Vikan


Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 57

Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 57
JÓLAGJÖFIN ... frh. Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess ísterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir ísnum, en. hinn ofan á. ísinn er með vanillubragði og ispraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 250,00 krónur. Hver skammtur er þvi ekki dýr. Reglulegar ístertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut i senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi ( barna- afmælum. Rjóma-fstertur 6 manna terta kr. 125.00. kosta: g manna terta — 155.00. 12 manna terta — 200.00. 6 manna kaffiterta — 150.00. 12 manna kaffiterta — 250.00. „Við skulum biðja guð að gefa okkur fisk, þó að við-höf- um reyndar beðið hann bæði í gærkvöldi og í morgun." Þorkell flökti augunum til bróður síns og sagði því næst lágt: „Við getum reynt.“ „Það er ekkert að reyna. Við skulum bara trúa því, að hann gefi okkur fiskinn. Ég ætla hreinlega að biðja hann upp- hátt.“ Og Bjarni litli tók ofan sjóhattinn og bað: „Góði guð, — gef þú okkur nú fisk í dag, svo að hún mamma lendi ekki í vandræðum. Þú gerir þetta nú fyrir okkur, þó að við höfum oft verið óþægir og stundum blótað, — ja, og þó að við stælumst á sjóinn, en það urð- um við að gera, eins og þú sjálfur sérð. Þú lézt son þinn fiska og fiska vel, og ég veit þú skilur okkur, sem viljum endi- lega fá fisk.“ Hann hikaði, en bætti síðan við: „Við skulum reyna, reyna, segi ég, að vera góðir drengir ... Amennl" Svo setti hann upp sjóhattinn, beitti öngulinn og fleygði út færinu, og Þorkell, sem líka hafði tekið ofan og ekki hafzt að, meðan Bjarni litli bað, setti hattinn á höfuðið, tók grunn- mál og keipaði síðan af káppi. Brátt brá hann við og tók að draga: „Halló, halló!“ æpti hann og iðaði sér öllum til. Bjarni litli kinkaði kolli. „Þarna sérðu, hvort það skaðaði nokkuð að biðja hann.“ Bjarni tók grunnmál og bætti við: „Er hann stór — held- urðu?“ „Já, maður, — hann er vænn. Hann rykkir hroðalega. Það er á þrítugu, sem hann stendur, kunningi.“ Og Þorkell dró eins hratt og hann gat. Fiskurinn tók snarpa kippi, og drengurinn var orðinn rjóður í vöngum, þegar hann var búinn að tosa honum að borðinu. Hann leit út fyrir til þess að sjá, hvernig stæði í skepnunni. Jú, fiskurinn hafði kjafttekið, og öngullinn var niðri í kverkunum. Svo kippti þá drengurinn feng sín- um inn í bátinn, vænum, gljá- fögrum, kviðhvítum fiski. Og Þorkell tók ofan sjóhattinn og hrópaði: „Húrra fyrir þeim fyrsta!“ Nú var Bjarni litli tekinn að draga, og hann sinnti ekki öðru. Fiskurinn rykkti kröftuglega í færið, og stundum drógust hendurnar á drengnum alveg út að borðstokknum. En drengur- inn beit á jaxl og stappaði nið- ur fæti, og loks kom þar, að fiskurinn lá í barkanum, stærð- ar þorskur, miklum mun stærri en fyrsti fengur Þorkels, sem nú var að draga annan drátt að borði. „Hér er grjótnógur fiskur," mælti Þorkell og leit til Höfð- ans, sem huldi sýn inn í þorpið. „Bara að einhver sjái okkur nú ekki og sent verði gagngert eftir okkur.“ Bjarni litli hleypti brúnum og sagði hvatlega: „Við förum ekki, fyrr en bát- urinn er orðinn hlaðinn.“ Hann horfði nokkur augnablik íhug- andi á Þorkel og sagði síðan lágt og svo sem í trúnaði: „Þó að einhver sjái hér bát, þá er ekki víst, að neinum ■ detti í hug, að við höfum farið út á sjó. Ég tók, skal ég segja þér, skautana okkar, sem þú manst að héngu á þilinu innan við eldhúsdyrnar, og faldi þá. Svo hugsa ég, að mamma haldi, að við höfum stolizt á skauta fram í dal, af því að hún hefur ekki viljað lofa okkur að fara þang- að, síðan hún fór að eiga lítið handa okkur að borða.“ ÞorkelJ leit með undrun og aðdáun á bróður sinn: „Skrambans ári, — nei, ósköp varstu þar snjall. Hún verður þá ekki einu sinni hrædd um okkur — fram að hádeginu að 48. TBL. VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.