Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 59
þennan afla.“
Bjarni litli herti saman var-
irnar og sagði síðan brúna-
þungur:
„Það er bezt ég reyni að
dragast inn eftir. Það er mín
skömmin. Það er ég, sem gefst
upp .En ekki skulum við gleyma
því, Keli, að við erum með fisk
í bátnum upp á sjálfsagt fleiri
hundruð krónur, svo að mamma
fær þó alltaf jólagjöfina, sem
við ætluðum henni.“
Þorkell horfði á hann — eins
og hálfhissa. Svo Ijómaði and-
litið á honum, og hann sagði í
fagnaðar- og undrunartón:
„Já, auðvitað, og það er þó
aðalatriðið, Baddi minn.“ Síðan
rétti hann úr sér á þóttunni:
„En Baddi, rétt skal vera rétt.
Sá maður er ég ekki, að ég
skelli allri skuldinni á þig! Ætli
við hefðum ekki komizt lang-
leiðina inn eftir, ef við hefðum
aldl-ei róið neitt, þegar þokan
skall yfir?“
Bjami litli starði á hann, og
nú komu tár í augun á honum.
Svo féll hann að brjósti bróður
síns og sagði:
„Þessu... þessu skal ég aldrei
gleyma þér, Keli minn!“
Þorkell vafði um hann hand-
leggjunum, en losaði þá til
skiptis og fálmaði upp í augun
á sér.
Skyndilega lögðu þeir báðir
eyrun við og litu inn til eyjar-
innar, sem þorpið stóð á. Þar
kom vélbátur á fullri ferð, hvít-
ur skafl undan stefni og bóg-
um. Og nú var það Bjarni litli,
sem fleygði sér í fang gleðinnar:
„Húrra, húrra! Þá komum við
þó inn að bryggju, áður en orð-
ið er alveg dimmt og vitaskuld
verða allir hreint strákarnir á
bryggjunni og fullorðið fólk
líka.“
Móðirin saknaði ekki drengj-
anna strax og hún kom á fætur.
í haust höfðu þeir fengið að
flytja í herbergiskompuna inn
af eldhúsinu, sváfu þar einir.
Hún vildi lofa þeim að sofa sem
lengst. Jólafríið í skólanum var
byrjað, og hálfsvangir höfðu
þeir farið að sofa. Hún varð víst
að hafa sig upp í það að fara til
kaupfélagsstjórans í dag —
eða oddvitans, ef ekki vildi bet-
ur til, — og fá bráðabirgðalán
fyrir brýnustu nauðsynjum.
Þegar leið að hádegi, fór hún
inn í herbergi drengjanna. Hún
var orðin hissa á því, hve þeir
sváfu. Hún greip í tómt. Þegar
hún kom aftur fram í eldhúsið,
varð henni litið á þilið, hægra
megin dyranna. Þar áttu skaut-
arnir að hanga. Þeir voru horfn-
ir. Hafði hana ekki grunað?
Drengirnir höfðu stolizt inn í
dal, auðvitað sársvangir, og
hvernig mundu þeir svo verða,
þegar þeir kæmu út eftir? Hún
svitnaði og stundi þungan. Hún
yrði að drífa sig í dag — var
líklega hreinlegast að fara til
oddvitans.
Upp úr hádeginu fór hún að
undrast um drengina, en þeir
höfðu máski hitt drengi frá ein-
hverjum bænum inni í dalnum
og skotizt heim með þeim. Mat-
urinn ... Nei, þetta tjóaði ekki.
Hún varð að ná í björg. Og hún
rétti úr sér, hleypti brúnum og
tók að búa sig upp á, var hrað-
hent og harðhent. Hún fór síðan
í kápu og snaraðist út.
Jakob gamli stóð úti fyrir
húsi sínu og hallaðist fram á
stafinn. Þau buðu hvort öðru
góðan dag, og svo sagði móðir-
in:.
„Þeir hafa víst þotið á skauta
inn í dal, drengirnir mínir.' Þeir
hafa farið eldsnemma í morgun,
voru að minnsta kosti farnir,
þegar ég kom á fætur.“
„Tja, tjú, — og eru ekki
komnir enn, skörnin?“ sagði
gamli maðurinn.
„Nei, ég botna bara ekkert í
þessu. Þeir eru ekki vanir að
gera þetta.“
Allt í einu varð Jakob gamli
skrýtinn á svipinn. Hann gretti
sig, hleypti ýmist brúnum eða
hóf þær og klóraði sér í skegg-
inu. Móðirin kvaddi hann, en
hann tók ekki undir við hana.
Hún hélt af stað. En gamli mað-
urinn kallaði á hana. Síðan
sagði hann henni frá því, sem
honum og drengjunum hafði
farið á milli daginn áður.
„Gáðu að því, Gunnu-hræ,
hvort færin þeirra -eru ekki
horfin."
Móðirin þaut heim, fór inn í
geymslu og sá, að færi drengj-
anna voru þar ekki. Hún flýtti
sér út i vog. Þar var enginn
bátur. Svo þurfti þá ekki frek-
ar vitnanna við.
Það var fjöldi manns á
bryggjunni, þegar vélbáturinn
renndi að henni með kænu
bræðranna í togi. Kveikt hafði
verið á bryggjuljósunum og
bjarmi féll á fiskinn í skut og
barka kænunnar ... Og nú töl-
uðu margir í einu: Hvað var
þetta? Var þetta ekki missýn-
ing? Báturinn næstum hlaðinn
af fiski þessum líka ljóta fiski..
Konurnar hrópuðu og skelltu á
lær, en það var eins og karl-
mennirnir væru £ hálfgildings
vandræðum með sjálfa sig ...
Áttu þeir að trúa þessu, ha? Ja,
jú, það hafði stundum komið
heimurinn segirjá
við hinum logagytitu
BENSON and HEDGES
hafið þið sagt Já ?
48.TBL. VIKAN 59