stálskál # Beinar tengingar allra tækja. HAND-hrærívél Fæst með standi og skál. Oflug vél með fjölda tækja. STÓR-hrærívél 650 W. Fyrir mötu- neyti, skip og stór heimili. Balierup VANDAÐAR OG FJOLHÆFAR HRÆRIVÉLAR Hræra • Þeyta • Hnoða • Hakka • Móta • Sneiða Rífa • Skilja • Vinda • Pressa • Blanda • Mala Skræla • Bora • Bóna • Bursta • Skerpa • SlHI »44 80 • SVDVB«ATA ÍO + ------------------------KLIPPIÐ HÉR------------------ Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU BÓK VIKUNNAR. Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í q, bláum/ljósbláum/rauðum/grænum lit. (Strikið yfir 'x það sem ekki á við). Q O. Q. ^ Nafn Heimili ----------------------KLIPPIÐ HÉR 48. TBL. VIKAN 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.