Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 28
HVERS VEGNAI
Þegar fer að líða að jólum hlýtur að vakna hjá manni spurning um það hvers vegna sé ver-
ið að öllu þessu tilstandi. Hvernig stendur á því að strax í byrjun nóvember eru búðar-
gluggar farnir að skarta jólasveinum, grenigreinum og allrahanda skrauti og glysi? Eru jólin
raunveruleg jól, sem tákna frið, einingu og hamingju í hjörtum allra manna, eða eru þau
einfaldlega mikil kjötkveðjuhátíð sem við, vestrænir menn, erum að missa út úr höndum
okkar? Þær raddir gerast æ háværari og í fyrra bar mikið á hópum ungs fólks í Svíþjóð,
sem hvatti til þess að jólin yrðu lögð niður í núverandi mynd og má í því sambandi enn vekja
athygli á ummælum þeim sem biskupinn yfir Tslandi viðhafði í jólablaði VIKUNNAR fyrir
tveimur árum, 1969, er hann sagði að „í Drottins nafni" ættum við að leggja jólin niður.
Almenningur, sem heldur jólin á sinn venjulega hátt, hefur gert sér ákaflega undarlegar hug-
myndir um þá menn sem tilheyra hinum svokallaða „poppheimi", og ekki alls fyrir löngu,
þegar rætt var um jól og jólaundirbúning, spurði mig einhver að því hvernig þessir „popp-
kallar" héldu jól. A margan hátt fannst mér spurningin athyglisverð og svörin, sem feng-
ust eftir stutta könnun, ekki síður, svo ákvörðun var um það tekin að birtá þau hér á eftir.
Plötur fyrir jólin
Fyrir jólin í fyrra kom út
gífurlegt magn af íslenzkum
hljómplötum — og satt að segja
meira en markaðurinn þoldi.
Flestar þær plötur komu út
nokkrum dögum fyrir jól, og
má til dæmis benda á, að í sömu
vikunni (eða þar um bilj komu
5 LP-plötur frá Fálkanum auk
a.m.k. einnar EP-plötu. Önnur
hljómplötufyrirtæki, það er að
segja Tónaútgáfan, SARAH,
LAUF-útgáfan og HSH, voru
hógværari og þykir okkur
margt benda til þess að um sljó-
leik útgefenda hafi verið að
ræða, heldur en annað.
Skammarlega lítið hefur
komið út af íslenzkum plötöum
í ár, eða aðeins fimm. „... Iifun“
Trúbrots kom frá Tónaútgáf-
unni og áður hafði komið þaðan
fjögurra lága plata með Erlu
Stefánsdóttur. Fálkinn sendi frá
Ómar Valdímarsson
heyra
Sp™ má
28 VIKAN 48. TBL
sér LP-plötu með Ríó-tríóinu
og tveggja laga plötu með Til-
veru og fyrir rúmum mánuði
síðan kom á markaðinn þriggja
laga plata með Hannesi J.
Hannessyni, frá nýju fyrirtæki,
LJÚFAN. Ýmsar ástæður liggja
til þess að ekki hefur verið
meira um feita drætti í hljóm-
plötuútgáfu hér á landi anno
domini 1971, og verður væntan-
lega getið nánar um það í næsta
eða þamæsta blaði.
Nú fyrir jólin sendir Fálk-
inn á markaðinn 3 LP-plötur:
Milli lands og Eyja" með Árna
Johnsen og hefur okkur skilist
að þar sé skemmtileg og eiguleg
plata og eins koma frá Fálkan-
um tvær plötur úr „klassísku
deildinni": Þórbergur Þórðar-
son les úr eigin verkum og í tll-
efni 75 ára afmælis Leikfélags
Reykjavíkur verður gefin út
LP-plata með úrvali úr leikrit-
um sem LeikfélagiB hefur flutt
á þessum 75 árum. Meira verð-
ur það víst ekki frá Fálkanum,
en komið hefur til tals þar að
setja á markaðinn endurútgáfu
af jólalö'gum, það er að segja
jólalög sem nú eru uppseld og
ófóanleg.
Tónaútgáfan áformar að gefa
út 3 plötur .fyrir jólin og ætt'i
sú fyrsta, LP-platan með Björg-
vin Halldórssyni, að vera komin
Framhald á bls. 9.
RÚNAR
JÚLÍUSSON
Helzta ástæðan fyrir því
að ég held jól er sú, að það
var farið að halda þau
löngu áður en ég fæddist.
Ég ólst upp í því að jól
væru haldin og vil aldrei
sleppa þeim. Þau koma
eins og sólargeisli inn í
myrkrið til okkar hér á
hjara veraldar og ég segi
fyrir mig, að ég hlakka
alltaf til jólanna og líður
alltaf vel á jólunum ... það
er einhverskonar dýrðar-
tilfinning. Ég held að það
væri gott að fá annan
einkason núna, við þurfum
á því að halda.
Annars er jólahald arð-
bært fyrirtæki fyrir stóran
hóp af fólki og þrátt fyrir
að við höfum verið að þró-
ast hér í mörg þúsund ár,
erum við ekki fullkomnari
en það, að allt byggist upp
á peningum. En það er
ekki verzlunarvesenið sem
skapar jólin, heldur tilfinn-
ingin.