Vikan


Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 82

Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 82
r | l l ~ t § | c r •r 0 C § Í ö 2. o 3 einkaumboð llalldór Jónsson hí. grein fyrir því, að það er lík- legra, að þú verðir að tala í þverstæðum en hitt, að þú get- ir komizt af með eins einfalda aðferð og þegar þú gerir graut- aruppskrift eða býrð til per- sónu í skáldsögu. En forsenda hins gamla kirkjuföður er sú, að Guð hafi gefið ákveðna, gilda vitneskju um sjálfan sig, að hann hafi „opinberað“ sig. Þetta er forsenda allrar krist- innar hugsunar. Við þekkjum Guð af því við höfum séð hann í skuggsjá Jesú Krists. Hver sem sér mig, sér föðurinn, seg- ir Jesús. Það er rétt, að „Guð“ gaeti verið hvað sem er, þar á meðal ekki neitt. En það er kristin trú, að Guð hafi ekki viljað láta okkur fálma út í nóttina. Hann hafi gefið okkur lykilsorð að leyndardómi sín- um, orð, sem afhjúpar ekki öll djúpin í hans eilífu veru enda hefðum við lítið við það að gera — en tjáir grundvall- arafstöðu hans. Við vitum, að hvar sem kafað væri í djúpin, þá væri ekki öðru að mæta en þessu eina, þessum eina leynd- ardómi allra leyndardóma: Guð elskar. —- Karl Barth segir Guð svo óumræðilega hátt yfir menn hafinn, að allar tilraunir þeirra til sambands við hann geti ekki orðið annað en meiningarlaust fálm, allt frumkvæði því að lútandi verði að koma frá Guði. Mundu þá mannaverk sem trú- arsamfélög og kirkjudeildir ekki flokkast undir umrætt fálm mannkindarinnar í myrkri? — Karl Barth sagði ýmis- legt, sem nauðsynlegt var að segja á þeirri tíð. Hann kvað fast að mörgu vegna þess að það þurfti sterk orð til þess að vekja af vanahugsun. Feuer- bach hafði haldið því fram, að trúin væri ekki annað en óska- draumur mannsins. Ég nefni hann, en hann stóð ekki einn, og eitt og annað í guðfræðinni á síðustu öld og framan af þessari gaf þessari skoðun meiri stuðning en rök eru fyr- ir. Hið réttmæta hjá Barth er það, að kristin trú stendur og fellur með þeirri meðvitund, að Guð hafi haft og hafi frum- kvæðið, þegar um er að ræða samband Guðs og manna, og kem ég þá aftur að því, að Jesús Kristur er „orðið“, opin- berun Guðs. Og kirkjan er Kristur í hópi lærisveina, sam- félag manna, sem vilja sjá með hans augum bæði Guð og heim, vilja læra af honum, líkj- ast honum, fylgja honum. Frá fyrstu tíð hefur þessi hópur verið brostfeldugur. Hin mann- lega hlið er — mannleg, þar er mannlegt fálm, skammsýni og synd. En Kristur telur sér ekki vanvirðu að því, að kalla þá- bræður, sem hans bræður vilja vera. Þess vegna viljum við tilheyra kirkju hans, þó að við vitum, að þar er ekkert fullkomið, nema hann. — Er ekki fjarstæða frá nú- tímasjónarmiði að telja kenn- ingar einna trúarbragða eða eins kirkjufélags fremur en annarra standa nær hinum .eðsta sannleik? — Ef það væri á færi manna að ná tökum á hinum æðsta sannleika, þá stæðu þeir vænt- anlega nokkurn veginn jafn- fætis í brattanum frá upphafi og til þessa dags. Væri þeim ætlað að afhjúpa hæstu sann- indi tilverunnar, væri rökrétt að álykta, að öll viðleitni í þá átt væri aðeins mismunandi til- brigði af sömu vonlitlu tilburð- um. Grundvallarafstaða krist- innar trúar til þeirrar spurn- ingar, sem hér er varpað fram, byggist á því, að hún tekur ekki gilda þá forsendu, sem fólgin er í ofanskráðum máls- greinum og raunar er dulin í spurningunni sjálfri, eins og hún er löngum fram sett. Kristnir menn telja sig ekki hærra komna en aðra vegna þess, hvað þeir hafi kafað djúpt eða klifið hátt. Þeir líta þess vegna ekki niður á þá, sem hafa annan átrúnað. Og þó að þá greini á innbyrðis, þá hafa þeir alltaf vitað það, að ágrein- ingur þeirra um kenningarleg atriði stafar af því, að þeir eru bundnir sama sannleika, sama Drottni, sem enginn vill bregð- ast vísvitandi. En öll kristin trú er meðvituð um það, að hinn æðsti sannleikur, sannleikans Guð, hafi komið til móts við manninn, að hann hafi í tiltek- inni jarðneskri atburðarás, sem á alla sína þungamiðju í per- sónu og boðskap Jesú frá Naza- ret, svipt hulunni af sjálfum sér til þeirra hlítar, að þar sé gild og glögg viðmiðun og til- vísun. Jesús Kristur hefur frá upphafi gert slíkt tilkall, sem er annaðhvort algerlega satt. eða algerlega fjarstætt. Hann var krossfestur út á það tilkall. „Til þess er ég kominn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyr- ir rnína rödd,“ sagði hann við dómara sinn, Pílatus. Sá, sem hefur heyrt rödd hans og bund- izt honum svo, að algerum úr- slitum veldur, hann veit sig ekki hafa unnið afrek, sem hann geti talið sér til tekna eða setji hann á hærri skör en aðra. Hann hefur mætt kærleiksvið- móti, sem hefur gefið honum lífið að nýju. Hann hefur séð birtu, sem breytir allri ásýnd heimsins. Hann veit, að hið sama getur Kristur gert í lífi hvers manns. Hann veit, að hann á bræður í öllum kirkju- deildum. Og kannski á hann andlega bræður líka meðal þeirra, sem hafa ekki heyrt um Krist eða numið rödd hans svo, að þeir geri sér grein fyrir því. Það veit Kristur sjálfur og hans Guð. Þa5 nægir mér. Ég efs ekki, að hann sagði satt. þegar hann sagði: „Ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Hann segir þetta ekki til að útiloka neinn, held- ur til þess að benda hverjum, sem rödd hans heyrir, á það, að hann getur átt öruggan veg, getur fengið að sjá sjálfan sig og lifið allt í sönnu ljósi, getur eignazt lífið. Slík er hans gjöf. Biblían kennir frá byrjun, að mannkyn sé eitt, eitt í upp- runa sínum og markmiði. Það á allt einn og sama Guð, sama frelsara. Allir eru skapaðir í Kristi og til Krists. Þess vegna er hver maður bróðir minn, hverju sem hann trúir, og þótt hann sé í andlegu tilliti mér framandi. Kristur viðurkennir engar forréttindastéttir, ekki heldur á trúarsviðinu. Enda er stóra orðið í vitnisburði Nýja testamentisins náð, óverðskuld- uð elska. Hvernig sú náð leysir að lyktum gátur sögunnar, hvernig hún meðal annars leið- ir mannkyn fram úr myrkviði 82 VIKAN 48. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.