Vikan - 02.12.1971, Síða 52
VIKAN KYNNIR
RÁÐHERR/
Sá innlendi atburður þessa árs, sem mesta at-
hygli vakti, er að sjálfsögðu stjórnarskiptin. Ný
ríkisstjórn hefur nú setið að völdum í fáeina mán-
uði, og menn fylgjast daglega með athöfnum
hennar af eftirvæntingu, bæði andstæðingar og
fylgjendur. Almenningur hefur nú kynnzt nýju ráð-
herrunum nokkuð í blöðum, útvarpi og sjónvarpi.
Þeir eru stöðugt í kastljósinu eins og vera ber
um æðstu ráðamenn lanþsins.
Hins vegar hefur minna borið á eiginkonum ráð-
herranna, en þeirra hlutverk í ríkisstjóninni er
ekki síður mikilvægt og vandasamt en eiginmanna
þeirra. VIKAN kynnir á þessum síðum ráðherra-
frúrnar sjö til fróðleiks fyrir þá mörgu, sem eru
forvitnir um persónuhagi annarra, ekki sízt ráða-
manna, ættir þeirra og tengdir. Við birtum litmynd-
ir af ráðherrafrúnum, sem Ijósmyndari Vikunrrar
tók, og stutt æviágrip með hverri mynd.
FRO þörunn
SIGURÐARDÖTTIR
er eiginkona Einars Ágústs-
sonar, utanrikisráðherra.
Foreldrar hennar eru Sig-
urður Þorsteinsson, hafn-
argjaldkeri í Reykjavík og
kona hans, Kristjana Ein-
arsdóttir. Þau hjónin giftu
sig árið 1948, eiga þrjú
börn og búa í Hjálmholti
1 í Reykjavík.