Vikan - 02.12.1971, Page 22
Þessi myndastytta af Eos — hinni
grísku gyðju morgunroðans — eru
einu leifarnar sem til eru af
staersta seglskipi, sem íslendingar
hafa átt. SkipiS hét eftir gyðjunni
og myndastyttan var stafnlíkan
þess. Hún er nú varðveitt í Þjóð-
minjasafninu.
(Ljósm. Egiil SigurSsson).
Hér segir frá stærsta seglskipinu,
sem fslendingar hafa átt,
barkskipinu Eos. f annarri ferð sinni
hreppti skipið fárviðri. Skips-
menn voru orðnir þreyttir og
hraktir, og öllum var Ijóst, að þeir
voru í mikiili hættu. Þeir
voru flestir ungir, liðlega tvítugir, en
vanir sjómenn ogvissu, hvers
mætti vænta af brimgarðinum ...
NÝ FRÁSÖGN
EFTIR SVEIN SÆMUNDSSON
MYNDSKREYTING: HALLDÖR PÉTURSSON
DAVÍÐ GÍSLASON var
skipstjóri é Eos, þegar
þaS fórst. Hann var
BarSstrendingur og fór
é skútu frá Platey á
BreiSafirSi 15 ára
gamall. Hann sigldi á
ýmsum skipum, en
varS starfsmaSur
Eimskipafélags íslands
1931. Fórst meS Detti-
fossi 1945.
ÓSKAR S. ÓLAFSSON
var háseti á Eos. Hann
var áSur háseti á
björgunarskipinu Geir
hér viS land.
GUÐJÓN FINNBOGA-
SON var háseti á Eos,
þegar það fórst. Hann
var þá þegar þaulvan-
ur seglskipamaSur og
hafði þótt ungur vœri
veriS í siglingum með
dönskum skipum.
EINAR JÓNASSON
sigldi barkskipinu Eos
til íslands. Hann var
BarSstrendingur og
sjómaður frá blautu
barnsbeini og hafði
veriS lengi á erlendum
seglskipum.
Heimsstyrjöldin 1914—1918,
styrjöldin sem háð var til þess
að „binda enda á styrjaldir",
eins og segir á nokkrum stöðum
í samtíma heimildum, var ný-
lega gengin um garð. Friður
kominn á víðast hvar um Ev-
rópu, en ástandið eins og við
var að búast eftir allar hörm-
ungarnar, og brenndar borgir
og eydd lönd biðu þess enn að
verða byggð upp. Enda þótt
vopnaviðskiptum væri lokið á
Vesturvígstöðvunum og kafbát-
ar grönduðu ekki lengur kaup-
skipum á Atlantshafi, var þó /
ennþá ófriðlegt um að litast á
Eystrasalti. Síðsumars 1919,
tæplega ári eftir að vopnahlé
var gert, réðust enskir bryn-
drekar á rússneska flotann und-
an ströndum Finnlands og
sökktu mörgum skipum. Enn-
fremur gerðu brezku herskipin
árás á flotahöfnina í Kronstad
af sjó og úr lofti og varð af
þessum árásum brezka flotans
22 VIKAN 48. TBL