Vikan - 02.12.1971, Page 34
HVAR
ER
HANN
RABBI
MINN?
Donald Efaw, aðeins sex ára
og þriggja mánaða gamall, stóð
á horni 3. breiðgötu og 37.
strætis, þar sem hans slæmi
pabbi hafði einni stundu fyrr
sagt honum að bíða fáeinar
mínútur meðan hann brygði sér
inn í búð eftir svolitlu handa
henni Alice, sem var veik í
rúminu og hóstaði og grét. Al-
ice var þriggja ára og hafði
haldið vöku fyrir öllum heima
alla nóttina. Harry, slæmi
pabbinn hans Donalds, hugsaði
ekkert um allt umstangið og
dembdi öllu yfir á mömmu.
Mamma hét Mabelle. „Mabelle
Louisa Atkins Fernandex áður
en ég giftist honum Harry
Efaw,“ hafði snáðinn eitt sinn
heyrt mömmu sína segja við
náunga einn, sem kom til að
laga óþéttan eldhúsgluggann.
„Maðurinn minn er Indíáni í
rrióðurættina og ég er Indíáni í
föðurættina. Fernandez hljóm-
ar meira spánskt eða mexí-
kanskt en Indíánanafn, en hann
pabbi minn var nú alla vega
hálfur Indíáni. Við bjuggum
samt aldrei hjá þeim, rétt eins
Jdlasaga eftir William Saroyan