Vikan - 02.12.1971, Side 8
B Ú S L w 0 Ð
Táningasettið Anno
Framleitt I mörgum litum
oc
l
B l! )S L w 0 Ð
HÚSGAGNAVERZLUN
VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520
Svissnesk úr
Stofu, eldhús og vekjaraklukkur
Gull og silfur skartgripir
Gull og silfurplett borðbúnaður
Loftvogir í úrvali
Úraarmbönd í úrvali
Vindlakassar, silfur og silfurplett
Bakkar, silfur og silfurplett
Steinhringir, kven og karlmanna
Trúlofunarhringir
Verið velkomin að skoða úrvalið
KORNILÍUS
Skólavörðustíg 8 - Bankastræti 6
JESÚBYLTINGIN
Framháld aj bls. 38—39.
HINRIK BJARNASON
við vorum misgóðir söngmenn, þá urðum
við líka misgóðir hermenn. En sé þörf
fyrirmyndar, leiðtoga eða hershöfðingja,
þá er sá, er um var sungið, æskilegri en
hin einkennisbúnu fyrirbæri undanfarinna
áratuga. Vonandi tekst þá líka að stemma
stigu fyrir sjálfseyðingu mannskepnunn-
ar, og ef til vill reynist Guð lífseigari en
sumir hugðu.
HAUKUR INGIBERGSSON
hóp hljómsveita, sem reyna að auglýsa
sig upp með því að láta bendla sig við
trúmál.
Ég hef þá skoðun, að hljóðlát bæn nægi
þeim, sem raunverulega er trúaður og því
hef ég ekki mikið álit á trúarsannfæringu
þeirra sértrúaflokka, sem standa á götu-
honum og vitna, hvort sem það eru Vott-
ar Jehóva og Hjálpræðisherinn niður á
Lækjartorgi eða guðfræðinemar í helgi-
stund sjónvarpsins.
SR. ÞÓRIR STEPHENSEN
og ber oft vitni heldur þröngum skilningi.
Talsmenn bandarískra kirkjudeilda eru þó
að vona, að vakning þessi, þegar hún er
gengin yfir, skapi kirkju framtíðarinnar
betri lærisveína Jesú Krists.
Lifnaðarhættir þessa fólks erú Slíkir í
dag, að vafasamt er, að þeir þrífist í ís-
lenzku loftslagi. íslendingar eiga líka allt
annan bakgrunn en Bandaríkjamenn, aðra
skapgerð, annað þjóðaruppeldi.
Það er líklegt, að áhrif Jesúbyltingar-
innar berist hingað í einhverri mynd á
næstu árum. En hún getur varla orðið
hin sama hér og þar. Tíminn hefur þá
líka vonandi heflað af henni mestu öfg-
arnar. En ég ætla ekki að sjá, aðeins lýsa
þeirri von minni, að Jesúbyltingin verði
sú hugarfarsbreytign, sem allir menn
þurfa á að halda, að Jesús Kristur verði
loksins tekinn alvarlega, bæði í einkalífi
manna og á opinberum vettvangi.
HELGI PÉTURSSON
skuluð þér og þeim gjöra,“ sagði Meistar-
inn og með þau orð að leiðarljósi fer
mannkynið varla að fyrirgera sjálfu sér
— og þó . . *
HELGI ÞORLÁKSSON
ilislífs, siðvenja, hreinlætis, laga og lifn-
aðarhátta.
En margur fann, að eigi var þar sá
friður og lausn, sem hann þráði. Músíkin
fylgdi með í ailri leitinni, og kannske er
það einmitt hún, sem leiðir þá ungu einn-
ig til æðri marka, frá uppgjöf til upp-
risu? í afneitun Krists á veraldargæðum,
einföldum lifnaðarháttum hans og fyrstu
fylgjenda hans, fundu þessir leitendur
fordæmi, sem raunar var alveg að þeirra
óskum, en hafði auk þess einfaldan og
auðskilinn boðskap að flytja, boðskap um
frið og bræðralag og tilgang með öllu lífi.
Hreyfing þessi ber að vísu mörg tízku-
einkenni, og valt er að treysta enn varan-
leika hennar. En unga fólkið veit sem
aðrir, að mannkynið rambar nú á hel-
vítisbarmi, ef það snýr ekki sjálft við.
Þess vegna gæti svo farið, að Jesú-
byltingin boðaði varanlega stefnubreyt-
ingu, frá tortíming og dauða tíl vonar og
lífs.
8 VIKAN 48. TBL