Vikan - 02.12.1971, Síða 40
FRAMHALDSSAGA
KFTIR RONA RANDALL
I. HLUTI
Helen spurði Charles um
þessa gömlu námu við miðdeg-
isverðarborðið, en nefndi ekki
John á nafn. Ekki svo að skilja
að hún héldi að hann tæki það
illa upp eða að honum væri eitt-
hvað í nöp víð John, en það var
samt einhver kuldi á milli
þeirra, og, — já, það var óþarfi
að geta þess að hún hefði hitt
John við námuna.
— Jæja, þú hefur fundið
gömlu námuna, svaraði Charles
hlæjandi. — Það var nú þannig
að við héldum að kannski væri
kopar í henni og svo var farið
að leita, en það bar engan ár-
angur og það var fljótlega hætt
við það. Ég hefi hugsað mér að
fylla upp í námuopið, en það
hefur ekki orðið af því ennþá.
Það er reyndar furðulegt að þú
skildir finna opið, ég hélt að
Alan hefði hulið það svo vel,
það var hans hugmynd. Honum
fannst sóðalegt að hafa þetta
svona ófrágengið.
Charles var þreytulegur.
Hann hafði haft erfiðan dag og
þegar hann kom heim, var
Penelope geðvond og súr yfir
því að hann kom seint heim.
Skaplyndi hennar var breyti-
legt, ekki síður en veðurhaninn
á þakinu og í dag vísaði hann
á storm.
— Þetta er óætt, hvæsti hún
og ýtti diskinum frá sér. — Ég
vildi óska að það væri hægt að
fá Jessie til að búa til ætilegan
mat.
Hversvegna gerirðu það þá
ekki sjálf, hugsaði Helen og
braut heilann um hvað hún
tæki sér fyrir hendur á daginn,
þar sem hún skipti sér ekki af
heimilisstörfunum. Hvað gat
hún haft fyrir stafni, þegar hún
var ekki í verzlunarferðum til
Jersey, eða fór í heimsóknir til
eyjanna í nágrenninu? Laum-
aðist hún þá upp að Mávakof-
anum?
Eftir kaffið sagði Helen að
hún þyrfti að líta á uppkastið
Hvað gat legið á bak við þennan
ofboðslega ótta? Sarah og Charlotte voru
heilbrigðar stúlkur... Þær hefðu átt
að hlæja að öllum gömlum hugmyndum um
galdra! Það hlaut að vera einhver
ástæða fyrir því að þær urðu svona óttaslegnar.
að grein sinni, hún sagðist ekki
vera ánægð með það sem hún
hafði skrifað, hún þyrfti að
breyta því... En ástæðan var
sú að hún vildi losna við að tala
við Penelope.
Charles opnaði fyrir henni
dyrnar.
— Þú mátt ekki þreyta þig,
sagði hann með umhyggjusemi.
— Mér finnst þú ættir að fara
snemma að hátta í stað þess að
vera að rýna í blöðin þín.
Hann horfði á hana og það
var eitthvað meira en vinátta í
svip hans. Penelope tók líka eft-
ir þessu, því hún kallaði til
þeirra:
— Hversvegna kyssirðu hana
ekki líka? Þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af mér! Ég veit svo-
sem hvar ég hef þig...
Helen flýtti sér upp stigann.
Það var ekkert skrítið að Char-
les reyndi að gleyma sér við
störf sín daglega, þegar kona
hans hagaði sér þannig, hugs-
aði hún. Að vísu var Penelope
fegurðardís og hún gat verið
reglulega aðlaðandi, ef hún
vildi það viðhafa, en léti hún
hina hliðina snúa út, þá var
hún sannarlega ekki lamb að
leika sér við og algerlega óút-
reiknanleg.
Það var farið að hvessa og
þegar Helen opnaði gluggann,
fuku gluggatjöldin inn í her-
bergið og um leið heyrði hún
þungar drunur frá hinum enda
eyjarinnar, upphaf þess sem í
vændum var. Flóðið var líka
greinilega á leið inn í Sírenu-
gjótuna.
Hún lokaði glugganum og
óskaði þess innilega að hún
hefði verið kyrr niðri. Það var
allt betra en að vera ein og
hugsa um Alan, þegar þetta
óhugnanlega hljóð heyrðist...
Hún opnaði dyrnar og var
komin að stiganum, og þegar
hún nam staðar, heyrði hún há-
væra rödd Penelope og lágvært
tuldur í Charles. Hún sneri sér
við og flýtti sér að loka dyrun-
um á eftir sér, miður sín vegna
þess að hún hafði heyrt til
þeirra og þakklát fyrir það að
hún hafði aðeins heyrt nokkur
orð.
Rétt á eftir heyrði hún að
Penelope skellti hurðinni að
svefnherbergi sinu. Hún gat
ekki sofnað fyrir þessu and-
styggilega væli og bókin, sem
lá á náttborðinu var fyrir löngu
þrautlesin. Það virtist hljótt í
húsinu, en hún vildi ekki fara
niður til að ná sér í eitthvert
lestrarefni, fyrr en hún væri
viss um að Charles væri líka
kominn í háttinn. Hún beið því
þangað til ýlfrið rak hana bók-
staflega út úr rúminu, þá fór
hún í slopp og læddist hljóðlega
fram á stigapallinn. Það var
myrkur í anddyrinu og allt var
hljótt. Penelope var örugglega
í sínu herbergi, Jessie og frænk-
ur hennar í sínum vistarverum
og Charles ...
Charles sat í bókaherberginu,
í sófanum fyrir framan arininn,
þar sem glóðin var fyrir löngu
kulnuð. Hann leit út fyrir að
vera mjög einmana, en þegar
hann kom auga á hana, ljómaði
hann í framan.
— Ég gat ekki sofið, svo mér
datt í hug að leita að bók til að
lesa, sagði 'hún afsakandi.
— Ég er sannarlega feginn að
þú skyldir koma. Viltu ekki
40 VIKAN 48. TBL