Vikan


Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 28

Vikan - 02.12.1971, Qupperneq 28
HVERS VEGNAI Þegar fer að líða að jólum hlýtur að vakna hjá manni spurning um það hvers vegna sé ver- ið að öllu þessu tilstandi. Hvernig stendur á því að strax í byrjun nóvember eru búðar- gluggar farnir að skarta jólasveinum, grenigreinum og allrahanda skrauti og glysi? Eru jólin raunveruleg jól, sem tákna frið, einingu og hamingju í hjörtum allra manna, eða eru þau einfaldlega mikil kjötkveðjuhátíð sem við, vestrænir menn, erum að missa út úr höndum okkar? Þær raddir gerast æ háværari og í fyrra bar mikið á hópum ungs fólks í Svíþjóð, sem hvatti til þess að jólin yrðu lögð niður í núverandi mynd og má í því sambandi enn vekja athygli á ummælum þeim sem biskupinn yfir Tslandi viðhafði í jólablaði VIKUNNAR fyrir tveimur árum, 1969, er hann sagði að „í Drottins nafni" ættum við að leggja jólin niður. Almenningur, sem heldur jólin á sinn venjulega hátt, hefur gert sér ákaflega undarlegar hug- myndir um þá menn sem tilheyra hinum svokallaða „poppheimi", og ekki alls fyrir löngu, þegar rætt var um jól og jólaundirbúning, spurði mig einhver að því hvernig þessir „popp- kallar" héldu jól. A margan hátt fannst mér spurningin athyglisverð og svörin, sem feng- ust eftir stutta könnun, ekki síður, svo ákvörðun var um það tekin að birtá þau hér á eftir. Plötur fyrir jólin Fyrir jólin í fyrra kom út gífurlegt magn af íslenzkum hljómplötum — og satt að segja meira en markaðurinn þoldi. Flestar þær plötur komu út nokkrum dögum fyrir jól, og má til dæmis benda á, að í sömu vikunni (eða þar um bilj komu 5 LP-plötur frá Fálkanum auk a.m.k. einnar EP-plötu. Önnur hljómplötufyrirtæki, það er að segja Tónaútgáfan, SARAH, LAUF-útgáfan og HSH, voru hógværari og þykir okkur margt benda til þess að um sljó- leik útgefenda hafi verið að ræða, heldur en annað. Skammarlega lítið hefur komið út af íslenzkum plötöum í ár, eða aðeins fimm. „... Iifun“ Trúbrots kom frá Tónaútgáf- unni og áður hafði komið þaðan fjögurra lága plata með Erlu Stefánsdóttur. Fálkinn sendi frá Ómar Valdímarsson heyra Sp™ má 28 VIKAN 48. TBL sér LP-plötu með Ríó-tríóinu og tveggja laga plötu með Til- veru og fyrir rúmum mánuði síðan kom á markaðinn þriggja laga plata með Hannesi J. Hannessyni, frá nýju fyrirtæki, LJÚFAN. Ýmsar ástæður liggja til þess að ekki hefur verið meira um feita drætti í hljóm- plötuútgáfu hér á landi anno domini 1971, og verður væntan- lega getið nánar um það í næsta eða þamæsta blaði. Nú fyrir jólin sendir Fálk- inn á markaðinn 3 LP-plötur: Milli lands og Eyja" með Árna Johnsen og hefur okkur skilist að þar sé skemmtileg og eiguleg plata og eins koma frá Fálkan- um tvær plötur úr „klassísku deildinni": Þórbergur Þórðar- son les úr eigin verkum og í tll- efni 75 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur verður gefin út LP-plata með úrvali úr leikrit- um sem LeikfélagiB hefur flutt á þessum 75 árum. Meira verð- ur það víst ekki frá Fálkanum, en komið hefur til tals þar að setja á markaðinn endurútgáfu af jólalö'gum, það er að segja jólalög sem nú eru uppseld og ófóanleg. Tónaútgáfan áformar að gefa út 3 plötur .fyrir jólin og ætt'i sú fyrsta, LP-platan með Björg- vin Halldórssyni, að vera komin Framhald á bls. 9. RÚNAR JÚLÍUSSON Helzta ástæðan fyrir því að ég held jól er sú, að það var farið að halda þau löngu áður en ég fæddist. Ég ólst upp í því að jól væru haldin og vil aldrei sleppa þeim. Þau koma eins og sólargeisli inn í myrkrið til okkar hér á hjara veraldar og ég segi fyrir mig, að ég hlakka alltaf til jólanna og líður alltaf vel á jólunum ... það er einhverskonar dýrðar- tilfinning. Ég held að það væri gott að fá annan einkason núna, við þurfum á því að halda. Annars er jólahald arð- bært fyrirtæki fyrir stóran hóp af fólki og þrátt fyrir að við höfum verið að þró- ast hér í mörg þúsund ár, erum við ekki fullkomnari en það, að allt byggist upp á peningum. En það er ekki verzlunarvesenið sem skapar jólin, heldur tilfinn- ingin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.